Innlent

Um­deild um­mæli, líkur á gosi og truflandi skilti

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Vararíkissaksóknari telur sig ekki hafa farið yfir strikið þegar hann ræddi um dóm yfir brotamanni sem hafði átt í hótunum við hann. Ríkissaksóknari hefur vísað máli hans til ráðherra. Hann gefur lítið fyrir áminningu sem hann fékk fyrir önnur ummæli.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Helga Magnús vararíkissaksóknara og einnig þingmann Miðflokksins sem hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi í landinu.

Þrjár ungar stúlkur eru látnar eftir stunguárás í borginni Southport í Englandi. Forsætistráðherra segir þjóðina í áfalli en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum.

Auknar líkur eru taldar á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum og þrýstingur er að byggjast upp undir Svartsengi. Fyrirvarinn gæti orðið skammur og við ræðum við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing í beinni um stöðuna.

Þá heyrum við einnig í þeim sem sjá um viðgerðir á hringveginum eftir hlaupið í Mýrdalsjökli, heyrum í Vegagerðinni um truflandi ljósaskilti, tökum stöðuna á lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir þjóðhátíð og kíkjum á eina elstu og minnstu rakarastofu landsins.

Í Sportpakkanum verður farið yfir gengi Íslendinga á Ólympíuleikunum tap Breiðabliks í Kósóvó í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×