„Drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. ágúst 2024 13:30 Halldór Árnason vonast eftir drengilegum leik gegn Val í kvöld. Vísir/Pawel „Við eigum bara von á fjörugum og skemmtilegum leik, hellingur undir fyrir bæði lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks sem heimsækir Val á Hlíðarenda í kvöld. Þau eru auðvitað búin að mætast einu sinni áður á tímabilinu. Valur vann 3-2 sigur í Kópavoginum. Gylfi Sigurðsson með mark beint úr aukaspyrnu, tvö rauð spjöld og alvöru barátta eins og búast má við í kvöld. „Eigum við ekki að vona að það haldist allir inn á, þetta verði drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn.“ Leikurinn í kvöld er leikurinn sem liðin eiga inni á topplið Víkings. Hann átti upphaflega að fara fram 28. júlí en var frestað vegna þátttöku liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þeirri þátttöku er lokið og nú er fullur fókus á deildina, þetta eru liðin í 2. og 3. sæti, sex og níu stigum á eftir Víkingi. Gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er auðvitað þannig að síðan þessum leik var frestað höfum við beðið eftir því að spila þennan leik sem við eigum inni svo liðin séu með jafn marga leiki í töflunni. Höfum verið einum eða tveimur leikjum á eftir Víkingi í nokkurn tíma. Það setur stöðutöfluna í aðeins betra samhengi þegar öll liðin hafa spilað jafn marga leiki, gott að klára þennan leik sem við eigum inni og sama hver andstæðingurinn er þá er auðvitað mikilvægt fyrir okkur að ná góðum úrslitum og við munum gera allt til þess.“ Rólegheit á gluggadegi Breiðablik var rólegt á lokadegi félagaskiptagluggans og fékk enga leikmenn til sín. Davíð Ingvarsson hafði áður komið aftur til félagsins og er búinn að spila tvo leiki. Þeir kvöddu líka Jason Daða Svanþórsson (Grimsby Town) og Dag Örn Fjeldsted (lánaður til HK). „Við erum mjög ánægðir með okkar hóp. Stóran og breiðan hóp eins og sést á skýrslunum hjá okkur, sterkt byrjunarlið, gríðarlega sterkur bekkur og líka með sterka menn utan hóps. Þannig að við vorum mjög rólegir, auðvitað með augun opin ef eitthvað mjög sérstakt kæmi sem gæti hjálpað okkur til framtíðar, engar skammtímalausnir. Það kom ekkert upp sem við vildum taka lengra, erum bara ánægðir með hópinn og gátum verið rólegir.“ Skýrslumál Stjörnunnar Sterkan hóp á skýrslunum sagði Halldór og var þá spurður hvað honum fyndist um umræðuna sem skapast hefur eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni, þar sem Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sakaður um að falsa leikskýrslu viljandi. „Ég er rólegur yfir þessu sjálfur og til að taka hinn pólinn á hæðinni fyrir Stjörnumenn þá sendi KSÍ auðvitað þau skilaboð út fyrir ekki löngu síðan að þessar skýrslur skiptu eiginlega engu máli þegar lið í deildinni spilaði leikmanni sem var ekki einu sinni á skýrslu,“ sagði Halldór og vísaði til þess þegar Víkingur fékk 50.000 króna sekt fyrir að spila leikmanni sem var ekki á skýrslu í leik í Lengjubikarnum. „Úrslitin stóðu óhögguð og einhver lítil sekt. Ég held að Stjörnumenn séu fyrst og fremst að benda á það að þetta í rauninni skiptir engu máli. Það verður gott að fá viðbrögð KSÍ við þessu öllu saman, hvaða máli skýrslurnar raunverulega skipta. Mér finnst miklu alvarlega þegar menn spila leikmanni sem er ekki einu sinni á skýrslu en þegar menn eru eitthvað að rugla í skýrslunum klukkutíma fyrir leik,“ sagði Halldór og ítrekaði að lokum að hann talar ekki fyrir hönd Stjörnunnar á neinn hátt í þessu máli. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Þau eru auðvitað búin að mætast einu sinni áður á tímabilinu. Valur vann 3-2 sigur í Kópavoginum. Gylfi Sigurðsson með mark beint úr aukaspyrnu, tvö rauð spjöld og alvöru barátta eins og búast má við í kvöld. „Eigum við ekki að vona að það haldist allir inn á, þetta verði drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn.“ Leikurinn í kvöld er leikurinn sem liðin eiga inni á topplið Víkings. Hann átti upphaflega að fara fram 28. júlí en var frestað vegna þátttöku liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þeirri þátttöku er lokið og nú er fullur fókus á deildina, þetta eru liðin í 2. og 3. sæti, sex og níu stigum á eftir Víkingi. Gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er auðvitað þannig að síðan þessum leik var frestað höfum við beðið eftir því að spila þennan leik sem við eigum inni svo liðin séu með jafn marga leiki í töflunni. Höfum verið einum eða tveimur leikjum á eftir Víkingi í nokkurn tíma. Það setur stöðutöfluna í aðeins betra samhengi þegar öll liðin hafa spilað jafn marga leiki, gott að klára þennan leik sem við eigum inni og sama hver andstæðingurinn er þá er auðvitað mikilvægt fyrir okkur að ná góðum úrslitum og við munum gera allt til þess.“ Rólegheit á gluggadegi Breiðablik var rólegt á lokadegi félagaskiptagluggans og fékk enga leikmenn til sín. Davíð Ingvarsson hafði áður komið aftur til félagsins og er búinn að spila tvo leiki. Þeir kvöddu líka Jason Daða Svanþórsson (Grimsby Town) og Dag Örn Fjeldsted (lánaður til HK). „Við erum mjög ánægðir með okkar hóp. Stóran og breiðan hóp eins og sést á skýrslunum hjá okkur, sterkt byrjunarlið, gríðarlega sterkur bekkur og líka með sterka menn utan hóps. Þannig að við vorum mjög rólegir, auðvitað með augun opin ef eitthvað mjög sérstakt kæmi sem gæti hjálpað okkur til framtíðar, engar skammtímalausnir. Það kom ekkert upp sem við vildum taka lengra, erum bara ánægðir með hópinn og gátum verið rólegir.“ Skýrslumál Stjörnunnar Sterkan hóp á skýrslunum sagði Halldór og var þá spurður hvað honum fyndist um umræðuna sem skapast hefur eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni, þar sem Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sakaður um að falsa leikskýrslu viljandi. „Ég er rólegur yfir þessu sjálfur og til að taka hinn pólinn á hæðinni fyrir Stjörnumenn þá sendi KSÍ auðvitað þau skilaboð út fyrir ekki löngu síðan að þessar skýrslur skiptu eiginlega engu máli þegar lið í deildinni spilaði leikmanni sem var ekki einu sinni á skýrslu,“ sagði Halldór og vísaði til þess þegar Víkingur fékk 50.000 króna sekt fyrir að spila leikmanni sem var ekki á skýrslu í leik í Lengjubikarnum. „Úrslitin stóðu óhögguð og einhver lítil sekt. Ég held að Stjörnumenn séu fyrst og fremst að benda á það að þetta í rauninni skiptir engu máli. Það verður gott að fá viðbrögð KSÍ við þessu öllu saman, hvaða máli skýrslurnar raunverulega skipta. Mér finnst miklu alvarlega þegar menn spila leikmanni sem er ekki einu sinni á skýrslu en þegar menn eru eitthvað að rugla í skýrslunum klukkutíma fyrir leik,“ sagði Halldór og ítrekaði að lokum að hann talar ekki fyrir hönd Stjörnunnar á neinn hátt í þessu máli. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn