Fjallar um móður sína sem er fyrsti Íslendingurinn ættleiddur frá Asíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. júlí 2024 11:16 Móðir Friðriks Agna Árnasonar var ættleidd til Íslands árið frá Indlandi 1969, þá tveggja og hálfs árs gömul. Vísir Móðir þjálfarans og kvikmyndagerðarmannsins Friðriks Agna Árnasonar er fyrsta ættleidda barnið sem kom frá Asíu til Íslands. Friðrik hyggst gera heimildamynd um móður sína þar sem hann freistar þess að komast á snoðir um uppruna hennar. Friðrik ræddi sögu móður sinnar í Bítinu. Hún fæddist á Indlandi, fannst úti á götu í Bombay fyrir framan munaðarleysingjahæli og var tekin þangað inn. „Svo var hún ættleidd hingað til Íslands af þýskri konu sem bjó þá hér á landi árið 1969. Það eru engar upplýsingar um mömmu þar sem hún náttúrlega fannst úti á götu,“ segir Friðrik. En saga hennar og móður hennar sé áhugaverð. „Það var ekkert mikið af erlendu fólki sem bjó hérna á Íslandi á þessum tíma,“ segir Friðrik. Hann segir frá því að amma hans hafi horfið frá Íslandi í nokkra mánuði og komið til baka með litla indverska stelpu. „Þetta var sem sagt í fyrsta skipti sem það var einhvert opinbert ættleiðingarferli í gangi.“ Friðrik segir Kristján Eldjárn þáverandi forseta hafi þurft að skrifa undir leyfisbréf fyrir ættleiðingunni. Móðir hans eigi það bréf enn. Heimilið enn opið Aðspurður segir hann móður sína ekki hafa reynt að komast á snoðir um uppruna sinn. „Það er svo erfitt. Það eina sem við vitum er að ættleiðingarheimilið er ennþá til, þar sem hún fannst, og það eru ennþá börn sem búa þar. Þannig að það er eins langt og við komumst í rauninni,“ segir Friðrik. „Við komumst þangað og við getum spurt spurninga þar og við vitum ekki hvert það mun leiða okkur. Kannski eru til gögn sem voru varðveitt frá þessum árum. Þetta eru náttúrlega alveg fimmtíu plús árum síðan. Þannig að það er eitthvað sem við munum komast að í þessu ferðalagi núna í desember.“ Friðrik segir verkefnið hafa byrjað þegar hann gerði tveggja þátta útvarpsseríu um móður sína fyrir tveimur árum. „Það spratt út frá þessum hugsunum sem maður hefur um sjálfan sig sem flestir hafa, en kannski ég meira en aðrir. Því þarna er náttúrlega alveg fimmtíu prósent af minni sögu sem ég veit ekkert um,“ segir Friðrik. Erfitt þegar amman skildi móðurina eftir Hann segist oft hafa staðið sig að því að reyna að bæla frá indverskan uppruna sinn. „Af því að ég náttúrlega fæddist hér og þekki ekkert annað en ég er náttúrlega dökkur þannig að það er augljóslega eitthvað annað þarna á bak við. Og í fyrsta skipti núna í gegnum sögu mömmu er ég að fanga þennan hluta af sjálfum mér.“ Hann segir erfiðasta hluta þeirrar sögu að amma hans hafi snúið aftur til Þýskalands þegar móðir hans var tíu ára og skilið hana eftir hjá pabba sínum. Hann hafi uppgötvað í gegn um útvarpsþáttagerðina að það hafi verið móður hans mjög sárt. „Þær eiga gott samband í dag en það tók rosalega langan tíma fyrir þær að finna sinn kjarna, finna sitt samband.“ Friðrik segist ætla að leggja land undir fót í desember og ferðast í fyrsta skipti til Indlands í leit að uppruna móður sinnar og taka upp heimildamynd um ferðalagið. Þau stefni á að fara beint á ættleiðingarheimilið og þau hafi þegar haft samband við það. Hvaða væntingar hafið þið fyrir þessu? „Það er best að vera ekki með of miklar væntingar. Ég hugsa að handritið skrifi sig svolítið sjálft þegar við erum komin út.“ Indland Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Sjá meira
Friðrik ræddi sögu móður sinnar í Bítinu. Hún fæddist á Indlandi, fannst úti á götu í Bombay fyrir framan munaðarleysingjahæli og var tekin þangað inn. „Svo var hún ættleidd hingað til Íslands af þýskri konu sem bjó þá hér á landi árið 1969. Það eru engar upplýsingar um mömmu þar sem hún náttúrlega fannst úti á götu,“ segir Friðrik. En saga hennar og móður hennar sé áhugaverð. „Það var ekkert mikið af erlendu fólki sem bjó hérna á Íslandi á þessum tíma,“ segir Friðrik. Hann segir frá því að amma hans hafi horfið frá Íslandi í nokkra mánuði og komið til baka með litla indverska stelpu. „Þetta var sem sagt í fyrsta skipti sem það var einhvert opinbert ættleiðingarferli í gangi.“ Friðrik segir Kristján Eldjárn þáverandi forseta hafi þurft að skrifa undir leyfisbréf fyrir ættleiðingunni. Móðir hans eigi það bréf enn. Heimilið enn opið Aðspurður segir hann móður sína ekki hafa reynt að komast á snoðir um uppruna sinn. „Það er svo erfitt. Það eina sem við vitum er að ættleiðingarheimilið er ennþá til, þar sem hún fannst, og það eru ennþá börn sem búa þar. Þannig að það er eins langt og við komumst í rauninni,“ segir Friðrik. „Við komumst þangað og við getum spurt spurninga þar og við vitum ekki hvert það mun leiða okkur. Kannski eru til gögn sem voru varðveitt frá þessum árum. Þetta eru náttúrlega alveg fimmtíu plús árum síðan. Þannig að það er eitthvað sem við munum komast að í þessu ferðalagi núna í desember.“ Friðrik segir verkefnið hafa byrjað þegar hann gerði tveggja þátta útvarpsseríu um móður sína fyrir tveimur árum. „Það spratt út frá þessum hugsunum sem maður hefur um sjálfan sig sem flestir hafa, en kannski ég meira en aðrir. Því þarna er náttúrlega alveg fimmtíu prósent af minni sögu sem ég veit ekkert um,“ segir Friðrik. Erfitt þegar amman skildi móðurina eftir Hann segist oft hafa staðið sig að því að reyna að bæla frá indverskan uppruna sinn. „Af því að ég náttúrlega fæddist hér og þekki ekkert annað en ég er náttúrlega dökkur þannig að það er augljóslega eitthvað annað þarna á bak við. Og í fyrsta skipti núna í gegnum sögu mömmu er ég að fanga þennan hluta af sjálfum mér.“ Hann segir erfiðasta hluta þeirrar sögu að amma hans hafi snúið aftur til Þýskalands þegar móðir hans var tíu ára og skilið hana eftir hjá pabba sínum. Hann hafi uppgötvað í gegn um útvarpsþáttagerðina að það hafi verið móður hans mjög sárt. „Þær eiga gott samband í dag en það tók rosalega langan tíma fyrir þær að finna sinn kjarna, finna sitt samband.“ Friðrik segist ætla að leggja land undir fót í desember og ferðast í fyrsta skipti til Indlands í leit að uppruna móður sinnar og taka upp heimildamynd um ferðalagið. Þau stefni á að fara beint á ættleiðingarheimilið og þau hafi þegar haft samband við það. Hvaða væntingar hafið þið fyrir þessu? „Það er best að vera ekki með of miklar væntingar. Ég hugsa að handritið skrifi sig svolítið sjálft þegar við erum komin út.“
Indland Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent