Uppgjörið: Fylkir - KA 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í Árbænum Kári Mímisson skrifar 11. ágúst 2024 16:15 KR - KA Besta deild karla 2024 Fylkir tók á móti sjóðheitum KA-mönnum í 18. umferð Bestu deildar karla nú í dag. Leikið var í Árbænum og svo fór að lokum að liðin skildu jöfn, 1-1, í frekar bragðdaufum leik. Fyrri hálfleikur var afar rólegur hér í Árbænum og ekki um mikið af opnum færum. Besta færi hálfleiksins fékk Halldór Jón Sigurður Þórðarson eftir frábæran undirbúning frá Nikulás Val Gunnarssyni. Nikulás Val dansaði þá inn á vítateig KA og átti góða sendingu á Halldór Jón sem skaut rétt framhjá af stuttu færi. Fylkismenn voru sterkari aðili hálfleiksins en tókst þó ekki að skapa sér nein alvöru marktækifæri líkt og gestirnir. Staðan því 0-0 þegar Helgi Mikael flautaði til hálfleiks. Leikmenn KA mættu þó mun hressari til leiks í seinni hálfleik og uppskáru mark eftir klukkutíma leik þegar fyrirliðinn sjálfur, Ásgeir Sigurgeirsson, skoraði með góðum skalla. Daníel Hafsteinsson hóf sóknina með löngum bolta á Hrannar Björn sem fór inn á teig og gaf boltann beint á kollinn á Ásgeiri sem skallaði boltann framhjá Ólafi Kristófer í marki Fylkis sem kom engum vörnum við. En um stundarfjórðungi seinna jöfnuðu heimamenn þegar varamaðurinn Emil Ásmundsson skoraði eftir fyrirgjöf frá Arnóri Breki Ástþórssyni. Arnór Breki var búinn að eiga nokkrar hættulegar fyrirgjafir áður í leiknum en þessi fór yfir þó nokkurn pakka af leikmönnum áður en boltinn endaði hjá Emil sem skoraði með góðum skalla. Bæði lið sóttu vel undir lokin og reyndu að sækja stigin þrjú en inn vildi boltinn ekki. Emil Ásmundsson fékk besta tækifærið til að klára leikinn eftir að Arnar Númi hafði átt góðan sprett upp hægri vænginn. Arnar fann Arnór Breka sem rendi boltanum út á Emil en skot hans fór rétt yfir. Fleira markvert gerðist ekki í leiknum og niðurstaðan því 1-1 jafntefli niðurstaðan hér í Árbæ. Atvik leiksins Leikurinn var heldur tíðindalítill og erfitt að nefna eitthvað eitt atvik. Það helst sem mér dettur í hug er þögnin sem kom í stúkunni þegar gestirnir komust yfir. Fylkismenn höfðu verið betri aðilinn í fyrri hálfleik og ég hugsa að ansi margir hafi fengið það á tilfinninguna að þetta yrði einn af þessum leikjum þar sem þetta fellur bara ekki fyrir þitt lið. Stjörnur og skúrkar Theodór Ingi Óskarsson var frábær þennan klukkutíma sem hann spilaði í dag. Er að koma til baka úr smá meiðslum en það verður spennandi að sjá hvort að hann nýtist ekki Fylki í lokin á þessu móti. Arnór Breki átti góðan dag sömuleiðis og átti ansi margar hættulega fyrirgjafir en ein þeirra endaði með marki fyrir Fylki. Hjá gestunum var Hrannar Björn mjög hættulegur hægra megin og átti glæsilega stoðsendingu þegar KA jafnaði. Dómarinn Helgi Mikael og hans menn voru með þetta í teskeið í dag. Ekki neitt hægt að setja út á frammistöðuna í dag. Stemningin og umgjörð Flott stemning í Árbænum eins og alltaf. Það verður að hrósa Fylkismönnum sérstaklega fyrir borgarann en hann er sennilega sá besti sem boðið er upp á völlum landsins. Það er ekki að sjá að Fylkir sé í fallbaráttu enda er umgjörðin hér á leikdögum hjá bæði karla og kvenna liðinu mjög góð. Viðtöl Hallgrímur Jónasson, þjálfari KAVísir/Pawel Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segist ekki hafa verið sáttur með spilamennsku síns liðs í dag þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. „Þetta er svona blendin tilfinning. Mér fannst við ekki spila nógu vel og mér fannst vanta rosalega mikið upp á orkustigið. Við komumst svo yfir og mér finnst við ekki ná að hressast við það. Ég held að jafntefli sé bara sanngjörn niðurstaða, því miður. Þetta er svekkjandi því að ég vil sjá betri frammistöðu frá KA-liðinu heldur en í dag.“ Það mátti sjá mikla breytingu á liði KA strax í byrjun seinni hálfleiks en liðið var klárlega sterkari aðili leiksins fyrsta korterið í seinni hálfleik eftir að hafa verið að elta heimamenn í fyrri hálfleik. Hvað sagðir þú við þína menn í hálfleiknum? „Ég bara spurði hvort þeir hefðu áhuga á því að vinna leikinn og áhuga á því að komast í topp sex því það var bara ekki til staðar í fyrri hálfleik. Það er umhugsunarvert fyrir leikmenn og þjálfara af hverju þetta gerist. Þetta gerðist líka gegn KR um daginn. Ef að menn eru ekki tilbúnir í það þá eru bara aðrir menn á bekknum tilbúnir að koma inn því að við eigum að geta betur en í dag. Ég er jákvæður að við fáum eitt stig með heim, við töpuðum ekki. Það eru rosalega margir leikir sem að við höfum unnið eða gert jafntefli í að undanförnu sem er frábært en mér líður eins og við hefðum getað gert betur í dag.“ Eftir afar erfiða byrjun hefur Hallgrími og KA heldur betur tekist að rétta úr kútnum. Liðið hefur ekki tapað síðan 19. júní og hefur sömuleiðis náð að tryggja sig í bikarúrslitin annað árið í röð. Hallgrímur segir að liðið sé á góðum stað núna og telur að hlutirnir sem hafi ekki verið að falla með liðinu í byrjun tímabils sé farnir að gera það nú. „Þegar hlutirnir ganga vel þá er auðvitað betri stemning. Við erum á góðum stað þó svo að leikurinn í dag hafi ekki verið frábær. Stemningin í byrjun móts var ekkert slæm nema það að úrslitin voru ekki góð. Við vorum að spila ágætlega og ég var sáttur við margt en þetta var ekki að falla með okkur þá en nú er þetta byrjað að gera það og ég myndi halda að staðan okkar í deildinni sé sanngjörn miða við frammistöðurnar okkar. Við erum á flottum stað þó svo að ég sé svekktur í dag og við þurfum bara að læra af þessu. Skiptir engu máli hvaða liði þú mætir, ef þú gefur þig ekki 100 prósent í þetta þá vinnur þú ekki fótboltaleiki.“ Félagaskiptaglugginn er að lokast núna á þriðjudaginn, má reikna með einhverjum breytingum hjá ykkur fyrir það? „Nei, ég reikna ekki með neinum breytingum áður en glugginn lokast.“ Besta deild karla Fylkir KA
Fylkir tók á móti sjóðheitum KA-mönnum í 18. umferð Bestu deildar karla nú í dag. Leikið var í Árbænum og svo fór að lokum að liðin skildu jöfn, 1-1, í frekar bragðdaufum leik. Fyrri hálfleikur var afar rólegur hér í Árbænum og ekki um mikið af opnum færum. Besta færi hálfleiksins fékk Halldór Jón Sigurður Þórðarson eftir frábæran undirbúning frá Nikulás Val Gunnarssyni. Nikulás Val dansaði þá inn á vítateig KA og átti góða sendingu á Halldór Jón sem skaut rétt framhjá af stuttu færi. Fylkismenn voru sterkari aðili hálfleiksins en tókst þó ekki að skapa sér nein alvöru marktækifæri líkt og gestirnir. Staðan því 0-0 þegar Helgi Mikael flautaði til hálfleiks. Leikmenn KA mættu þó mun hressari til leiks í seinni hálfleik og uppskáru mark eftir klukkutíma leik þegar fyrirliðinn sjálfur, Ásgeir Sigurgeirsson, skoraði með góðum skalla. Daníel Hafsteinsson hóf sóknina með löngum bolta á Hrannar Björn sem fór inn á teig og gaf boltann beint á kollinn á Ásgeiri sem skallaði boltann framhjá Ólafi Kristófer í marki Fylkis sem kom engum vörnum við. En um stundarfjórðungi seinna jöfnuðu heimamenn þegar varamaðurinn Emil Ásmundsson skoraði eftir fyrirgjöf frá Arnóri Breki Ástþórssyni. Arnór Breki var búinn að eiga nokkrar hættulegar fyrirgjafir áður í leiknum en þessi fór yfir þó nokkurn pakka af leikmönnum áður en boltinn endaði hjá Emil sem skoraði með góðum skalla. Bæði lið sóttu vel undir lokin og reyndu að sækja stigin þrjú en inn vildi boltinn ekki. Emil Ásmundsson fékk besta tækifærið til að klára leikinn eftir að Arnar Númi hafði átt góðan sprett upp hægri vænginn. Arnar fann Arnór Breka sem rendi boltanum út á Emil en skot hans fór rétt yfir. Fleira markvert gerðist ekki í leiknum og niðurstaðan því 1-1 jafntefli niðurstaðan hér í Árbæ. Atvik leiksins Leikurinn var heldur tíðindalítill og erfitt að nefna eitthvað eitt atvik. Það helst sem mér dettur í hug er þögnin sem kom í stúkunni þegar gestirnir komust yfir. Fylkismenn höfðu verið betri aðilinn í fyrri hálfleik og ég hugsa að ansi margir hafi fengið það á tilfinninguna að þetta yrði einn af þessum leikjum þar sem þetta fellur bara ekki fyrir þitt lið. Stjörnur og skúrkar Theodór Ingi Óskarsson var frábær þennan klukkutíma sem hann spilaði í dag. Er að koma til baka úr smá meiðslum en það verður spennandi að sjá hvort að hann nýtist ekki Fylki í lokin á þessu móti. Arnór Breki átti góðan dag sömuleiðis og átti ansi margar hættulega fyrirgjafir en ein þeirra endaði með marki fyrir Fylki. Hjá gestunum var Hrannar Björn mjög hættulegur hægra megin og átti glæsilega stoðsendingu þegar KA jafnaði. Dómarinn Helgi Mikael og hans menn voru með þetta í teskeið í dag. Ekki neitt hægt að setja út á frammistöðuna í dag. Stemningin og umgjörð Flott stemning í Árbænum eins og alltaf. Það verður að hrósa Fylkismönnum sérstaklega fyrir borgarann en hann er sennilega sá besti sem boðið er upp á völlum landsins. Það er ekki að sjá að Fylkir sé í fallbaráttu enda er umgjörðin hér á leikdögum hjá bæði karla og kvenna liðinu mjög góð. Viðtöl Hallgrímur Jónasson, þjálfari KAVísir/Pawel Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segist ekki hafa verið sáttur með spilamennsku síns liðs í dag þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. „Þetta er svona blendin tilfinning. Mér fannst við ekki spila nógu vel og mér fannst vanta rosalega mikið upp á orkustigið. Við komumst svo yfir og mér finnst við ekki ná að hressast við það. Ég held að jafntefli sé bara sanngjörn niðurstaða, því miður. Þetta er svekkjandi því að ég vil sjá betri frammistöðu frá KA-liðinu heldur en í dag.“ Það mátti sjá mikla breytingu á liði KA strax í byrjun seinni hálfleiks en liðið var klárlega sterkari aðili leiksins fyrsta korterið í seinni hálfleik eftir að hafa verið að elta heimamenn í fyrri hálfleik. Hvað sagðir þú við þína menn í hálfleiknum? „Ég bara spurði hvort þeir hefðu áhuga á því að vinna leikinn og áhuga á því að komast í topp sex því það var bara ekki til staðar í fyrri hálfleik. Það er umhugsunarvert fyrir leikmenn og þjálfara af hverju þetta gerist. Þetta gerðist líka gegn KR um daginn. Ef að menn eru ekki tilbúnir í það þá eru bara aðrir menn á bekknum tilbúnir að koma inn því að við eigum að geta betur en í dag. Ég er jákvæður að við fáum eitt stig með heim, við töpuðum ekki. Það eru rosalega margir leikir sem að við höfum unnið eða gert jafntefli í að undanförnu sem er frábært en mér líður eins og við hefðum getað gert betur í dag.“ Eftir afar erfiða byrjun hefur Hallgrími og KA heldur betur tekist að rétta úr kútnum. Liðið hefur ekki tapað síðan 19. júní og hefur sömuleiðis náð að tryggja sig í bikarúrslitin annað árið í röð. Hallgrímur segir að liðið sé á góðum stað núna og telur að hlutirnir sem hafi ekki verið að falla með liðinu í byrjun tímabils sé farnir að gera það nú. „Þegar hlutirnir ganga vel þá er auðvitað betri stemning. Við erum á góðum stað þó svo að leikurinn í dag hafi ekki verið frábær. Stemningin í byrjun móts var ekkert slæm nema það að úrslitin voru ekki góð. Við vorum að spila ágætlega og ég var sáttur við margt en þetta var ekki að falla með okkur þá en nú er þetta byrjað að gera það og ég myndi halda að staðan okkar í deildinni sé sanngjörn miða við frammistöðurnar okkar. Við erum á flottum stað þó svo að ég sé svekktur í dag og við þurfum bara að læra af þessu. Skiptir engu máli hvaða liði þú mætir, ef þú gefur þig ekki 100 prósent í þetta þá vinnur þú ekki fótboltaleiki.“ Félagaskiptaglugginn er að lokast núna á þriðjudaginn, má reikna með einhverjum breytingum hjá ykkur fyrir það? „Nei, ég reikna ekki með neinum breytingum áður en glugginn lokast.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti