Skerjafjarðarskáld skriplar á skötu en gefst ekki upp Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 10:15 Kristján Hreinsson, Skerjafjarðarskáldið, biðlar til Lilju persónulega; að láta sig málið varða því hér er mikið undir. vísir/fb/Vilhelm Kristján Hreinsson skáld, kenndur við Skerjafjörðinn er ósáttur við að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi vísað kæru hans á hendur Ríkisútvarpinu frá. En hann er hvergi nærri af baki dottinn. Kristján kærði sem kunnugt er Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög; að vanrækja skyldur sínar gagnvart íslenskri tungu með því að láta undir höfuð leggjast að hið svokallaða kynlausa tungumál fái að vaða óátölulaust þar uppi meðal dagskrárgerðarfólks. Kristján vísar í kæru sinni til ákvæða sem finna má í lögum um Ríkisútvarpið. Kristján telur engar heimildir fyrir hendi að stofnunin fái bara svona eftir smekk að breyta tungumálinu. Kristján krefst þess að Lilja Dögg beiti sér fyrir því að Ríkisútvarpið sinni skyldu sinni sem er að flytja áhorfendum sínum sitt efni á lýtalausri íslensku. Og það telst hið kynlausa mál ekki að mati Kristjáns, reyndar er það sannkallaður hroði í hans eyrum. Lilja segir í svarbréfi þetta ekki á hennar borði, það sé utan hennar valdheimilda að hlutast til um málið en því er Kristján ósammála og ritar hann henni opið bréf sem hann birtir á Vísi. Þar fer hann í saumana á málinu. Bréf Kristjáns er býsna ítarlegt og dregur hann til eitt og annað máli sínu til stuðnings. Í lok þess segir hann að geðþóttaákvarðanir og duttlungar einstaklinga meig ekki stýra því hvernig opinberu mati á lýtalausri íslensku sé háttað. Það megi ekki vera þannig að sitt sýnist hverjum í þessu máli: „Vegna þess að um leið og í málið er kafað af vandvirkni þá kemur í ljós að hvorugkynssýkin á aldrei eftir að hafa góð áhrif – hvorki á tungu né þjóð. Í sýkinni er ekki heil brú, hún er reist á þvermóðsku og getur ekki staðist neinar þær væntingar sem til hennar eru gerðar.“ Og Kristján ítrekar erindi sitt, hann gefst ekki upp fyrir hinu þunglamalega kerfi sem kemur sér hjá því að taka á álitaefnum og biðlar til ráðherra persónulega: „Þú sem núverandi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur á ýmsum vettvangi barist fyrir rétti tungumálsins og styrktri stöðu íslenskunnar, því vekur það furðu mína að þú skulir draga lappirnar þegar ég bið þig um aðstoð í baráttu minni gegn útbreiðslu hvorugkynssýki hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna.“ Íslensk fræði Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Lögmennska Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01 Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01 „Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kristján kærði sem kunnugt er Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög; að vanrækja skyldur sínar gagnvart íslenskri tungu með því að láta undir höfuð leggjast að hið svokallaða kynlausa tungumál fái að vaða óátölulaust þar uppi meðal dagskrárgerðarfólks. Kristján vísar í kæru sinni til ákvæða sem finna má í lögum um Ríkisútvarpið. Kristján telur engar heimildir fyrir hendi að stofnunin fái bara svona eftir smekk að breyta tungumálinu. Kristján krefst þess að Lilja Dögg beiti sér fyrir því að Ríkisútvarpið sinni skyldu sinni sem er að flytja áhorfendum sínum sitt efni á lýtalausri íslensku. Og það telst hið kynlausa mál ekki að mati Kristjáns, reyndar er það sannkallaður hroði í hans eyrum. Lilja segir í svarbréfi þetta ekki á hennar borði, það sé utan hennar valdheimilda að hlutast til um málið en því er Kristján ósammála og ritar hann henni opið bréf sem hann birtir á Vísi. Þar fer hann í saumana á málinu. Bréf Kristjáns er býsna ítarlegt og dregur hann til eitt og annað máli sínu til stuðnings. Í lok þess segir hann að geðþóttaákvarðanir og duttlungar einstaklinga meig ekki stýra því hvernig opinberu mati á lýtalausri íslensku sé háttað. Það megi ekki vera þannig að sitt sýnist hverjum í þessu máli: „Vegna þess að um leið og í málið er kafað af vandvirkni þá kemur í ljós að hvorugkynssýkin á aldrei eftir að hafa góð áhrif – hvorki á tungu né þjóð. Í sýkinni er ekki heil brú, hún er reist á þvermóðsku og getur ekki staðist neinar þær væntingar sem til hennar eru gerðar.“ Og Kristján ítrekar erindi sitt, hann gefst ekki upp fyrir hinu þunglamalega kerfi sem kemur sér hjá því að taka á álitaefnum og biðlar til ráðherra persónulega: „Þú sem núverandi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur á ýmsum vettvangi barist fyrir rétti tungumálsins og styrktri stöðu íslenskunnar, því vekur það furðu mína að þú skulir draga lappirnar þegar ég bið þig um aðstoð í baráttu minni gegn útbreiðslu hvorugkynssýki hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna.“
Íslensk fræði Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Lögmennska Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01 Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01 „Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01
Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01
„Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30