Viðskipti innlent

Klara nýr for­stöðu­maður hjá RSV

Lovísa Arnardóttir skrifar
Klara kemur frá heildversluninni Petrmark.
Klara kemur frá heildversluninni Petrmark. Aðsend

Klara Símonardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar (RSV) en hún hefur starfað í verslunargeiranum í áraraðir ásamt því að hafa bakgrunn úr markaðsrannsóknum.

Í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar kemur fram að Klara komi til Rannsóknarsetursins frá heildversluninni Petmark, þar sem hún hef starfað síðustu ár sem framkvæmdastjóri ásamt því að stýra sölu- og markaðsmálum.

„Það er fengur fyrir Rannsóknarsetrið að fá Klöru inn í hlutverk forstöðumanns en hún hefur stjórnunarreynslu úr íslenskri verslun og þekkingu á þörfum verslunarinnar á gögnum og hagnýtingu þeirra en einnig hefur hún bakgrunn úr markaðsrannsóknum og útgáfu sem kemur til með að nýtast afar vel við þróun starfseminnar,“ segir María Jóna Magnúsdóttir formaður stjórnar RSV í tilkynningu.

Klara starfaði áður hjá Hundaræktarfélag Íslands, Capacent Gallup og Fjölva útgáfu en stundar MBA nám við Háskólann í Reykjavík og hefur lokið BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Klara mun leiða starfsemi Rannsóknarsetursins og koma að frekari vöruþróun og uppbyggingu starfseminnar.

Rannsóknarsetur verslunarinnar var stofnað árið 2004. Að því standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, VR, Samtök verslunar og þjónustu og Háskólinn á Bifröst. RSV er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar og gegnir RSV lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun þurfa á að halda í ákvarðanatöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×