Ofbeldi verði að lokum eina svarið gegn „cancel culture og vók hyski“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 06:22 Ingó Veðurguð hefur verið sakaður um að vilja þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook í gærkvöldi. Tilefnið er gagnrýni sem hefur blossað upp á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar Skógarbaðanna að efna til tónleika með Ingólfi um verslunarmannahelgina. Ákvörðunin hefur meðal annars verið rædd í Baráttuhóp gegn ofbeldismenningu á Facebook, sem telur 16.300 meðlimi. Í Facebook-færslu sinni deilir Ingólfur skjáskotum af Facebook-síðu Skógarbaðanna, þar sem margir segjast munu sniðganga Skógarböðin sökum tónleikanna. „Eruð þið með fasta tímasetningu þar sem hann verður ekki á svæðinu?“ spyr einn. Ingólfur segir nú þrjú ár frá því að „einhver bylgja fór af stað um að ég væri einhver versti níðingur“. Bylgjan hafi byggt á nafnlausum sögum þriðja aðila og fjölmiðlar ákveðið að birta. Aðgerðahópurinn Öfgar birti á sínum tíma nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmanns sem var ekki bókstaflega nafngreindur. Ingólfur sendi hópnum kröfugerð í kjölfarið. „Þetta hefur tekið á bæði mig og alla mína fjölskyldu og vini en ég ákvað í upphafi að halda mínu striki þar sem timinn myndi leiða í ljós að ég var aldrei í þessum hræðilegu hlutum og þetta væri dæmi um nafnlaust bull sem varð að snjóflóði. Ég tel það hafa komið ágætlega í ljós þó erfitt sé að sanna sakleysi sitt,“ segir Ingólfur. Aðeins ein kona hafi nafngreint hann í tengslum við ofbeldisbrot en í ljós hafi komið að hún hafi „logið í hvert sinn sem hún opnaði munninn,“ segir Ingólfur. „Mig langar til þess að henda því út í kosmósið að samfélagið okkar reyni að hugsa það til enda þegar mannorðsmorð á internetinu eru daglegt brauð. Ég á ungan strák sem á ekki að þurfa að lesa svona viðbjóð frá andlega veiku fólki. Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið. Ég varð að koma þessu frá mér því einhverntimann hlýtur nóg að verða nóg,“ segir tónlistarmaðurinn að lokum. Færsla Ingólfs hefur þegar vakið reiði á samfélagsmiðlum, þar sem hann er meðal annars sakaður um að freista þess að þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“. Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tónlist Akureyri Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Tilefnið er gagnrýni sem hefur blossað upp á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar Skógarbaðanna að efna til tónleika með Ingólfi um verslunarmannahelgina. Ákvörðunin hefur meðal annars verið rædd í Baráttuhóp gegn ofbeldismenningu á Facebook, sem telur 16.300 meðlimi. Í Facebook-færslu sinni deilir Ingólfur skjáskotum af Facebook-síðu Skógarbaðanna, þar sem margir segjast munu sniðganga Skógarböðin sökum tónleikanna. „Eruð þið með fasta tímasetningu þar sem hann verður ekki á svæðinu?“ spyr einn. Ingólfur segir nú þrjú ár frá því að „einhver bylgja fór af stað um að ég væri einhver versti níðingur“. Bylgjan hafi byggt á nafnlausum sögum þriðja aðila og fjölmiðlar ákveðið að birta. Aðgerðahópurinn Öfgar birti á sínum tíma nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmanns sem var ekki bókstaflega nafngreindur. Ingólfur sendi hópnum kröfugerð í kjölfarið. „Þetta hefur tekið á bæði mig og alla mína fjölskyldu og vini en ég ákvað í upphafi að halda mínu striki þar sem timinn myndi leiða í ljós að ég var aldrei í þessum hræðilegu hlutum og þetta væri dæmi um nafnlaust bull sem varð að snjóflóði. Ég tel það hafa komið ágætlega í ljós þó erfitt sé að sanna sakleysi sitt,“ segir Ingólfur. Aðeins ein kona hafi nafngreint hann í tengslum við ofbeldisbrot en í ljós hafi komið að hún hafi „logið í hvert sinn sem hún opnaði munninn,“ segir Ingólfur. „Mig langar til þess að henda því út í kosmósið að samfélagið okkar reyni að hugsa það til enda þegar mannorðsmorð á internetinu eru daglegt brauð. Ég á ungan strák sem á ekki að þurfa að lesa svona viðbjóð frá andlega veiku fólki. Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið. Ég varð að koma þessu frá mér því einhverntimann hlýtur nóg að verða nóg,“ segir tónlistarmaðurinn að lokum. Færsla Ingólfs hefur þegar vakið reiði á samfélagsmiðlum, þar sem hann er meðal annars sakaður um að freista þess að þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“.
„Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“.
Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tónlist Akureyri Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira