Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2024 08:33 Hafsteinn ætlaði að búa í Grindavík til æviloka og flutti þangað í júlí í fyrra. Skjáskot/Bylgjan Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. „Svo byrjaði þessi skjálftavirkni í aðdraganda 10. nóvember, sem náði hámarki þá, og við flúðum bæinn eins og allir,“ segir Hafsteinn sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir fjölskylduna hafa verið á hrakhólum síðan þá. Þau hafi dvalið í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði en hafi svo endað í Þorlákshöfn. „Þetta er búið að vera stór rússíbani og ég óska engum að ganga í gegnum það sama.“ Hann segir að vegna þess að þau hafi ekki verið búin að greiða lokagreiðslu á eign sinni hafi ekki verið gefið út afsal. En þau neiti að greiða hana vegna þess að húsið sé algerlega verðlaust í dag. „Við vorum þarna í tíu vikur.“ Hafsteinn segir að eftir að hafa ráðfært sig við lögmenn hafi hann komist að því að þau séu algerlega réttindalaus. Seljendur segi að þeim beri að greiða þessa lokagreiðslu. Hann segir að þau geti greitt síðustu greiðsluna til seljenda og svo selt til Þórkötlu en að það yrði með margra milljóna króna tapi. Það sé tekið mið af brunabótamati og að þau myndu tapa á þessum viðskiptum. Enginn lögfræðingur vilji taka málið Hann segir engin fordæmi fyrir svona í íslenskri réttarsögu en að enginn lögfræðingur hafi viljað taka málið að sér. Það sé ekki bara þetta sem þurfi að athuga heldur sé húsið líka byggt í sigdal og segir Hafsteinn að það hafi, sem dæmi, ekki komið fram við sölu. Hvorki frá fasteignasala eða í gögnum frá bæjaryfirvöldum. Hafsteinn segir þau hjónin fá leigustyrk en að þau þurfi að greiða af húsinu á meðan þannig staðan sé erfið. „Húsið stendur við götuna. Þetta er raðhús. Hinum megin við götuna eru öll hús ónýt og þetta er stórhættulegt svæði. Sonur minn sagði við mig: Ef þú ferð þarna aftur færðu aldrei barnabörnin til þín.“ Hann segir skrítið að vera í þeirri stöðu að á einum sólarhring er allt í blóma en svo er alger óvissa. Þeirra staða sé ekki einsdæmi. Það séu fleiri í þessari stöðu og einhverjir jafnvel orðnir gjaldþrota. „Það gleymist þessi hópur sem þorir kannski ekki að tala. Segir ekki neitt í fjölmiðlum og líður illa.“ Fleiri í sömu stöðu Hann segir að kostnaðurinn við flutningana hafi hlaupið á tugum þúsunda eða jafnvel milljónum. Þau hafi þurft að kaupa sér ný föt og tæki. Hafsteinn segir húsið sjálft ekki ónýtt. Þau hafi ekki getað tæmt húsið því þau séu ekki með pláss fyrir allt dótið sitt. „Við erum algerlega réttindalaus. Við getum ekkert gert og erum algerlega föst,“ segir Hafsteinn og að það séu fleiri í sömu stöðu og jafnvel verri stöðu. Sumir hafi misst vinnuna og heilsuna, sem þau hafi ekki gert. „Þessi óvissa er skelfileg. Það er erfitt fyrir okkur að plana nokkuð núna.“ Hafsteinn segir það vonda tilfinningu að hafa ekki stjórn á eigin lífi og hann óski engum að vera í stöðunni sem þau eru í. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. 14. ágúst 2024 19:23 Óásættanleg hætta í hluta Grindavíkur, fuglahótel og Ungfrú Ísland Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2024 18:11 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Svo byrjaði þessi skjálftavirkni í aðdraganda 10. nóvember, sem náði hámarki þá, og við flúðum bæinn eins og allir,“ segir Hafsteinn sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir fjölskylduna hafa verið á hrakhólum síðan þá. Þau hafi dvalið í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði en hafi svo endað í Þorlákshöfn. „Þetta er búið að vera stór rússíbani og ég óska engum að ganga í gegnum það sama.“ Hann segir að vegna þess að þau hafi ekki verið búin að greiða lokagreiðslu á eign sinni hafi ekki verið gefið út afsal. En þau neiti að greiða hana vegna þess að húsið sé algerlega verðlaust í dag. „Við vorum þarna í tíu vikur.“ Hafsteinn segir að eftir að hafa ráðfært sig við lögmenn hafi hann komist að því að þau séu algerlega réttindalaus. Seljendur segi að þeim beri að greiða þessa lokagreiðslu. Hann segir að þau geti greitt síðustu greiðsluna til seljenda og svo selt til Þórkötlu en að það yrði með margra milljóna króna tapi. Það sé tekið mið af brunabótamati og að þau myndu tapa á þessum viðskiptum. Enginn lögfræðingur vilji taka málið Hann segir engin fordæmi fyrir svona í íslenskri réttarsögu en að enginn lögfræðingur hafi viljað taka málið að sér. Það sé ekki bara þetta sem þurfi að athuga heldur sé húsið líka byggt í sigdal og segir Hafsteinn að það hafi, sem dæmi, ekki komið fram við sölu. Hvorki frá fasteignasala eða í gögnum frá bæjaryfirvöldum. Hafsteinn segir þau hjónin fá leigustyrk en að þau þurfi að greiða af húsinu á meðan þannig staðan sé erfið. „Húsið stendur við götuna. Þetta er raðhús. Hinum megin við götuna eru öll hús ónýt og þetta er stórhættulegt svæði. Sonur minn sagði við mig: Ef þú ferð þarna aftur færðu aldrei barnabörnin til þín.“ Hann segir skrítið að vera í þeirri stöðu að á einum sólarhring er allt í blóma en svo er alger óvissa. Þeirra staða sé ekki einsdæmi. Það séu fleiri í þessari stöðu og einhverjir jafnvel orðnir gjaldþrota. „Það gleymist þessi hópur sem þorir kannski ekki að tala. Segir ekki neitt í fjölmiðlum og líður illa.“ Fleiri í sömu stöðu Hann segir að kostnaðurinn við flutningana hafi hlaupið á tugum þúsunda eða jafnvel milljónum. Þau hafi þurft að kaupa sér ný föt og tæki. Hafsteinn segir húsið sjálft ekki ónýtt. Þau hafi ekki getað tæmt húsið því þau séu ekki með pláss fyrir allt dótið sitt. „Við erum algerlega réttindalaus. Við getum ekkert gert og erum algerlega föst,“ segir Hafsteinn og að það séu fleiri í sömu stöðu og jafnvel verri stöðu. Sumir hafi misst vinnuna og heilsuna, sem þau hafi ekki gert. „Þessi óvissa er skelfileg. Það er erfitt fyrir okkur að plana nokkuð núna.“ Hafsteinn segir það vonda tilfinningu að hafa ekki stjórn á eigin lífi og hann óski engum að vera í stöðunni sem þau eru í.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. 14. ágúst 2024 19:23 Óásættanleg hætta í hluta Grindavíkur, fuglahótel og Ungfrú Ísland Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2024 18:11 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27
Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. 14. ágúst 2024 19:23
Óásættanleg hætta í hluta Grindavíkur, fuglahótel og Ungfrú Ísland Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2024 18:11
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels