Að drekka áfengi eins og að panta sér vanlíðan á Amazon Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 09:40 Ásta Björk segist hætt að neyta áfengis, henni var farið að líða eins og hún væri að panta sér vanlíðan á Amazon. collab Ásta Björk Bolladóttir einkaþjálfari og ævintýrakona segir að sér hafi alltaf liðið eins og dýri í búri þegar hún var í grunnskóla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar; Ásta segir að allt frá barnsaldri hafi hún þurft að fá mjög mikla útrás bara til þess eins að ná að slaka á og geta sofið. Hún hefur fundið betra jafnvægi með árunum, en þarf samt tíma í náttúrunni og hreyfingu til að tengjast: „Ég er ekki mikið fyrir að festa á mig þessa stimpla eins og athyglisbrest, en ég tikka líklega í flest boxin og hef verið þannig alveg frá því að ég var barn. Ég var búin að skapa mér mjög mikla ímynd í kringum það að ég þyrfti alltaf að vera að fá gríðarlega mikla útrás til að vera venjuleg.“ Keyrði sig út til að geta sofið Ásta segir það í sjálfu sér fínt, en þetta geti líka orðið afskaplega óheilbrigt. „Mér leið eins og ég þyrfti að fá svo rosalega útrás bara til þess að eiga roð í að ná að sofa. Ég byrjaði að upplifa þetta bara sem barn. Ég var mjög ung komin með svefnvandamál og vanda við að geta slakað á og náð ró í kerfið. Það var svo mikil orka í kerfinu að ef að líkaminn var ekki dauðþreyttur, þá fór hausinn bara á fullt. Í grunnskóla leið mér alltaf eins og ég væri lokuð í búri og náði ekki utan um það af hverju engum öðrum liði svona. Um leið og ég kom inn í íþróttasal fannst mér ég loks einhvers virði og að ég gæti eitthvað.“ Ásta Björk telur líkast til talsvert algengara að strákar finni þessi einkenni frekar en stelpur. Sem gerir þetta ekki auðveldara. „Ég sé það núna að eitthvað af þessu hefur líklega verið flótti og viðbragð við áföllum, en ég fattaði það ekki fyrr en á eldri árum. Ég braut mig líka niður ef ég var ekki alltaf á fullu.“ Vill vera með hulinshjálm í Kringlunni Ásta fær mikla næringu af því að vera úti í náttúrunni og finnst hún tengjast sjálfri sér ef hún fer reglulega í náttúruna til að stunda alls kyns áhugamál. „Ég hef alltaf upplifað mig þannig að ég sé frekar viðkvæm fyrir áreitum á skynfærin. Þegar ég þarf að fara í Kringluna set ég á mig heyrnartól og vil helst bara vera í hulinsskikkju. Ekki af því að ég sé að pæla í áliti annarra, heldur eru hljóðin og ljósin bara verulega óþægileg. Ég áttaði mig á því fyrir talsvert löngu að náttúran væri þar sem mér liði best. Þar finn ég tengingu og næ að hlaða mig í alvöru. Sérstaklega ef ég er líka að sinna áhugamálum. Til dæmis að fara á brimbretti og vera í sjónum, ganga á fjöll eða vera á fjallahjóli.” Var næturhrafn en nú er það búið Ásta, sem starfar sem einkaþjálfari og hún lifir öguðu lífi. Hún vaknar snemma, hugsar mikið um matarræði og heldur góðri rútínu og skipulagi. „Á einhverjum tímapunkti áttar maður sig á því að maður verður að taka fulla ábyrgð á sjálfum sér. Þó að það sé allt í góðu að fólk taki lyf tímabundið, þá hef ég komist að því að ég þarf að lifa talsvert öguðu lífi til að vera í góðu jafnvægi. Ég vakna yfirleitt alltaf klukkan 5 á morgnana og er með mikla rútínu í lífinu.“ Ásta Björk segist hafa brotið sig miskunnarlaust niður ef hún hélt ekki aga. Henni leið eins og hún væri lokuð inni í búri í grunnskóla. Hún segist hafa prófað að hverfa til baka, það er frá hinum agaða lífsstíl. „En það lætur mér bara líða illa. Í eðli mínu er ég næturhrafn og var lengi eins og Drakúla á vappinu, en í dag kýs ég að byrja dagana mína snemma og hætta þá frekar fyrr í vinnunni. Að sama skapi hugsa ég mikið um það hvað ég læt ofan í mig og líka hvenær ég borða.“ Þá hætti Ásta Björk að neyta áfengis eftir að hún fór að skilja betur hvað var að gerast í líkamanum við neyslu. „Ég skil að það geti verið gaman í tvo tíma þegar maður fer út og fær sér í glas, en ég var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon og þá var bara best að hætta. Það að vakna á sunnudagsmorgni og fara hress út í einhver ævintýri í náttúrunni er minn stíll í dag. Flestir í kringum mig vita hvernig ég fúnkera og eru hættir að kippa sér upp við það hvernig ég er.” Podcast með Sölva Tryggva ADHD Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar; Ásta segir að allt frá barnsaldri hafi hún þurft að fá mjög mikla útrás bara til þess eins að ná að slaka á og geta sofið. Hún hefur fundið betra jafnvægi með árunum, en þarf samt tíma í náttúrunni og hreyfingu til að tengjast: „Ég er ekki mikið fyrir að festa á mig þessa stimpla eins og athyglisbrest, en ég tikka líklega í flest boxin og hef verið þannig alveg frá því að ég var barn. Ég var búin að skapa mér mjög mikla ímynd í kringum það að ég þyrfti alltaf að vera að fá gríðarlega mikla útrás til að vera venjuleg.“ Keyrði sig út til að geta sofið Ásta segir það í sjálfu sér fínt, en þetta geti líka orðið afskaplega óheilbrigt. „Mér leið eins og ég þyrfti að fá svo rosalega útrás bara til þess að eiga roð í að ná að sofa. Ég byrjaði að upplifa þetta bara sem barn. Ég var mjög ung komin með svefnvandamál og vanda við að geta slakað á og náð ró í kerfið. Það var svo mikil orka í kerfinu að ef að líkaminn var ekki dauðþreyttur, þá fór hausinn bara á fullt. Í grunnskóla leið mér alltaf eins og ég væri lokuð í búri og náði ekki utan um það af hverju engum öðrum liði svona. Um leið og ég kom inn í íþróttasal fannst mér ég loks einhvers virði og að ég gæti eitthvað.“ Ásta Björk telur líkast til talsvert algengara að strákar finni þessi einkenni frekar en stelpur. Sem gerir þetta ekki auðveldara. „Ég sé það núna að eitthvað af þessu hefur líklega verið flótti og viðbragð við áföllum, en ég fattaði það ekki fyrr en á eldri árum. Ég braut mig líka niður ef ég var ekki alltaf á fullu.“ Vill vera með hulinshjálm í Kringlunni Ásta fær mikla næringu af því að vera úti í náttúrunni og finnst hún tengjast sjálfri sér ef hún fer reglulega í náttúruna til að stunda alls kyns áhugamál. „Ég hef alltaf upplifað mig þannig að ég sé frekar viðkvæm fyrir áreitum á skynfærin. Þegar ég þarf að fara í Kringluna set ég á mig heyrnartól og vil helst bara vera í hulinsskikkju. Ekki af því að ég sé að pæla í áliti annarra, heldur eru hljóðin og ljósin bara verulega óþægileg. Ég áttaði mig á því fyrir talsvert löngu að náttúran væri þar sem mér liði best. Þar finn ég tengingu og næ að hlaða mig í alvöru. Sérstaklega ef ég er líka að sinna áhugamálum. Til dæmis að fara á brimbretti og vera í sjónum, ganga á fjöll eða vera á fjallahjóli.” Var næturhrafn en nú er það búið Ásta, sem starfar sem einkaþjálfari og hún lifir öguðu lífi. Hún vaknar snemma, hugsar mikið um matarræði og heldur góðri rútínu og skipulagi. „Á einhverjum tímapunkti áttar maður sig á því að maður verður að taka fulla ábyrgð á sjálfum sér. Þó að það sé allt í góðu að fólk taki lyf tímabundið, þá hef ég komist að því að ég þarf að lifa talsvert öguðu lífi til að vera í góðu jafnvægi. Ég vakna yfirleitt alltaf klukkan 5 á morgnana og er með mikla rútínu í lífinu.“ Ásta Björk segist hafa brotið sig miskunnarlaust niður ef hún hélt ekki aga. Henni leið eins og hún væri lokuð inni í búri í grunnskóla. Hún segist hafa prófað að hverfa til baka, það er frá hinum agaða lífsstíl. „En það lætur mér bara líða illa. Í eðli mínu er ég næturhrafn og var lengi eins og Drakúla á vappinu, en í dag kýs ég að byrja dagana mína snemma og hætta þá frekar fyrr í vinnunni. Að sama skapi hugsa ég mikið um það hvað ég læt ofan í mig og líka hvenær ég borða.“ Þá hætti Ásta Björk að neyta áfengis eftir að hún fór að skilja betur hvað var að gerast í líkamanum við neyslu. „Ég skil að það geti verið gaman í tvo tíma þegar maður fer út og fær sér í glas, en ég var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon og þá var bara best að hætta. Það að vakna á sunnudagsmorgni og fara hress út í einhver ævintýri í náttúrunni er minn stíll í dag. Flestir í kringum mig vita hvernig ég fúnkera og eru hættir að kippa sér upp við það hvernig ég er.”
Podcast með Sölva Tryggva ADHD Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið