Gæti gosið á næstu dögum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2024 11:58 Það dregur til tíðinda á Reykjanesinu. Vísir/Sigurjón Spenna heldur áfram að aukast á Reykjanesi en nú hafa rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku safnast undir Svartsengi. Veðurstofa Íslands varar við því að kvikuhlaup án eldgoss nægi til að skapa hættu og valda tjóni í Grindavík en því fylgi jarðskjálftar og sprungur. Hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Reykjanes og Grindavík helst óbreytt frá síðustu viku vegna yfirvofandi eldgoss. Talið er að eldgos geti hafist hvað úr hverju á næstu sjö til tíu dögum en náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands segir að aukin jarðskjálftavirkni á svæðinu bendi til þess að það dragi senn til tíðinda. „GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúksgígaröðinni í gær, eru það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Kvikuhlaup án eldgoss gæti valdið tjóni „Þetta eru svona 20 til 30 skjálftar sem eru að mælast í kvikuganginum og það er bara áframhaldandi uppbygging á spennu á svæðinu sem við sjáum í þessari aukningu á skjálftum. Kvikuhólfslíkön sýna að það gæti gosið hvað úr hverju.“ Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, sem tekur fram að rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi en Veðurstofan telur að 16 til 19 milljón rúmmetra þurfi til að koma af stað kvikuhlaupi eða eldgosi og gæti það því gerst hvenær sem er. Jóhanna bendir á að kvikuhlaup án eldgoss geti jafnvel skapað hættu og valdið tjóni í Grindavík. „Eins og til dæmis gerðist 10. nóvember þá varð kvikuhlaup án þess að það kæmi til eldgoss og við sáum nú hvað það gerði við Grindavík. Það veldur mikilli sprungufærslu þó það komi ekki til eldgoss. Það er í raun þessi aflögun þegar að kvikan er að þrýstast inn í kvikuganginn þá verður eitthvað að gefa eftir.“ Smáskjálftavirkni á svæðinu Smáskjálftavirkni mældist á svæðinu í gær og stóð yfir í um 50 mínútur en Jóhanna segir það merki um aukin þrýsting og spennu á svæðinu sem þurfi að losa um með einum eða öðrum hætti. „Þetta gæti hafa verið kvika að reyna komast af stað en hún hefur ekki komist langt.“ Þetta er þá merki um einhverja kvikuhreyfingu á svæðinu? „Já þetta er klárlega merki um að þarna er mikil spenna sem gæti brostið hvað úr hverju.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Reykjanes og Grindavík helst óbreytt frá síðustu viku vegna yfirvofandi eldgoss. Talið er að eldgos geti hafist hvað úr hverju á næstu sjö til tíu dögum en náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands segir að aukin jarðskjálftavirkni á svæðinu bendi til þess að það dragi senn til tíðinda. „GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúksgígaröðinni í gær, eru það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Kvikuhlaup án eldgoss gæti valdið tjóni „Þetta eru svona 20 til 30 skjálftar sem eru að mælast í kvikuganginum og það er bara áframhaldandi uppbygging á spennu á svæðinu sem við sjáum í þessari aukningu á skjálftum. Kvikuhólfslíkön sýna að það gæti gosið hvað úr hverju.“ Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, sem tekur fram að rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi en Veðurstofan telur að 16 til 19 milljón rúmmetra þurfi til að koma af stað kvikuhlaupi eða eldgosi og gæti það því gerst hvenær sem er. Jóhanna bendir á að kvikuhlaup án eldgoss geti jafnvel skapað hættu og valdið tjóni í Grindavík. „Eins og til dæmis gerðist 10. nóvember þá varð kvikuhlaup án þess að það kæmi til eldgoss og við sáum nú hvað það gerði við Grindavík. Það veldur mikilli sprungufærslu þó það komi ekki til eldgoss. Það er í raun þessi aflögun þegar að kvikan er að þrýstast inn í kvikuganginn þá verður eitthvað að gefa eftir.“ Smáskjálftavirkni á svæðinu Smáskjálftavirkni mældist á svæðinu í gær og stóð yfir í um 50 mínútur en Jóhanna segir það merki um aukin þrýsting og spennu á svæðinu sem þurfi að losa um með einum eða öðrum hætti. „Þetta gæti hafa verið kvika að reyna komast af stað en hún hefur ekki komist langt.“ Þetta er þá merki um einhverja kvikuhreyfingu á svæðinu? „Já þetta er klárlega merki um að þarna er mikil spenna sem gæti brostið hvað úr hverju.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira