Breiðablik getur minnkað forskot Víkinga á toppnum í þrjú stig með sigri í þessum leik en Valsmenn geta haldið sér almennilega á lífi í titilbaráttunni með því að taka öll þrjú stigin úr þessum leik sem fer fram á Hlíðarenda.
Topplið Víkinga (40 stig, +24) er sex stigum á undan Blikum (34 stig, +17) en níu stigum á undan Val (31 stig, +18).
Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00.
Það var mikið fjör í fyrri leik liðanna, fimm mörk og tvö rauð spjöld.
Gylfi Þór Sigurðsson fór þá á kostum á móti sínu gamla félagi. Gylfi skoraði tvö mörk, þar af annað þeirra beint úr aukaspyrnu. Þriðja markið skoraði síðan Patrick Pedersen eftir að þrumuskot Gylfa fór í slá og niður.
Það verður fróðlegt að sjá hvað Gylfi gerir á móti Blikunum í kvöld.
Hér fyrir neðan má svipmyndir úr þessum fjöruga fyrri leik liðanna á Kópavogsvellinum en hann lofar góðu fyrir kvöldið.