Innlent

Já­kvæðar hliðar færri ferða­manna og vendingar í banda­rískum stjórn­málum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Sagan mun fara mjúkum höndum um Joe Biden og ákvörðun hans um að hætta við að sækjast eftir endurkjöri, að mati stjórnmálaskýrenda. Enn er á brattan að sækja fyrir demókrata þrátt fyrir að skipt verði um forsetaefni.

Við heyrum frá fyrsta ávarpi Kamölu Harris varaforseta eftir vendingar gærdagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við sérfræðinga um bandaríska pólitík.

Ferðamönnum fækkaði umtalsvert í júní og að mati greiningar Íslandsbanka gætu verið jákvæðar hliðar á því. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka mætir í myndver og fer yfir stöðuna.

Á fyrstu mánuðum ársins fjölgaði nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar samanborið við sama tíma í fyrra. Við ræðum við framkvæmdastjóra Barnaheilla sem segir að stjórnvöld þurfi að taka þróuninni alvarlega.

Þá verðum við í beinni frá Akranesi og hittum fólk sem ætlar að hoppa í sjóinn í kvöld og Magnús Hlynur tekur hús á skólabílstjóra sem býr til listaverk úr hlutum sem aðrir telja rusl.

Í Sportpakkanum hittum við markvörðinn og reynsluboltann Arnar Frey Ólafsson sem meiddist illa í leik með HK á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×