Dró Antonio grunlausan með sér í Gamla bíó Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 07:00 Páll Óskar og Edgar Antonio Lucena Angarita stálu senunni á brúðartertunni! Viktor Freyr/Vísir „Hann vissi ekkert hver ég var þegar hann kynnist mér. En eftir tvo daga, ég held að það hafi verið á miðvikudegi, sagði ég við hann: „Ég verð að segja þér við hvað ég vinn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem dró eiginmann sinn, Edgar Antonio Lucena Angarita, með sér á skólaball í Gamla bíói. Páll Óskar og Antonio voru uppi á stærðarinnar brúðartertu í Gleðigöngunni síðastliðinn laugardag. Páll Óskar söng öll sín frægustu lög á meðan Antonio stóð við hlið hans. Ástin var í algleymingi og er óhætt að segja að tár hafi verið á hvarmi víða. Páll Óskar segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið meiriháttar upplifun bæði líkamlega og andlega fyrir Antonio. Upplifðu gönguna upp á nýtt „Hann er enn þá að ná sér, við erum í raunni að upplifa tvenns konar hluti. Það er eitt að vera uppi á þessum trukki og að fara í gegnum mannmergðina og að upplifa gönguna í rauntíma en svo er maður aftur að upplifa gönguna upp á nýtt þegar maður horfir á vídeó og ljósmyndir,“ segir Páll Óskar. „Þá fyrst gerir maður sér grein fyrir því að þetta hafði áhrif á annað fólk og það hreyfir við okkur tilfinningalega. Við höfum alveg leyft okkur að gráta yfir þessum myndböndum og myndum sem við höfum fengið send og séð í fjölmiðlum.“ Augnablikið þegar Páll vissi að þetta væri hans maður Ástarsaga þeirra Páls Óskars og Antonios hefur eðli málsins samkvæmt vakið landsathygli. Páll Óskar enda verið einhleypur um árabil en sungið um ástina nánast eins lengi og elstu menn muna. Þegar þeir hittust fyrst hafði Antonio ekki hugmynd um hvílík þjóðargersemi Páll Óskar væri í raun. Hann segir að í sömu viku og þeir kynntust hafi hann tekið hann með sér á skólaball í Gamla bíói þar sem Palli var að spila. „Ég sagði honum bara að fara út í sal. Ekki átti hann von á að hver einasta manneksja ætti eftir að öskursyngja með hverju einasta lagi,“ segir Páll Óskar hlæjandi og bætir við: „Í stuttu máli þá algjörlega elskaði hann hverja mínútu við þetta og það var augnablikið sem ég sá að hér væri maðurinn minn mættur á svæðið og við ættum eftir að gera gott mót saman.“ Lærir íslensku í gegnum tónlist Palla Antonio, sem er flóttamaður frá Venesúela, talaði eingöngu spænsku þegar hann kom til landsins en lærir nú íslensku og ensku af kappi. Páll Óskar segir Antonio heillaðan af listamannalífi hans og að hann nýti tónlist hans og texta til að læra íslenskuna. „Mér finnst svo kúl hjá honum að hann fíli þetta, sem er óalgengara en hitt. Starfið mitt er hvorki fjölskylduvænt né makavænt starf þar sem ég er að vinna á öðrum tímum heldur en flestir aðrir en hann fílaði þetta bara í botn,“ segir Páll Óskar. Þeir gengu í hjónaband við fallega athöfn heima í stofu 27. mars síðastliðinn. Þeir kynntust í janúar í fyrra í gegnum stefnumótaforritið Grindr, sem má segja að sé Tinder fyrir homma. Tók þrjár vikur að undirbúa brúðartertuna Páll Óskar segir að það hafi tekið langan tíma að undirbúa vagninn fyrir Gleðigönguna. Síðustu þrjár vikurnar segir hann vera mestu lætin. Þá gerist eitthvað á hverjum degi fyrir undirbúninginn. „Við byrjuðum að undirbúa öll hjörtun og dúfurnar, og föndruðum þetta heima hjá mér,“ segir Páll Óskar. Hugmyndina að vagninum átti Palli að sjálfsögðu sjálfur, enda táknrænn fyrir þann áfanga sem hann og Antonio hafa náð, að gifta sig á gamals aldri. Hilmar Páll Jóhannesson og Inga Lóa Guðjónsdóttir vagninn og eys Palli lofi yfir hjónin. „Þau hafa gert með mér vagnana síðustu ár og eru algjörir snillingar. Mér fannst það vera við hæfi að hafa brúðartertuna í ár, ekki bara vegna þess að við erum búnir að gifta okkur, heldur er þessi terta áminning um réttindin sem hommar og lesbíur hafa loksins fengið, því lengi vel máttum við ekki gifta okkur eins og annað fólk. Við vorum réttindalaus og ósynileg gagnvart lagabókstafnum og þessi brúðarterta var líka áminning um það.“ Ástin og lífið Gleðigangan Tengdar fréttir „Fullorðna fólk, grow up!“ Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast. 11. ágúst 2024 10:24 Stjörnulífið: Gleðigangan, ástin og Pamela Anderson Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Gleðigangan bar þar hæst og fyllti samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika um helgina. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn. 12. ágúst 2024 09:51 „Hatrið má ekki sigra“ Hinsegin dagar eru gengnir í garð með tilheyrandi lífi, litagleði og sýnileika. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í Reykjavík á morgun þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma mikill fögnuður. 9. ágúst 2024 07:01 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
Páll Óskar og Antonio voru uppi á stærðarinnar brúðartertu í Gleðigöngunni síðastliðinn laugardag. Páll Óskar söng öll sín frægustu lög á meðan Antonio stóð við hlið hans. Ástin var í algleymingi og er óhætt að segja að tár hafi verið á hvarmi víða. Páll Óskar segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið meiriháttar upplifun bæði líkamlega og andlega fyrir Antonio. Upplifðu gönguna upp á nýtt „Hann er enn þá að ná sér, við erum í raunni að upplifa tvenns konar hluti. Það er eitt að vera uppi á þessum trukki og að fara í gegnum mannmergðina og að upplifa gönguna í rauntíma en svo er maður aftur að upplifa gönguna upp á nýtt þegar maður horfir á vídeó og ljósmyndir,“ segir Páll Óskar. „Þá fyrst gerir maður sér grein fyrir því að þetta hafði áhrif á annað fólk og það hreyfir við okkur tilfinningalega. Við höfum alveg leyft okkur að gráta yfir þessum myndböndum og myndum sem við höfum fengið send og séð í fjölmiðlum.“ Augnablikið þegar Páll vissi að þetta væri hans maður Ástarsaga þeirra Páls Óskars og Antonios hefur eðli málsins samkvæmt vakið landsathygli. Páll Óskar enda verið einhleypur um árabil en sungið um ástina nánast eins lengi og elstu menn muna. Þegar þeir hittust fyrst hafði Antonio ekki hugmynd um hvílík þjóðargersemi Páll Óskar væri í raun. Hann segir að í sömu viku og þeir kynntust hafi hann tekið hann með sér á skólaball í Gamla bíói þar sem Palli var að spila. „Ég sagði honum bara að fara út í sal. Ekki átti hann von á að hver einasta manneksja ætti eftir að öskursyngja með hverju einasta lagi,“ segir Páll Óskar hlæjandi og bætir við: „Í stuttu máli þá algjörlega elskaði hann hverja mínútu við þetta og það var augnablikið sem ég sá að hér væri maðurinn minn mættur á svæðið og við ættum eftir að gera gott mót saman.“ Lærir íslensku í gegnum tónlist Palla Antonio, sem er flóttamaður frá Venesúela, talaði eingöngu spænsku þegar hann kom til landsins en lærir nú íslensku og ensku af kappi. Páll Óskar segir Antonio heillaðan af listamannalífi hans og að hann nýti tónlist hans og texta til að læra íslenskuna. „Mér finnst svo kúl hjá honum að hann fíli þetta, sem er óalgengara en hitt. Starfið mitt er hvorki fjölskylduvænt né makavænt starf þar sem ég er að vinna á öðrum tímum heldur en flestir aðrir en hann fílaði þetta bara í botn,“ segir Páll Óskar. Þeir gengu í hjónaband við fallega athöfn heima í stofu 27. mars síðastliðinn. Þeir kynntust í janúar í fyrra í gegnum stefnumótaforritið Grindr, sem má segja að sé Tinder fyrir homma. Tók þrjár vikur að undirbúa brúðartertuna Páll Óskar segir að það hafi tekið langan tíma að undirbúa vagninn fyrir Gleðigönguna. Síðustu þrjár vikurnar segir hann vera mestu lætin. Þá gerist eitthvað á hverjum degi fyrir undirbúninginn. „Við byrjuðum að undirbúa öll hjörtun og dúfurnar, og föndruðum þetta heima hjá mér,“ segir Páll Óskar. Hugmyndina að vagninum átti Palli að sjálfsögðu sjálfur, enda táknrænn fyrir þann áfanga sem hann og Antonio hafa náð, að gifta sig á gamals aldri. Hilmar Páll Jóhannesson og Inga Lóa Guðjónsdóttir vagninn og eys Palli lofi yfir hjónin. „Þau hafa gert með mér vagnana síðustu ár og eru algjörir snillingar. Mér fannst það vera við hæfi að hafa brúðartertuna í ár, ekki bara vegna þess að við erum búnir að gifta okkur, heldur er þessi terta áminning um réttindin sem hommar og lesbíur hafa loksins fengið, því lengi vel máttum við ekki gifta okkur eins og annað fólk. Við vorum réttindalaus og ósynileg gagnvart lagabókstafnum og þessi brúðarterta var líka áminning um það.“
Ástin og lífið Gleðigangan Tengdar fréttir „Fullorðna fólk, grow up!“ Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast. 11. ágúst 2024 10:24 Stjörnulífið: Gleðigangan, ástin og Pamela Anderson Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Gleðigangan bar þar hæst og fyllti samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika um helgina. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn. 12. ágúst 2024 09:51 „Hatrið má ekki sigra“ Hinsegin dagar eru gengnir í garð með tilheyrandi lífi, litagleði og sýnileika. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í Reykjavík á morgun þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma mikill fögnuður. 9. ágúst 2024 07:01 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
„Fullorðna fólk, grow up!“ Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast. 11. ágúst 2024 10:24
Stjörnulífið: Gleðigangan, ástin og Pamela Anderson Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Gleðigangan bar þar hæst og fyllti samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika um helgina. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn. 12. ágúst 2024 09:51
„Hatrið má ekki sigra“ Hinsegin dagar eru gengnir í garð með tilheyrandi lífi, litagleði og sýnileika. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í Reykjavík á morgun þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma mikill fögnuður. 9. ágúst 2024 07:01