Ekki á því að yfirgefa Grindavík endanlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júlí 2024 18:53 Sölvi og Linda horfa til þess að flytja aftur til Grindavíkur. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að nýtt hættumat bendi til að miklar líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur á næstu vikum verður ráðist í framkvæmdir innan bæjarmarka eftir Verslunarmannahelgi. Brottfluttir íbúar eru bjartsýnir á að komast aftur heim. Margir Grindvíkingar eru fluttir til höfuðborgarinnar eða nærliggjandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við í dag bera þó þá von í brjósti að geta flutt aftur heim. Fréttastofa hitti til að mynda fyrir þau Sölva Guðnason og Lindu Björk Gunnarsdóttur, sem voru að tæma hús sitt í Grindavík. Þau hafa selt það Þórkötlu fasteignafélagi og komið sér fyrir í Njarðvík. „Við komum núna til að taka restina af dótinu. Svo er maður ekki alveg á því að yfirgefa þetta allt endanlega,“ segir Sölvi. Linda segir þau gjarnan vilja flytja aftur til Grindavíkur. „Þegar það verða komnir skólar og íþróttastarf, þá værum við alveg til í það,“ segir hún. Jakub Malodzinski tekur undir þetta. „Auðvitað vil ég koma aftur. Þetta er fallegasti bær á Íslandi. Ég vil ekki glata heimili mínu hér,“ segir hann. Fleiri Grindvíkingar sem fréttastofa ræddi við eru sama sinnis, en sjá má viðtöl við þá í spilaranum ofar í fréttinni. Jakub segir Grindavík vera fallegasta bæ landsins.Vísir/Sigurjón Líst vel á að byggja bæinn upp Allt að 300 manns starfa í Grindavík á hverjum degi, en samkvæmt uppfærðu hættumati eru taldar miklar líkur á að gjósa muni innan bæjarmarkanna. Almannavarnir segja að fyrirvari eldgoss gæti verið fáeinar mínútur. Þrátt fyrir það stendur til að ráðast í viðgerðir innan bæjarins eftir verslunarmannahelgi. Þeir íbúar sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að lítast vel á þær hugmyndir. „Bara ljómandi vel. Því fyrr því betra bara. Opna bæinn og svona,“ segir Vilhjálmur J. Lárusson, kokkur og rekstraraðili á Sjómannsstofunni Vör. Vilhjálmur hefur í nógu að snúast þrátt fyrir fámenni í bænum, en á veitingastaðinn kemur fjöldi þeirra sem vinna í bænum í hádegismat á hverjum degi. Vilhjálmur segir að byggja eigi upp bæinn eins fljótt og auðið er.Vísir/Sigurjón Fleiri taka í sama streng varðandi viðgerðir, en telja þó ráðlegt að bíða örlítið. „Það er frábært að það eigi að fara að laga bæinn. Ég ætla að flytja hingað aftur eftir nokkur ár. Ég ætla að stoppa stutt í bænum og koma aftur. En við mættum aðeins bíða með að fara af stað. En mér finnst alveg geðveikt að það eigi að fara að laga bæinn og gera hann aftur eins og hann var,“ segir Björgvin Björgvinsson. Björgvin er á því að stoppa aðeins stutt í bænum, og flytja svo aftur til Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að fyrirvari eldgoss gæti orðið afar skammur eru viðmælendur fréttastofu hvergi bangnir. „Ég er nú búinn að vera hérna meira og minna svona þegar það hefur mátt, allan tímann. Þetta truflar mig voða lítið,“ segir Bjarki Sigmarsson. Bjarki segist litlar áhyggjur hafa.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir fámenni í bænum þá er nóg að gera á Sjómannastofunni Vör í hádeginu, þar sem vinnandi fólk í Grindavík kemur til að næra sig.Vísir/Sigurjón Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Margir Grindvíkingar eru fluttir til höfuðborgarinnar eða nærliggjandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við í dag bera þó þá von í brjósti að geta flutt aftur heim. Fréttastofa hitti til að mynda fyrir þau Sölva Guðnason og Lindu Björk Gunnarsdóttur, sem voru að tæma hús sitt í Grindavík. Þau hafa selt það Þórkötlu fasteignafélagi og komið sér fyrir í Njarðvík. „Við komum núna til að taka restina af dótinu. Svo er maður ekki alveg á því að yfirgefa þetta allt endanlega,“ segir Sölvi. Linda segir þau gjarnan vilja flytja aftur til Grindavíkur. „Þegar það verða komnir skólar og íþróttastarf, þá værum við alveg til í það,“ segir hún. Jakub Malodzinski tekur undir þetta. „Auðvitað vil ég koma aftur. Þetta er fallegasti bær á Íslandi. Ég vil ekki glata heimili mínu hér,“ segir hann. Fleiri Grindvíkingar sem fréttastofa ræddi við eru sama sinnis, en sjá má viðtöl við þá í spilaranum ofar í fréttinni. Jakub segir Grindavík vera fallegasta bæ landsins.Vísir/Sigurjón Líst vel á að byggja bæinn upp Allt að 300 manns starfa í Grindavík á hverjum degi, en samkvæmt uppfærðu hættumati eru taldar miklar líkur á að gjósa muni innan bæjarmarkanna. Almannavarnir segja að fyrirvari eldgoss gæti verið fáeinar mínútur. Þrátt fyrir það stendur til að ráðast í viðgerðir innan bæjarins eftir verslunarmannahelgi. Þeir íbúar sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að lítast vel á þær hugmyndir. „Bara ljómandi vel. Því fyrr því betra bara. Opna bæinn og svona,“ segir Vilhjálmur J. Lárusson, kokkur og rekstraraðili á Sjómannsstofunni Vör. Vilhjálmur hefur í nógu að snúast þrátt fyrir fámenni í bænum, en á veitingastaðinn kemur fjöldi þeirra sem vinna í bænum í hádegismat á hverjum degi. Vilhjálmur segir að byggja eigi upp bæinn eins fljótt og auðið er.Vísir/Sigurjón Fleiri taka í sama streng varðandi viðgerðir, en telja þó ráðlegt að bíða örlítið. „Það er frábært að það eigi að fara að laga bæinn. Ég ætla að flytja hingað aftur eftir nokkur ár. Ég ætla að stoppa stutt í bænum og koma aftur. En við mættum aðeins bíða með að fara af stað. En mér finnst alveg geðveikt að það eigi að fara að laga bæinn og gera hann aftur eins og hann var,“ segir Björgvin Björgvinsson. Björgvin er á því að stoppa aðeins stutt í bænum, og flytja svo aftur til Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að fyrirvari eldgoss gæti orðið afar skammur eru viðmælendur fréttastofu hvergi bangnir. „Ég er nú búinn að vera hérna meira og minna svona þegar það hefur mátt, allan tímann. Þetta truflar mig voða lítið,“ segir Bjarki Sigmarsson. Bjarki segist litlar áhyggjur hafa.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir fámenni í bænum þá er nóg að gera á Sjómannastofunni Vör í hádeginu, þar sem vinnandi fólk í Grindavík kemur til að næra sig.Vísir/Sigurjón
Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira