Á hlaupum yfir hraunið með hræ í kjaftinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 12:09 Refurinn tignarlegi á sprettinum yfir hraunið. Hann var glæsilegur fagurbrúni refurinn sem sást á hlaupum yfir nýlegt hraun við Sundhnúkagígaröðina í gær. Hann var með nýveidda bráð í kjaftinum. Viðar Arason, sem starfar við öryggismál hjá HS Orku, keyrir svo til daglega Suðurstrandarveginn frá Selfossi til vinnu í Svartsengi. „Ég hef séð mjög marga refi og þeir eru yfirleitt hvítir eða gráir. Ég hef aldrei séð svona lit á ref,“ segir Viðar. Brjálæðislega flottur er lýsingin sem hann gefur á þeim stutta. Í þessu tilfelli var hann að keyra malarslóðann sem gengur undir nafninu nýi Grindavíkurvegurinn, sem er í raun sá gamli. Líklega fýll „Þá sé ég kvikyndið koma hlaupandi frá fjallinu Þorbirni,“ segir Viðar sem tók eftir því að refurinn var með hvítt hræ í kjaftinum. „Ég hélt fyrst að hann væri með kanínu. Því við vitum að það eru kanínur í skóglendingu við Þorbjörn,“ segir Viðar. Við nánari athugun telur hann líklegast að um fugl sé að ræða, líklega fýl. Reyndar virðist sem refurinn missi bráð sína á tímapunkti þegar honum bregður. Hann snýr sér og virðist virða Viðar fyrir sér, sem þó er í töluverðri fjarlægð. Því er ekki víst að refurinn hafi náð að gæða sér á fuglskjötinu. Líklega með greni í Hagafellinu „Það er svo magnað að dýrið sé að hlaupa í áttina að Sundhnúkaröðinni, að Hagafelli. Hann er að ferðast inn í mitt hraunið. Hann er ekki að fara frá hrauninu,“ segir Viðar. Refurinn sé líkast til með greni í Hagafellinu. Viðar hefur sem sérfræðingur í öryggismálum hjá HS Orku fylgst vel með aðstæðum á svæðinu í eldgosatíðinni undanfarin ár. Hann segir ótrúlegt að fylgjast með náttúrunni og breytingunni þar á þeim tíma. Spurður um dæmi nefnir hann til dæmis grjóthrun í fjallinu Þorbirni sem hafi vafalítið haft áhrif á fuglalífið þar. Dýr Grindavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Viðar Arason, sem starfar við öryggismál hjá HS Orku, keyrir svo til daglega Suðurstrandarveginn frá Selfossi til vinnu í Svartsengi. „Ég hef séð mjög marga refi og þeir eru yfirleitt hvítir eða gráir. Ég hef aldrei séð svona lit á ref,“ segir Viðar. Brjálæðislega flottur er lýsingin sem hann gefur á þeim stutta. Í þessu tilfelli var hann að keyra malarslóðann sem gengur undir nafninu nýi Grindavíkurvegurinn, sem er í raun sá gamli. Líklega fýll „Þá sé ég kvikyndið koma hlaupandi frá fjallinu Þorbirni,“ segir Viðar sem tók eftir því að refurinn var með hvítt hræ í kjaftinum. „Ég hélt fyrst að hann væri með kanínu. Því við vitum að það eru kanínur í skóglendingu við Þorbjörn,“ segir Viðar. Við nánari athugun telur hann líklegast að um fugl sé að ræða, líklega fýl. Reyndar virðist sem refurinn missi bráð sína á tímapunkti þegar honum bregður. Hann snýr sér og virðist virða Viðar fyrir sér, sem þó er í töluverðri fjarlægð. Því er ekki víst að refurinn hafi náð að gæða sér á fuglskjötinu. Líklega með greni í Hagafellinu „Það er svo magnað að dýrið sé að hlaupa í áttina að Sundhnúkaröðinni, að Hagafelli. Hann er að ferðast inn í mitt hraunið. Hann er ekki að fara frá hrauninu,“ segir Viðar. Refurinn sé líkast til með greni í Hagafellinu. Viðar hefur sem sérfræðingur í öryggismálum hjá HS Orku fylgst vel með aðstæðum á svæðinu í eldgosatíðinni undanfarin ár. Hann segir ótrúlegt að fylgjast með náttúrunni og breytingunni þar á þeim tíma. Spurður um dæmi nefnir hann til dæmis grjóthrun í fjallinu Þorbirni sem hafi vafalítið haft áhrif á fuglalífið þar.
Dýr Grindavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira