Innlent

Leit við Kerlingar­fjöll og vara­for­seta­efni Kamölu Harris

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Í kvöldfréttunum verðum við í beinni útsendingu frá Kerlingarfjöllum, þar sem umfangsmikil leit hefur staðið yfir síðan í gærkvöldi að tveimur erlendum feðramönnum, sem taldir eru sitja fastir í helli á svæðinu.

Við kíkjum í heimsókn í Kvennaathvarfið en aukning hefur orðið í komum þangað síðustu mánuði. Rúmlega þrjátíu konur hafa dvalið þar yfir sumartímann.

Við fjöllum um val Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, á varaforsetaefni. Friðjón Friðjónsson kemur í settið til að fara yfir stöðuna fyrir forsetakosningarnar.

Við verðum í beinni útsendingu frá opnunarhátíð Hinsegin daga í Grósku.

Klippa: Kvöldfréttir 6. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×