„Þannig að við erum ekki gift“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2024 11:02 Nadine Guðrún og Snorri giftu sig með pompi og prakt á Siglufirði í sumar. Blik studio Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum Segðu mér í umsjón Viktoríu Hermannsdóttur þar sem Nadine er gestur. Þau Snorri og Nadine giftu sig með sannkölluðu pompi og prakt á Siglufirði í sumar svo athygli vakti. „Svo var að koma í ljós að við erum ekki gift, við þurfum að fara út til Katar að sækja frumrit af fæðingarvottorðinu mínu af því að Þjóðskrá vill ekki gifta okkur,“ segir Nadine í þættinum. Vísir hefur sent Þjóðskrá og Sýslumanni fyrirspurn vegna málsins. Fær vottorðið ekki í pósti Hún útskýrir að hún hafi fæðst á spítala í Doha í Katar. Þegar maður gifti sig þurfi að skila inn pappírum til Sýslumanns. „Svo bara fæ ég þær fréttir að fæðingarvottorðið mitt sem er bara eitthvað skjáskot af einhverju sem við fengum sent þaðan nægir ekki, þau þurfa frumritið. Það þarf að senda mér það í bréfpósti en spítalinn úti vill ekki gera það,“ útskýrir Nadine. Þess í stað er ætlast til þess að Nadine mæti á svæðið. Því stefnir allt í að Nadine muni þurfa að ferðast utan til Katar ætli hún að fá hjónaband sitt og Snorra lögfest. Hún segir að svo gæti farið að brúðkaupsferð þeirra verði farin þangað. Bæði fermd og skírð á Íslandi „Mér finnst þetta ógeðslega skrítið af því að ég er bæði fermd og skírð á Íslandi en allt í einu núna þurfa þau eitthvað fæðingarvottorð. Þannig þetta er búið að vera pínu drama,“ segir Nadine í þættinum. Þetta hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir brúðkaupið. Þá sá Nadine á svörum frá embættunum í tölvupósti að sjálft frumritið af fæðingarvottorðinu þyrfti til. „Ég hélt bara að þetta hefði allt gengið þangað til að ég fattaði að svo er ekki. Þannig að við erum ekki gift. Þetta var bara allt eitthvað leikrit,“ segir Nadine í gríni. Brúðkaup Ástin og lífið Tengdar fréttir Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. 27. apríl 2024 14:03 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtalsþættinum Segðu mér í umsjón Viktoríu Hermannsdóttur þar sem Nadine er gestur. Þau Snorri og Nadine giftu sig með sannkölluðu pompi og prakt á Siglufirði í sumar svo athygli vakti. „Svo var að koma í ljós að við erum ekki gift, við þurfum að fara út til Katar að sækja frumrit af fæðingarvottorðinu mínu af því að Þjóðskrá vill ekki gifta okkur,“ segir Nadine í þættinum. Vísir hefur sent Þjóðskrá og Sýslumanni fyrirspurn vegna málsins. Fær vottorðið ekki í pósti Hún útskýrir að hún hafi fæðst á spítala í Doha í Katar. Þegar maður gifti sig þurfi að skila inn pappírum til Sýslumanns. „Svo bara fæ ég þær fréttir að fæðingarvottorðið mitt sem er bara eitthvað skjáskot af einhverju sem við fengum sent þaðan nægir ekki, þau þurfa frumritið. Það þarf að senda mér það í bréfpósti en spítalinn úti vill ekki gera það,“ útskýrir Nadine. Þess í stað er ætlast til þess að Nadine mæti á svæðið. Því stefnir allt í að Nadine muni þurfa að ferðast utan til Katar ætli hún að fá hjónaband sitt og Snorra lögfest. Hún segir að svo gæti farið að brúðkaupsferð þeirra verði farin þangað. Bæði fermd og skírð á Íslandi „Mér finnst þetta ógeðslega skrítið af því að ég er bæði fermd og skírð á Íslandi en allt í einu núna þurfa þau eitthvað fæðingarvottorð. Þannig þetta er búið að vera pínu drama,“ segir Nadine í þættinum. Þetta hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir brúðkaupið. Þá sá Nadine á svörum frá embættunum í tölvupósti að sjálft frumritið af fæðingarvottorðinu þyrfti til. „Ég hélt bara að þetta hefði allt gengið þangað til að ég fattaði að svo er ekki. Þannig að við erum ekki gift. Þetta var bara allt eitthvað leikrit,“ segir Nadine í gríni.
Brúðkaup Ástin og lífið Tengdar fréttir Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. 27. apríl 2024 14:03 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Sjá meira
Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. 27. apríl 2024 14:03
Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00
Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58