„Það venst illa að tapa fótboltaleikjum“ Hinrik Wöhler skrifar 9. ágúst 2024 21:20 Það stefnir allt í krefjandi fallbaráttu hjá Gunnari Magnúsi og leikmönnum hans hjá Fylki. vísir / anton brink Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fór tómhentur heim úr Hafnarfirði í kvöld en Árbæingar töpuðu 3-1 á móti FH í Bestu deild kvenna. Gunnar fannst spilamennskan ganga upp og ofan en var fyrst og fremst svekktur með niðurstöðuna. „Hún var köflótt, við áttum ágætis kafla en töpuðum baráttunni. Ég er hundsvekktur og súr með það, það venst illa að tapa fótboltaleikjum.“ Fylkir náði ekki að skapa sér mikið úr opnum leik en hættulegustu færi þeirra var úr föstum leikatriðum og náði liðið að minnka muninn undir lok leiks en nær komust þær ekki. Guðrún Karítas Sigurðardóttir var ekki með liðinu í kvöld og fannst Gunnari muna um hana. „Það vantaði mikið bit í sóknarleikinn, klárlega. Við söknuðum hennar og fleiri leikmanna. Við erum ekkert alltof rík af leikmönnum fram á við, meiðslalistinn er langur og mest af þeim eru sóknarmenn. Eins og ég segi, svona er þessi bolti, við erum með nóg af leikmönnum og stóran hóp. Það bara koma aðrar og gera sitt. Þetta var erfitt fram á við,“ sagði Gunnar um sóknarleikinn. Dómaratríóið var undir pari FH skoraði mark úr vítaspyrnu á 70. mínútu þegar Helga Guðrún Kristinsdóttir handlék boltann í vítateignum. Gunnar var þó á öðru máli en dómari leiksins, Ásmundur Þór Sveinsson. „Þetta var þrumuskot og eins og þetta sást fyrir mér þá bara stendur hún og fær þrumubolta í eðlilegri stöðu. Veit ekki hvort að boltinn var á leiðinni í netið eða hvað þá er eflaust hægt að flokka það sem víti,“ sagði Gunnar um atvikið á 70. mínútu. „Ég er ekki vanur því að kvarta yfir dómurunum en það bara eins og leikmenn og við þjálfararnir að við eigum okkar slæmu daga. Þeir áttu virkilega slæman dag, engin lína en ekkert sem hallaði á eða skipti sköpum fyrir úrslit leiksins. Bara leiðinlegt á þessu stigi í efstu deild að fá ekki betri frammistöðu frá dómurunum,“ bætti Gunnar við. Þrátt fyrir meiðsli þá ætlar Gunnar ekki að bæta í hópinn en opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna til og með 13. ágúst. „Við erum bara keyra á þennan hóp. Þetta er meira og minna liðið sem kom upp hjá okkur fyrra. Það er ekki á teikniborðinu eins og staðan er,“ sagði Gunnar að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Gunnar fannst spilamennskan ganga upp og ofan en var fyrst og fremst svekktur með niðurstöðuna. „Hún var köflótt, við áttum ágætis kafla en töpuðum baráttunni. Ég er hundsvekktur og súr með það, það venst illa að tapa fótboltaleikjum.“ Fylkir náði ekki að skapa sér mikið úr opnum leik en hættulegustu færi þeirra var úr föstum leikatriðum og náði liðið að minnka muninn undir lok leiks en nær komust þær ekki. Guðrún Karítas Sigurðardóttir var ekki með liðinu í kvöld og fannst Gunnari muna um hana. „Það vantaði mikið bit í sóknarleikinn, klárlega. Við söknuðum hennar og fleiri leikmanna. Við erum ekkert alltof rík af leikmönnum fram á við, meiðslalistinn er langur og mest af þeim eru sóknarmenn. Eins og ég segi, svona er þessi bolti, við erum með nóg af leikmönnum og stóran hóp. Það bara koma aðrar og gera sitt. Þetta var erfitt fram á við,“ sagði Gunnar um sóknarleikinn. Dómaratríóið var undir pari FH skoraði mark úr vítaspyrnu á 70. mínútu þegar Helga Guðrún Kristinsdóttir handlék boltann í vítateignum. Gunnar var þó á öðru máli en dómari leiksins, Ásmundur Þór Sveinsson. „Þetta var þrumuskot og eins og þetta sást fyrir mér þá bara stendur hún og fær þrumubolta í eðlilegri stöðu. Veit ekki hvort að boltinn var á leiðinni í netið eða hvað þá er eflaust hægt að flokka það sem víti,“ sagði Gunnar um atvikið á 70. mínútu. „Ég er ekki vanur því að kvarta yfir dómurunum en það bara eins og leikmenn og við þjálfararnir að við eigum okkar slæmu daga. Þeir áttu virkilega slæman dag, engin lína en ekkert sem hallaði á eða skipti sköpum fyrir úrslit leiksins. Bara leiðinlegt á þessu stigi í efstu deild að fá ekki betri frammistöðu frá dómurunum,“ bætti Gunnar við. Þrátt fyrir meiðsli þá ætlar Gunnar ekki að bæta í hópinn en opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna til og með 13. ágúst. „Við erum bara keyra á þennan hóp. Þetta er meira og minna liðið sem kom upp hjá okkur fyrra. Það er ekki á teikniborðinu eins og staðan er,“ sagði Gunnar að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira