Loftefni hrundi í húsi sem fæst ekki uppkeypt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2024 17:46 Svona var aðkoman í húsinu í dag. Facebook Halla Kristín Sveinsdóttir Grindvíkingur rak upp stór augu þegar hún uppgötvaði að loftefni hefði hrunið til jarðar í aðalrými húss í hennar eigu við Borgarhraun í dag. Vegna þess að húsið er í eigu félags hennar fæst það ekki uppkeypt af Þórkötlu og Halla situr uppi með skuldirnar. „Þegar við opnum hurðina, þá er allt loftið hrunið út úr aðalrýminu,“ segir Halla í samtali við fréttastofu. Húsið er í eigu lítils félag sem hún og eiginmaður hennar reka og er jafnframt eina húsnæði félagsins. Hún segir forsögu málsins þá að sonur hennar hafi misst leiguhúsnæði sitt árið 2018 og verið á leið á götuna. Hún og Þórarinn eiginmaður hennar hafi þá brugðið á það ráð að kaupa einbýlishús í nafni félags þeirra sem sonurinn gæti flutt inn í ásamt konu sinni og tveimur ungum börnum. Sjálf hafi Halla og Þórarinn ekki haft efni á að kaupa húsið en félagið hafi getað það. Sonurinn hafi síðan leigt húsið af félaginu og stefnt á að kaupa það af félaginu árið 2024. Skuldir á skuldir ofan vegna hússins Þegar jarðhræringar og yfirvofandi eldgos steðjaði að í nóvember í fyrra flutti fjölskyldan út úr húsinu, sem er staðsett við Borgarhraun 21 í Grindavík, þar sem sigdalurinn vestan megin í bænum er staðsettur. Íbúi í nágrenninu sem flutti aftur í Grindavík í sagði við Höllu að lítið sem ekkert hefði verið um jarðskjálfta síðan. Höllu þykir líklegt að hrun loftefnisins hafi orsakast af því að jörðin sé á stöðugri hreyfingu í umræddum sigdal. Halla og Þórarinn hafa ekki dvalið í Grindavík síðan í nóvember í fyrra. Aðsend Halla segir að vegna þess að húsið er í eigu félags en ekki einstaklings fáist það ekki uppkeypt af fasteignafélaginu Þórkötlu. „Ég er svo reið yfir því að í upphafi er sagt í öllum fjölmiðlum að það verði tekið utan um alla Grindvíkinga og íbúðarhúsnæði þeirra við uppkaupin. En þetta er ekki rétt, vegna þess að þeir vilja ekki borga upp húsnæði sem lögaðili á ekki og fyrirtæki á,“ segir Halla. Húsið hafi ekki verið keypt af fyrirtækinu í gróðaskyni heldur til að hjálpa börnum hennar. Halla segist greiða hátt í fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði í útgjöld vegna hússins, inni í því séu tryggingar, vatn og rafmagn og afborganir á húsnæðisláninu. Í ofanálag sé hún að borga af láni vegna blokkaríbúðar sem þau keyptu á Álftanesi eftir að bærinn var rýmdur og heimili þeirra keypt upp. Halla veltir fyrir sér hver hefði borið ábyrgð hefðu orðið slys á fólki. Facebook Spyr hver bæri ábyrgð hefði einhver orðið undir Hún segir engan hafa dvalið í húsinu síðan í nóvember en Halla og Þórarinn hafi stefnt á að gera húsið fýsilegt fyrir veturinn. Þórarinn, sem starfar í Grindavík, stefndi á að gista þar þegar færðin milli Grindavíkur og höfuðborgarsvæðisins yrði slæm. „Ég vil bara fá uppkaup. Ég er brjáluð út af þessu, sérstaklega þegar maður kemur og sér þetta,“ segir Halla og vísar til skemmdanna. „Og maður spyr sig, hvað fer næst? Einhver veggur?“ segir Halla og spyr sig hver hefði borið ábyrgð hefði húsið verið í útleigu eða einhver inni í því þegar loftefnið hrundi. Hún segir uppkaup á eignum minni fyrirtækja nauðsynlega svo þau geti hafið störf á ný í bænum þegar kostur er á, annars blæði fyrirtækjunum út og þau fari í gjaldþrot. Halla segir allt hafa verið með kyrrum kjörum í húsinu þegar þau komu þangað þann 12. júlí. Þetta hafi hins vegar blasað við þeim hjónum þegar þau mættu þangað í dag.Facebook Erfitt að ná í Þórkötlu Halla gagnrýnir fasteignafélagið Þórkötlu fyrir slappt upplýsingaflæði. Til að mynda hafi hún fengið þær upplýsingar frá sýslumanni að hægt sé að fylla út svokallað undanþáguskjal til að fá undanþágu á sölunni. „Þetta undanþáguskjal er ekki inni á Þórkötlu-síðunni. Það hefur enginn getað sótt um undanþágu vegna uppkaupa,“ segir Halla. „Þú nærð ekki í neinn hjá Þórkötlu í síma. Þau svara engum tölvupósti, eða í það minnsta mjög illa. Og ef það varðar uppkaup, þá kemur svarið bara: Nei, Þórkatla mun ekki kaupa upp húsnæði lögaðila,“ bætir hún við. Hún segir húsnæðið hljóta að vera undanþágufært vegna þess að sonur hennar hafi ætlað að kaupa húsnæðið, og það hafi ekki verið notað undir neins konar rekstur. Þá biðlar hún til þeirra Grindvíkinga í svipuðum sporum að stíga fram og láta heyra í sér.„Látið heyra í ykkur, við Grindvíkingar þurfum að standa saman.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Tengdar fréttir „Takk Þórkatla fyrir ekki neitt“ Soffía Snædís Sveinsdóttir er fyrrverandi íbúi í Grindavík er ósátt hvernig gengur að gera upp við eigendur húsnæðis í Grindavík - hún vandar Þórkötlu ekki kveðjurnar. 5. apríl 2024 10:32 „Sérkennileg“ hækkun íbúðaverðs á tímum hárra vaxta Íbúðaverð hefur hækkað umfram verðbólgu á öllu landinu undanfarna mánuði. Þetta er sérkennileg þróun á tímum hárra vaxta að mati hagfræðings. 17. júlí 2024 19:16 Segja Grindavík alls ekki ónýta og vilja hleypa fólki inn Grindvíkingarnir Ómar Davíð Ólafsson og Þormar Ómarsson sem reka báðir fyrirtæki í Grindavík segja bæinn miklu heillegri en almenningur haldi. Þeir hvetja yfirvöld til að fjarlægja lokunarpósta og hleypa fólki inn í bæinn. 3. júlí 2024 15:53 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
„Þegar við opnum hurðina, þá er allt loftið hrunið út úr aðalrýminu,“ segir Halla í samtali við fréttastofu. Húsið er í eigu lítils félag sem hún og eiginmaður hennar reka og er jafnframt eina húsnæði félagsins. Hún segir forsögu málsins þá að sonur hennar hafi misst leiguhúsnæði sitt árið 2018 og verið á leið á götuna. Hún og Þórarinn eiginmaður hennar hafi þá brugðið á það ráð að kaupa einbýlishús í nafni félags þeirra sem sonurinn gæti flutt inn í ásamt konu sinni og tveimur ungum börnum. Sjálf hafi Halla og Þórarinn ekki haft efni á að kaupa húsið en félagið hafi getað það. Sonurinn hafi síðan leigt húsið af félaginu og stefnt á að kaupa það af félaginu árið 2024. Skuldir á skuldir ofan vegna hússins Þegar jarðhræringar og yfirvofandi eldgos steðjaði að í nóvember í fyrra flutti fjölskyldan út úr húsinu, sem er staðsett við Borgarhraun 21 í Grindavík, þar sem sigdalurinn vestan megin í bænum er staðsettur. Íbúi í nágrenninu sem flutti aftur í Grindavík í sagði við Höllu að lítið sem ekkert hefði verið um jarðskjálfta síðan. Höllu þykir líklegt að hrun loftefnisins hafi orsakast af því að jörðin sé á stöðugri hreyfingu í umræddum sigdal. Halla og Þórarinn hafa ekki dvalið í Grindavík síðan í nóvember í fyrra. Aðsend Halla segir að vegna þess að húsið er í eigu félags en ekki einstaklings fáist það ekki uppkeypt af fasteignafélaginu Þórkötlu. „Ég er svo reið yfir því að í upphafi er sagt í öllum fjölmiðlum að það verði tekið utan um alla Grindvíkinga og íbúðarhúsnæði þeirra við uppkaupin. En þetta er ekki rétt, vegna þess að þeir vilja ekki borga upp húsnæði sem lögaðili á ekki og fyrirtæki á,“ segir Halla. Húsið hafi ekki verið keypt af fyrirtækinu í gróðaskyni heldur til að hjálpa börnum hennar. Halla segist greiða hátt í fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði í útgjöld vegna hússins, inni í því séu tryggingar, vatn og rafmagn og afborganir á húsnæðisláninu. Í ofanálag sé hún að borga af láni vegna blokkaríbúðar sem þau keyptu á Álftanesi eftir að bærinn var rýmdur og heimili þeirra keypt upp. Halla veltir fyrir sér hver hefði borið ábyrgð hefðu orðið slys á fólki. Facebook Spyr hver bæri ábyrgð hefði einhver orðið undir Hún segir engan hafa dvalið í húsinu síðan í nóvember en Halla og Þórarinn hafi stefnt á að gera húsið fýsilegt fyrir veturinn. Þórarinn, sem starfar í Grindavík, stefndi á að gista þar þegar færðin milli Grindavíkur og höfuðborgarsvæðisins yrði slæm. „Ég vil bara fá uppkaup. Ég er brjáluð út af þessu, sérstaklega þegar maður kemur og sér þetta,“ segir Halla og vísar til skemmdanna. „Og maður spyr sig, hvað fer næst? Einhver veggur?“ segir Halla og spyr sig hver hefði borið ábyrgð hefði húsið verið í útleigu eða einhver inni í því þegar loftefnið hrundi. Hún segir uppkaup á eignum minni fyrirtækja nauðsynlega svo þau geti hafið störf á ný í bænum þegar kostur er á, annars blæði fyrirtækjunum út og þau fari í gjaldþrot. Halla segir allt hafa verið með kyrrum kjörum í húsinu þegar þau komu þangað þann 12. júlí. Þetta hafi hins vegar blasað við þeim hjónum þegar þau mættu þangað í dag.Facebook Erfitt að ná í Þórkötlu Halla gagnrýnir fasteignafélagið Þórkötlu fyrir slappt upplýsingaflæði. Til að mynda hafi hún fengið þær upplýsingar frá sýslumanni að hægt sé að fylla út svokallað undanþáguskjal til að fá undanþágu á sölunni. „Þetta undanþáguskjal er ekki inni á Þórkötlu-síðunni. Það hefur enginn getað sótt um undanþágu vegna uppkaupa,“ segir Halla. „Þú nærð ekki í neinn hjá Þórkötlu í síma. Þau svara engum tölvupósti, eða í það minnsta mjög illa. Og ef það varðar uppkaup, þá kemur svarið bara: Nei, Þórkatla mun ekki kaupa upp húsnæði lögaðila,“ bætir hún við. Hún segir húsnæðið hljóta að vera undanþágufært vegna þess að sonur hennar hafi ætlað að kaupa húsnæðið, og það hafi ekki verið notað undir neins konar rekstur. Þá biðlar hún til þeirra Grindvíkinga í svipuðum sporum að stíga fram og láta heyra í sér.„Látið heyra í ykkur, við Grindvíkingar þurfum að standa saman.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Tengdar fréttir „Takk Þórkatla fyrir ekki neitt“ Soffía Snædís Sveinsdóttir er fyrrverandi íbúi í Grindavík er ósátt hvernig gengur að gera upp við eigendur húsnæðis í Grindavík - hún vandar Þórkötlu ekki kveðjurnar. 5. apríl 2024 10:32 „Sérkennileg“ hækkun íbúðaverðs á tímum hárra vaxta Íbúðaverð hefur hækkað umfram verðbólgu á öllu landinu undanfarna mánuði. Þetta er sérkennileg þróun á tímum hárra vaxta að mati hagfræðings. 17. júlí 2024 19:16 Segja Grindavík alls ekki ónýta og vilja hleypa fólki inn Grindvíkingarnir Ómar Davíð Ólafsson og Þormar Ómarsson sem reka báðir fyrirtæki í Grindavík segja bæinn miklu heillegri en almenningur haldi. Þeir hvetja yfirvöld til að fjarlægja lokunarpósta og hleypa fólki inn í bæinn. 3. júlí 2024 15:53 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
„Takk Þórkatla fyrir ekki neitt“ Soffía Snædís Sveinsdóttir er fyrrverandi íbúi í Grindavík er ósátt hvernig gengur að gera upp við eigendur húsnæðis í Grindavík - hún vandar Þórkötlu ekki kveðjurnar. 5. apríl 2024 10:32
„Sérkennileg“ hækkun íbúðaverðs á tímum hárra vaxta Íbúðaverð hefur hækkað umfram verðbólgu á öllu landinu undanfarna mánuði. Þetta er sérkennileg þróun á tímum hárra vaxta að mati hagfræðings. 17. júlí 2024 19:16
Segja Grindavík alls ekki ónýta og vilja hleypa fólki inn Grindvíkingarnir Ómar Davíð Ólafsson og Þormar Ómarsson sem reka báðir fyrirtæki í Grindavík segja bæinn miklu heillegri en almenningur haldi. Þeir hvetja yfirvöld til að fjarlægja lokunarpósta og hleypa fólki inn í bæinn. 3. júlí 2024 15:53
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“