„Auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 12:20 Framkvæmdir í bænum munu hefjast eftir verslunarmannahelgi. Vísir/Arnar Enn er stefnt að umfangsmiklum framkvæmdum í Grindavík þrátt fyrir uppfært hættumat Veðurstofunnar sem segir mikla hættu á eldgosi innan bæjarmarkanna. Þetta segir formaður Grindavíkurnefndar en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna. Viðgerðir við götur og lagnir í Grindavík munu hefjast að öllu óbreyttu eftir verslunarmannahelgi. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir ekki koma til skoðunar að fresta framkvæmdunum vegna nýs hættumats Veðurstofunnar en að mikilvægt sé að tryggja viðunandi öryggisferla og verkferla áður en ráðist er í framkvæmdirnar. Hann segir marga Grindvíkinga óttaslegna vegna ástandsins. „Við erum búin að halda undirbúningsfund og setja á laggirnar ákveðið teymi sem mun halda utan um það sem farið verður í. Þar eru fulltrúar frá bænum og Vegagerðinni og verkfræðistofunum og líka fulltrúi úr framkvæmdanefndinni.“ Náttúran geti alltaf tekið völdin Árni ítrekar að mikilvægt sé að hafa til hliðsjónar sífelldar breytingar á svæðinu og að undirbúa sig vel fyrir næsta gos sem mun hefjast á næstu tveimur til þremur vikum. Í síðustu viku áttu framkvæmdir að hefjast á allra næstu dögum en Árni tekur fram að uppfært hættumat sem segir til um að mikil hætta sé á gosi innan Grindavíkur valdi ekki drætti á starfseminni heldur spili undirbúningur, efniskaup og sumarfrí þar inn í. „Það eru svona hlutir sem þarf að setja í gang og auglýsa eftir því. Svo það er hægt að fara í þannig undirbúning en beinlínis verklegar framkvæmdir við að fylla í sprungur, mér finnst ósennilegt að það verði ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi en ég ætla ekki að útiloka það. Síðan getur náttúran alltaf tekið af manni völdin og ákveðið að gera eitthvað og sett strik í reikninginn. Ég tala nú ekki um ef að einhver atburðarás fer af stað þá náttúrulega breyta menn áætlunum.“ Margir óttaslegnir Eldgos á svæðinu muni þó ekki alfarið útiloka framkvæmdir í bænum og bendir Árni á að ef það gýs fyrir utan varnargarðanna í öruggri fjarlægð hafi það ekki áhrif. Hann segir Grindvíkinga hafa blendnar tilfinningar gagnvart núverandi ástandi á svæðinu. „Það eru auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir yfir því hvernig þróunin verður en svo eru kannski aðrir sem eru rólegri yfir þessari atburðarás“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Sjá meira
Viðgerðir við götur og lagnir í Grindavík munu hefjast að öllu óbreyttu eftir verslunarmannahelgi. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir ekki koma til skoðunar að fresta framkvæmdunum vegna nýs hættumats Veðurstofunnar en að mikilvægt sé að tryggja viðunandi öryggisferla og verkferla áður en ráðist er í framkvæmdirnar. Hann segir marga Grindvíkinga óttaslegna vegna ástandsins. „Við erum búin að halda undirbúningsfund og setja á laggirnar ákveðið teymi sem mun halda utan um það sem farið verður í. Þar eru fulltrúar frá bænum og Vegagerðinni og verkfræðistofunum og líka fulltrúi úr framkvæmdanefndinni.“ Náttúran geti alltaf tekið völdin Árni ítrekar að mikilvægt sé að hafa til hliðsjónar sífelldar breytingar á svæðinu og að undirbúa sig vel fyrir næsta gos sem mun hefjast á næstu tveimur til þremur vikum. Í síðustu viku áttu framkvæmdir að hefjast á allra næstu dögum en Árni tekur fram að uppfært hættumat sem segir til um að mikil hætta sé á gosi innan Grindavíkur valdi ekki drætti á starfseminni heldur spili undirbúningur, efniskaup og sumarfrí þar inn í. „Það eru svona hlutir sem þarf að setja í gang og auglýsa eftir því. Svo það er hægt að fara í þannig undirbúning en beinlínis verklegar framkvæmdir við að fylla í sprungur, mér finnst ósennilegt að það verði ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi en ég ætla ekki að útiloka það. Síðan getur náttúran alltaf tekið af manni völdin og ákveðið að gera eitthvað og sett strik í reikninginn. Ég tala nú ekki um ef að einhver atburðarás fer af stað þá náttúrulega breyta menn áætlunum.“ Margir óttaslegnir Eldgos á svæðinu muni þó ekki alfarið útiloka framkvæmdir í bænum og bendir Árni á að ef það gýs fyrir utan varnargarðanna í öruggri fjarlægð hafi það ekki áhrif. Hann segir Grindvíkinga hafa blendnar tilfinningar gagnvart núverandi ástandi á svæðinu. „Það eru auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir yfir því hvernig þróunin verður en svo eru kannski aðrir sem eru rólegri yfir þessari atburðarás“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“