Leikmenn í Bestu og Olís-deildunum bjóða upp á sálfræðiaðstoð fyrir íþróttafólk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2024 08:30 Hjálmtýr Alfreðsson og Viktor Örn Margeirsson starfa sem sálfræðingar meðfram því að spila í efstu deild í handbolta og fótbolta. vísir/arnar Íþróttamennirnir og sálfræðingarnir Hjálmtýr Alfreðsson og Viktor Örn Margeirsson hafa stofnað fyrirtækið Hugrænn styrkur þar sem þeir bjóða upp á sálfræðiaðstoð fyrir afreksfólk í íþróttum. „Þetta er sálfræðiþjónusta sem við erum að bjóða upp á sem miðar að því að veita þjónustu fyrir afreksfólk, aðallega í íþróttum en einnig á öðrum sviðum í lífinu. Þjónustan er fjölþætt,“ sagði Viktor í samtali við Vísi. Hugmyndin að fyrirtækinu er ekki ný en hún kviknaði á námsárum þeirra Viktors og Hjálmtýs. „Í raun er þetta er gömul hugmynd hjá okkur. Við kynntust þegar við vorum saman í grunnnámi fyrir sjö árum. Við fórum í gegnum námið og ákváðum að við vildum öðlast smá reynslu sem sálfræðingar. Við erum báðir úr íþróttunum og höfum alltaf haft þá hugmynd að koma okkur þar inn með sálfræðimenntunina,“ sagði Hjálmtýr. Viktor hefur verið lykilmaður í vörn Breiðabliks undanfarin ár. Hér hefur hann góðar gætur á Benóný Breka Andréssyni, framherja KR, í leik í Bestu deildinni á dögunum.vísir/hag En að hverjum er þjónustan miðuð? „Við höfum reynslu úr íþróttum og við getum miðlað af henni, þannig að íþróttafólki og mikið til ungu íþróttafólki sem getur nýtt sér þessa þjónustu. Við bjóðum upp á fræðslu í myndbandsformi, námskeið og fyrirlestra og síðan erum við sjálfir með einstaklingsviðtöl sem við tökum á stofunum sem við vinnum á,“ sagði Viktor. „Þetta er helst fyrir fólk sem er að leita sér að einhverjum verkfærum til að takast á við hausinn og kannski einhverjar erfiðar tilfinningar í tengslum við íþróttir eða eitthvað annað sem fólk er að reyna að skara fram úr í.“ Þótt umræðan og vinnan með andlegu hliðina sé mun meiri en fyrir nokkrum árum eru enn sóknarfæri á því sviði. „Við erum úr þessum íþróttaheimi og höfum séð að það vantar aðeins þarna upp á. Það er hægt að gera aðstoðina meiri og aðgengilegri fyrir fleiri,“ sagði Hjálmtýr en strákarnir ætla meðal annars að hasla sér völl á landsbyggðinni. „Við vitum að það er kannski ekki mikið aðgengi að þessu þar þannig við ætlum að reyna að finna einhverja lausn á því og hafa þetta fyrir fleiri.“ Hjálmtýr tók sér frí frá handbolta á síðasta tímabili en ætlar að reima skóna aftur á sig fyrir veturinn og spila með Stjörnunni í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Viktor segir að íþróttahreyfingin og félögin í landinu geti gert enn betur þegar kemur að aðstoð við andlega hlutann í íþróttum. „Við teljum klárlega að það sé pláss fyrir bætingu þarna. Það er kannski ekki langt síðan þessi umræða var bara tabú. Við erum með hlaðvarp, sem er hluti af þessu batteríi okkar, sem er að opna þessa umræðu. Kannski getur fólk speglað sig í íþróttahetjunum sínum, heyrt þau tala um andlega erfiðleika eða hvað sem það er,“ sagði Viktor. „Íþróttahreyfingin er klárlega að reyna og bæta í. En það klárlega töluvert í land og maður væri tilbúinn að sjá þetta sem jafn sjálfsagt og sjúkraþjálfun í íþróttafélögunum. Og fleiri framfaraskrefum komust vonandi við þangað.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
„Þetta er sálfræðiþjónusta sem við erum að bjóða upp á sem miðar að því að veita þjónustu fyrir afreksfólk, aðallega í íþróttum en einnig á öðrum sviðum í lífinu. Þjónustan er fjölþætt,“ sagði Viktor í samtali við Vísi. Hugmyndin að fyrirtækinu er ekki ný en hún kviknaði á námsárum þeirra Viktors og Hjálmtýs. „Í raun er þetta er gömul hugmynd hjá okkur. Við kynntust þegar við vorum saman í grunnnámi fyrir sjö árum. Við fórum í gegnum námið og ákváðum að við vildum öðlast smá reynslu sem sálfræðingar. Við erum báðir úr íþróttunum og höfum alltaf haft þá hugmynd að koma okkur þar inn með sálfræðimenntunina,“ sagði Hjálmtýr. Viktor hefur verið lykilmaður í vörn Breiðabliks undanfarin ár. Hér hefur hann góðar gætur á Benóný Breka Andréssyni, framherja KR, í leik í Bestu deildinni á dögunum.vísir/hag En að hverjum er þjónustan miðuð? „Við höfum reynslu úr íþróttum og við getum miðlað af henni, þannig að íþróttafólki og mikið til ungu íþróttafólki sem getur nýtt sér þessa þjónustu. Við bjóðum upp á fræðslu í myndbandsformi, námskeið og fyrirlestra og síðan erum við sjálfir með einstaklingsviðtöl sem við tökum á stofunum sem við vinnum á,“ sagði Viktor. „Þetta er helst fyrir fólk sem er að leita sér að einhverjum verkfærum til að takast á við hausinn og kannski einhverjar erfiðar tilfinningar í tengslum við íþróttir eða eitthvað annað sem fólk er að reyna að skara fram úr í.“ Þótt umræðan og vinnan með andlegu hliðina sé mun meiri en fyrir nokkrum árum eru enn sóknarfæri á því sviði. „Við erum úr þessum íþróttaheimi og höfum séð að það vantar aðeins þarna upp á. Það er hægt að gera aðstoðina meiri og aðgengilegri fyrir fleiri,“ sagði Hjálmtýr en strákarnir ætla meðal annars að hasla sér völl á landsbyggðinni. „Við vitum að það er kannski ekki mikið aðgengi að þessu þar þannig við ætlum að reyna að finna einhverja lausn á því og hafa þetta fyrir fleiri.“ Hjálmtýr tók sér frí frá handbolta á síðasta tímabili en ætlar að reima skóna aftur á sig fyrir veturinn og spila með Stjörnunni í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Viktor segir að íþróttahreyfingin og félögin í landinu geti gert enn betur þegar kemur að aðstoð við andlega hlutann í íþróttum. „Við teljum klárlega að það sé pláss fyrir bætingu þarna. Það er kannski ekki langt síðan þessi umræða var bara tabú. Við erum með hlaðvarp, sem er hluti af þessu batteríi okkar, sem er að opna þessa umræðu. Kannski getur fólk speglað sig í íþróttahetjunum sínum, heyrt þau tala um andlega erfiðleika eða hvað sem það er,“ sagði Viktor. „Íþróttahreyfingin er klárlega að reyna og bæta í. En það klárlega töluvert í land og maður væri tilbúinn að sjá þetta sem jafn sjálfsagt og sjúkraþjálfun í íþróttafélögunum. Og fleiri framfaraskrefum komust vonandi við þangað.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira