Allir íbúar rúmast ekki lengur í einu og sama húsinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. júlí 2024 20:39 Mikil uppbygging fer fram á Hvanneyri í Borgarbyggð. Stöð 2 Íbúum á Hvanneyri fer sífellt fjölgandi, þökk sé brottfluttum Hvanneyringum sem snúa aftur heim og nemendum Landbúnaðarháskólans sem ákveða að setjast að í bænum. Mikil uppbygging er fyrirhuguð og heimamenn eru hreyknir af einum flottasta frisbígolfvelli landsins. Í Flatahverfi á Hvanneyri er fyrirhuguð mikil uppbygging og nýlega voru auglýstar til úthlutunar 22 lóðir undir íbúðarhúsnæði. „Það eru tvö hús í byggingu alla veganna núna og verið að fara að úthluta fleiri lóðum. Þrjár nýjar götur voru gerðar í vetur þannig það ætti að vera nóg pláss,“ segir Hvanneyringurinn Aðalheiður Kristjánsdóttir. „Það er alveg töluvert um það að fólk kemur aftur. Fólk kannski fer annað í nám og kemur aftur og eins er líka fólk sem að kemur í Landbúnaðarháskólann og sest svo að,“ bætir hún við. Íbúum hafi þannig fjölgað talsvert frá því sem áður var. Stórbruni setti mark sitt á sögu Hvanneyrar og varð til þess að allir íbúar fluttu inn í eitt og sama húsið. Má teljast hæpið að húsið myndi rúma þann fjölda sem nú býr á Hvanneyri. Enn kennt í íþróttahúsi frá 1911 Það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýbyggingar sem standa yfir heldur einnig er unnið að viðhaldi á friðlýstum húsum á gömlu torfunni svokölluðu. Þar er unnið að því að taka sögufræg hús í gegn og standa framkvæmdir meðal annars yfir í skólastjórahúsinu. Á Hvanneyri er eitt elsta íþróttahús landsins sem heimamenn kalla íþróttahöllina. Húsið er byggt 1911 og fer þar ennþá fram íþróttakennsla. „Hérna er nú aðallega kannski spilaður körfubolti og svo eru bara skólaíþróttirnar þær eru hérna og svo kemur fólk hérna og leikur sér. Svo höfum við notað íþróttahöllina líka fyrir áramótagleði,“ segir Aðalheiður. Meðal þess sem trekkir að á Hvanneyri eru Landbúnaðarsafnið og ullarsetrið að ógleymdum níu holu frisbígolfvellinum sem hefur að sögn Aðalheiðar verið lýst sem þeim besta á landinu. Borgarbyggð Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Í Flatahverfi á Hvanneyri er fyrirhuguð mikil uppbygging og nýlega voru auglýstar til úthlutunar 22 lóðir undir íbúðarhúsnæði. „Það eru tvö hús í byggingu alla veganna núna og verið að fara að úthluta fleiri lóðum. Þrjár nýjar götur voru gerðar í vetur þannig það ætti að vera nóg pláss,“ segir Hvanneyringurinn Aðalheiður Kristjánsdóttir. „Það er alveg töluvert um það að fólk kemur aftur. Fólk kannski fer annað í nám og kemur aftur og eins er líka fólk sem að kemur í Landbúnaðarháskólann og sest svo að,“ bætir hún við. Íbúum hafi þannig fjölgað talsvert frá því sem áður var. Stórbruni setti mark sitt á sögu Hvanneyrar og varð til þess að allir íbúar fluttu inn í eitt og sama húsið. Má teljast hæpið að húsið myndi rúma þann fjölda sem nú býr á Hvanneyri. Enn kennt í íþróttahúsi frá 1911 Það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýbyggingar sem standa yfir heldur einnig er unnið að viðhaldi á friðlýstum húsum á gömlu torfunni svokölluðu. Þar er unnið að því að taka sögufræg hús í gegn og standa framkvæmdir meðal annars yfir í skólastjórahúsinu. Á Hvanneyri er eitt elsta íþróttahús landsins sem heimamenn kalla íþróttahöllina. Húsið er byggt 1911 og fer þar ennþá fram íþróttakennsla. „Hérna er nú aðallega kannski spilaður körfubolti og svo eru bara skólaíþróttirnar þær eru hérna og svo kemur fólk hérna og leikur sér. Svo höfum við notað íþróttahöllina líka fyrir áramótagleði,“ segir Aðalheiður. Meðal þess sem trekkir að á Hvanneyri eru Landbúnaðarsafnið og ullarsetrið að ógleymdum níu holu frisbígolfvellinum sem hefur að sögn Aðalheiðar verið lýst sem þeim besta á landinu.
Borgarbyggð Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira