Ofbeldi verði að lokum eina svarið gegn „cancel culture og vók hyski“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 06:22 Ingó Veðurguð hefur verið sakaður um að vilja þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook í gærkvöldi. Tilefnið er gagnrýni sem hefur blossað upp á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar Skógarbaðanna að efna til tónleika með Ingólfi um verslunarmannahelgina. Ákvörðunin hefur meðal annars verið rædd í Baráttuhóp gegn ofbeldismenningu á Facebook, sem telur 16.300 meðlimi. Í Facebook-færslu sinni deilir Ingólfur skjáskotum af Facebook-síðu Skógarbaðanna, þar sem margir segjast munu sniðganga Skógarböðin sökum tónleikanna. „Eruð þið með fasta tímasetningu þar sem hann verður ekki á svæðinu?“ spyr einn. Ingólfur segir nú þrjú ár frá því að „einhver bylgja fór af stað um að ég væri einhver versti níðingur“. Bylgjan hafi byggt á nafnlausum sögum þriðja aðila og fjölmiðlar ákveðið að birta. Aðgerðahópurinn Öfgar birti á sínum tíma nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmanns sem var ekki bókstaflega nafngreindur. Ingólfur sendi hópnum kröfugerð í kjölfarið. „Þetta hefur tekið á bæði mig og alla mína fjölskyldu og vini en ég ákvað í upphafi að halda mínu striki þar sem timinn myndi leiða í ljós að ég var aldrei í þessum hræðilegu hlutum og þetta væri dæmi um nafnlaust bull sem varð að snjóflóði. Ég tel það hafa komið ágætlega í ljós þó erfitt sé að sanna sakleysi sitt,“ segir Ingólfur. Aðeins ein kona hafi nafngreint hann í tengslum við ofbeldisbrot en í ljós hafi komið að hún hafi „logið í hvert sinn sem hún opnaði munninn,“ segir Ingólfur. „Mig langar til þess að henda því út í kosmósið að samfélagið okkar reyni að hugsa það til enda þegar mannorðsmorð á internetinu eru daglegt brauð. Ég á ungan strák sem á ekki að þurfa að lesa svona viðbjóð frá andlega veiku fólki. Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið. Ég varð að koma þessu frá mér því einhverntimann hlýtur nóg að verða nóg,“ segir tónlistarmaðurinn að lokum. Færsla Ingólfs hefur þegar vakið reiði á samfélagsmiðlum, þar sem hann er meðal annars sakaður um að freista þess að þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“. Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tónlist Akureyri Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Tilefnið er gagnrýni sem hefur blossað upp á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar Skógarbaðanna að efna til tónleika með Ingólfi um verslunarmannahelgina. Ákvörðunin hefur meðal annars verið rædd í Baráttuhóp gegn ofbeldismenningu á Facebook, sem telur 16.300 meðlimi. Í Facebook-færslu sinni deilir Ingólfur skjáskotum af Facebook-síðu Skógarbaðanna, þar sem margir segjast munu sniðganga Skógarböðin sökum tónleikanna. „Eruð þið með fasta tímasetningu þar sem hann verður ekki á svæðinu?“ spyr einn. Ingólfur segir nú þrjú ár frá því að „einhver bylgja fór af stað um að ég væri einhver versti níðingur“. Bylgjan hafi byggt á nafnlausum sögum þriðja aðila og fjölmiðlar ákveðið að birta. Aðgerðahópurinn Öfgar birti á sínum tíma nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmanns sem var ekki bókstaflega nafngreindur. Ingólfur sendi hópnum kröfugerð í kjölfarið. „Þetta hefur tekið á bæði mig og alla mína fjölskyldu og vini en ég ákvað í upphafi að halda mínu striki þar sem timinn myndi leiða í ljós að ég var aldrei í þessum hræðilegu hlutum og þetta væri dæmi um nafnlaust bull sem varð að snjóflóði. Ég tel það hafa komið ágætlega í ljós þó erfitt sé að sanna sakleysi sitt,“ segir Ingólfur. Aðeins ein kona hafi nafngreint hann í tengslum við ofbeldisbrot en í ljós hafi komið að hún hafi „logið í hvert sinn sem hún opnaði munninn,“ segir Ingólfur. „Mig langar til þess að henda því út í kosmósið að samfélagið okkar reyni að hugsa það til enda þegar mannorðsmorð á internetinu eru daglegt brauð. Ég á ungan strák sem á ekki að þurfa að lesa svona viðbjóð frá andlega veiku fólki. Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið. Ég varð að koma þessu frá mér því einhverntimann hlýtur nóg að verða nóg,“ segir tónlistarmaðurinn að lokum. Færsla Ingólfs hefur þegar vakið reiði á samfélagsmiðlum, þar sem hann er meðal annars sakaður um að freista þess að þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“.
„Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“.
Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tónlist Akureyri Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira