Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2024 12:07 Mohamad Thor Jóhannesson í Héraðsdómi Reykjaness þegar mál á hendur honum var þingfest. Þá hét hann Mohamad Kourani. Vísir Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. Margir ráku upp stór augu í gær þegar greint var frá því að Mohamad hefði skipt út Kourani-nafninu og tekið upp Thor Jóhannesson. Einhverjir hafa jafnvel velt því upp hvort það sé stæling á nafni fráfarandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar. Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál sem varða nafnbreytingar. Almennt sé reglan sú að hver sem er geti skipt um nafn. „Hver sem er, sem er með skráð lögheimili á Íslandi, getur óskað eftir nafnbreytingu til Þjóðskrár. Þá er hvert og eitt mál alltaf skoðað og athugað hvort það falli að skilyrðum mannanafnalaga, sem okkur ber að sjálfsögðu að starfa eftir. Þarna er það lögheimilisskráningin sem skiptir máli, því að um leið og þú ert kominn með lögheimili á Íslandi, þá gilda um þig íslensk lög.“ Þannig þurfi ekki íslenskan ríkisborgararétt til að geta tekið upp íslenskt nafn. Má bara breyta einu sinni Hún segir að samkvæmt mannanafnalögum geti hver og einn óskað eftir nafnabreytingu einu sinni. Þó séu gerðar undantekningar á því ef mikið ber undir. Þó telst það ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað. Undanþága heimilar að kenna sig við alls óskylda Þá sé hægt að velja hvaða eiginnafn sem er, sé það á mannanafnaskrá, en kenninafn lúti strangari skilyrðum. Aðeins sé heimilt að kenna sig við föður eða móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. „En í þessari grein í mannanafnalögum er undanþáguákvæði sem heimilar Þjóðskrá að samþykkja kenninafnsbreytingu sem fellur ekki undir ofangreint og þar er hvert og eitt tilvik metið. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Aðstæður fólks sem kalli á það geti verið alls konar og það sé engin ein skýr lína hvað það varðar. Framkvæmdin við beitingu undanþáguákvæðisins sé nokkuð ströng og háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Tengdar fréttir Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í gær þegar greint var frá því að Mohamad hefði skipt út Kourani-nafninu og tekið upp Thor Jóhannesson. Einhverjir hafa jafnvel velt því upp hvort það sé stæling á nafni fráfarandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar. Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál sem varða nafnbreytingar. Almennt sé reglan sú að hver sem er geti skipt um nafn. „Hver sem er, sem er með skráð lögheimili á Íslandi, getur óskað eftir nafnbreytingu til Þjóðskrár. Þá er hvert og eitt mál alltaf skoðað og athugað hvort það falli að skilyrðum mannanafnalaga, sem okkur ber að sjálfsögðu að starfa eftir. Þarna er það lögheimilisskráningin sem skiptir máli, því að um leið og þú ert kominn með lögheimili á Íslandi, þá gilda um þig íslensk lög.“ Þannig þurfi ekki íslenskan ríkisborgararétt til að geta tekið upp íslenskt nafn. Má bara breyta einu sinni Hún segir að samkvæmt mannanafnalögum geti hver og einn óskað eftir nafnabreytingu einu sinni. Þó séu gerðar undantekningar á því ef mikið ber undir. Þó telst það ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað. Undanþága heimilar að kenna sig við alls óskylda Þá sé hægt að velja hvaða eiginnafn sem er, sé það á mannanafnaskrá, en kenninafn lúti strangari skilyrðum. Aðeins sé heimilt að kenna sig við föður eða móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. „En í þessari grein í mannanafnalögum er undanþáguákvæði sem heimilar Þjóðskrá að samþykkja kenninafnsbreytingu sem fellur ekki undir ofangreint og þar er hvert og eitt tilvik metið. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Aðstæður fólks sem kalli á það geti verið alls konar og það sé engin ein skýr lína hvað það varðar. Framkvæmdin við beitingu undanþáguákvæðisins sé nokkuð ströng og háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu.
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Tengdar fréttir Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14
Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03