Parið var statt á Ítalíu þegar Jakob fór á skeljarnar við sólsetrið um borð á bát á miðju Garda-vatninu. Óhætt er að fullyrða að Jakob sé afar rómantískur en hann fékk skipstjóra bátsins til liðs við sig sem tók bónorðið upp á myndband.
„Hið fullkomna bónorð,“ skrifaði Gerður við færsluna.
Parið hefur búið saman frá árinu 2018 og eru einstaklega samrýmd. Þau kynntust árið 2016 og tóku sér góðan tíma í að kynnast og deita. Gerður og Jakob Fannar voru viðmælendur í fasta liðnum Ást er hér á Vísi í nóvember 2022.