Arna Ýr uppljóstrar um kostnað brúðkaupsins Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. júlí 2024 15:54 Arna Ýr og Vignir Þór héldu glæsilegt brúðkaup í júlí í fyrra. Brúðkaup Örnu Ýrar Jónsdóttur, fegurðardrottningar og hjúkrunarfræðinema, og eiginmanns hennar Vignis Þór Bollasonar kírópraktors, kostaði rúmar átta milljónir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti Stöllur í öllu sem er í umsjón Örnu Ýrar og Chrissie Thelmu. Arna Ýr og Vignir gengu í hjónaband 1. júlí 2023 og fór athöfnin fram í Háteigskirkju í Reykjavík. Veislan var haldin í sal Sjálands í Garðabæ þar sem ástinni var fagnað langt fram eftir kvöldi undir veislustjórn Evu Ruzu Miljevic. Arna Ýr og Vignir settu ekki upp kostnaðaráætlun fyrir brúðkaupið en dreifðu þess í stað kostnaðinum yfir átján mánaða tímabil. „Heildarkostnaðurinn var í kringum átta til níu miljónir en það er ekki alveg að marka þegar það fer yfir svona langt tímabil að kaupa hluti. Vissulega var þetta mikið og við ákváðum að gera þetta frekar en margt annað,“ segir Arna Ýr og bætir við: „Málið er að við vorum byrjuð svo snemma að greiða fyrir hina og þessa þjónustu. Auðvitað fann maður fyrir þessum kostnaði, þetta voru margar milljónir, það er heavy sko, en út af því að við byrjuðum einu og hálfu ári áður að borga staðfestningargjald fyrir salinn og ég var dugleg að kaupa eitthvað jafnt og þétt þá var þetta ekki jafn mikið högg.“ Ættu mögulega stærra heimili Arna Ýr segir að fólk ætti að geta haldið glæsileg brúðkaup fyrir mun minni fjárhæðir en að þau sjái ekki eftir peningnum. „Þetta er náttúrulega engin fjárfesting sko. Við búum í íbúð í dag, kannski ættum við öðruvísi heimili ef við hefðum ekki sett svona mikinn pening í þetta,“ segir Arna Ýr og hlær. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Arna Ýr er margfaldur sigurvegari fegurðarsamkeppna hér á landi en hún hampaði titilinum Ungfrú Ísland árið 2015 og vann sömuleiðis keppnina Miss Universe Iceland árið 2017. Vignir hefur getið sér góðs orðs sem kírópraktor en hann rekur stofuna Líf Kírópraktík. Saman eiga hjónin þrjú börn. Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Tengdar fréttir Arna Ýr Jónsdóttir er Ungfrú Ísland 2015 Keppnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. 5. september 2015 20:22 Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Arna Ýr hætt: „Ég er komin með þvílíkt upp í kok á þessu“ Arna Ýr, Ungfrú Ísland, kom heim til Íslands í nótt eftir erfiða daga og vikur í Las Vegas. Hún er hætt þáttöku í fegurðarsamkeppnum. 26. október 2016 20:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Fleiri fréttir Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Sjá meira
Arna Ýr og Vignir gengu í hjónaband 1. júlí 2023 og fór athöfnin fram í Háteigskirkju í Reykjavík. Veislan var haldin í sal Sjálands í Garðabæ þar sem ástinni var fagnað langt fram eftir kvöldi undir veislustjórn Evu Ruzu Miljevic. Arna Ýr og Vignir settu ekki upp kostnaðaráætlun fyrir brúðkaupið en dreifðu þess í stað kostnaðinum yfir átján mánaða tímabil. „Heildarkostnaðurinn var í kringum átta til níu miljónir en það er ekki alveg að marka þegar það fer yfir svona langt tímabil að kaupa hluti. Vissulega var þetta mikið og við ákváðum að gera þetta frekar en margt annað,“ segir Arna Ýr og bætir við: „Málið er að við vorum byrjuð svo snemma að greiða fyrir hina og þessa þjónustu. Auðvitað fann maður fyrir þessum kostnaði, þetta voru margar milljónir, það er heavy sko, en út af því að við byrjuðum einu og hálfu ári áður að borga staðfestningargjald fyrir salinn og ég var dugleg að kaupa eitthvað jafnt og þétt þá var þetta ekki jafn mikið högg.“ Ættu mögulega stærra heimili Arna Ýr segir að fólk ætti að geta haldið glæsileg brúðkaup fyrir mun minni fjárhæðir en að þau sjái ekki eftir peningnum. „Þetta er náttúrulega engin fjárfesting sko. Við búum í íbúð í dag, kannski ættum við öðruvísi heimili ef við hefðum ekki sett svona mikinn pening í þetta,“ segir Arna Ýr og hlær. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Arna Ýr er margfaldur sigurvegari fegurðarsamkeppna hér á landi en hún hampaði titilinum Ungfrú Ísland árið 2015 og vann sömuleiðis keppnina Miss Universe Iceland árið 2017. Vignir hefur getið sér góðs orðs sem kírópraktor en hann rekur stofuna Líf Kírópraktík. Saman eiga hjónin þrjú börn.
Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Tengdar fréttir Arna Ýr Jónsdóttir er Ungfrú Ísland 2015 Keppnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. 5. september 2015 20:22 Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Arna Ýr hætt: „Ég er komin með þvílíkt upp í kok á þessu“ Arna Ýr, Ungfrú Ísland, kom heim til Íslands í nótt eftir erfiða daga og vikur í Las Vegas. Hún er hætt þáttöku í fegurðarsamkeppnum. 26. október 2016 20:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Fleiri fréttir Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir er Ungfrú Ísland 2015 Keppnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. 5. september 2015 20:22
Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19
Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30
Arna Ýr hætt: „Ég er komin með þvílíkt upp í kok á þessu“ Arna Ýr, Ungfrú Ísland, kom heim til Íslands í nótt eftir erfiða daga og vikur í Las Vegas. Hún er hætt þáttöku í fegurðarsamkeppnum. 26. október 2016 20:00