„Það venst illa að tapa fótboltaleikjum“ Hinrik Wöhler skrifar 9. ágúst 2024 21:20 Það stefnir allt í krefjandi fallbaráttu hjá Gunnari Magnúsi og leikmönnum hans hjá Fylki. vísir / anton brink Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fór tómhentur heim úr Hafnarfirði í kvöld en Árbæingar töpuðu 3-1 á móti FH í Bestu deild kvenna. Gunnar fannst spilamennskan ganga upp og ofan en var fyrst og fremst svekktur með niðurstöðuna. „Hún var köflótt, við áttum ágætis kafla en töpuðum baráttunni. Ég er hundsvekktur og súr með það, það venst illa að tapa fótboltaleikjum.“ Fylkir náði ekki að skapa sér mikið úr opnum leik en hættulegustu færi þeirra var úr föstum leikatriðum og náði liðið að minnka muninn undir lok leiks en nær komust þær ekki. Guðrún Karítas Sigurðardóttir var ekki með liðinu í kvöld og fannst Gunnari muna um hana. „Það vantaði mikið bit í sóknarleikinn, klárlega. Við söknuðum hennar og fleiri leikmanna. Við erum ekkert alltof rík af leikmönnum fram á við, meiðslalistinn er langur og mest af þeim eru sóknarmenn. Eins og ég segi, svona er þessi bolti, við erum með nóg af leikmönnum og stóran hóp. Það bara koma aðrar og gera sitt. Þetta var erfitt fram á við,“ sagði Gunnar um sóknarleikinn. Dómaratríóið var undir pari FH skoraði mark úr vítaspyrnu á 70. mínútu þegar Helga Guðrún Kristinsdóttir handlék boltann í vítateignum. Gunnar var þó á öðru máli en dómari leiksins, Ásmundur Þór Sveinsson. „Þetta var þrumuskot og eins og þetta sást fyrir mér þá bara stendur hún og fær þrumubolta í eðlilegri stöðu. Veit ekki hvort að boltinn var á leiðinni í netið eða hvað þá er eflaust hægt að flokka það sem víti,“ sagði Gunnar um atvikið á 70. mínútu. „Ég er ekki vanur því að kvarta yfir dómurunum en það bara eins og leikmenn og við þjálfararnir að við eigum okkar slæmu daga. Þeir áttu virkilega slæman dag, engin lína en ekkert sem hallaði á eða skipti sköpum fyrir úrslit leiksins. Bara leiðinlegt á þessu stigi í efstu deild að fá ekki betri frammistöðu frá dómurunum,“ bætti Gunnar við. Þrátt fyrir meiðsli þá ætlar Gunnar ekki að bæta í hópinn en opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna til og með 13. ágúst. „Við erum bara keyra á þennan hóp. Þetta er meira og minna liðið sem kom upp hjá okkur fyrra. Það er ekki á teikniborðinu eins og staðan er,“ sagði Gunnar að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Gunnar fannst spilamennskan ganga upp og ofan en var fyrst og fremst svekktur með niðurstöðuna. „Hún var köflótt, við áttum ágætis kafla en töpuðum baráttunni. Ég er hundsvekktur og súr með það, það venst illa að tapa fótboltaleikjum.“ Fylkir náði ekki að skapa sér mikið úr opnum leik en hættulegustu færi þeirra var úr föstum leikatriðum og náði liðið að minnka muninn undir lok leiks en nær komust þær ekki. Guðrún Karítas Sigurðardóttir var ekki með liðinu í kvöld og fannst Gunnari muna um hana. „Það vantaði mikið bit í sóknarleikinn, klárlega. Við söknuðum hennar og fleiri leikmanna. Við erum ekkert alltof rík af leikmönnum fram á við, meiðslalistinn er langur og mest af þeim eru sóknarmenn. Eins og ég segi, svona er þessi bolti, við erum með nóg af leikmönnum og stóran hóp. Það bara koma aðrar og gera sitt. Þetta var erfitt fram á við,“ sagði Gunnar um sóknarleikinn. Dómaratríóið var undir pari FH skoraði mark úr vítaspyrnu á 70. mínútu þegar Helga Guðrún Kristinsdóttir handlék boltann í vítateignum. Gunnar var þó á öðru máli en dómari leiksins, Ásmundur Þór Sveinsson. „Þetta var þrumuskot og eins og þetta sást fyrir mér þá bara stendur hún og fær þrumubolta í eðlilegri stöðu. Veit ekki hvort að boltinn var á leiðinni í netið eða hvað þá er eflaust hægt að flokka það sem víti,“ sagði Gunnar um atvikið á 70. mínútu. „Ég er ekki vanur því að kvarta yfir dómurunum en það bara eins og leikmenn og við þjálfararnir að við eigum okkar slæmu daga. Þeir áttu virkilega slæman dag, engin lína en ekkert sem hallaði á eða skipti sköpum fyrir úrslit leiksins. Bara leiðinlegt á þessu stigi í efstu deild að fá ekki betri frammistöðu frá dómurunum,“ bætti Gunnar við. Þrátt fyrir meiðsli þá ætlar Gunnar ekki að bæta í hópinn en opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna til og með 13. ágúst. „Við erum bara keyra á þennan hóp. Þetta er meira og minna liðið sem kom upp hjá okkur fyrra. Það er ekki á teikniborðinu eins og staðan er,“ sagði Gunnar að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira