Fordæmalausar skemmdir unnar á Sprengisandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 16:02 Þjóðgarðsvörður segist vera miður sín. Aðsend Þjóðgarðsvörður segir skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegarakstri fyrr í vikunni þær umfangsmestu sem sést hafa á svæðinu. Hringir voru eknir langt út fyrir veginn sem tekur áratug í það minnsta að gera við og afmást aldrei algjörlega. Vegfarendur tilkynntu um skemmdir vegna utanvegaraksturs á Sprengisandi á þriðjudag. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir starfsfólk á svæðinu í áfalli. Klippa: Umfangsmiklar skemmdir unnar á Sprengisandi „Ef þú réttir úr þessum förum þá eru þetta einhverjir kílómetrar. Það eru hringir eins langt og þú sérð og í allar áttir. Þetta er ekkert eins og maður hafi villst örlítið út fyrir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Engin leið til að afmá förin algjörlega Hún segir enga leið til að láta svona för hverfa algjörlega og að þrátt fyrir að unnið verði ötullega að því að lágmarka skaðann muni það taka minnst áratug fyrir svæðið að jafna sig. Skemmdir af þessu umfangi hafi aldrei sést á Sprengisandi. „Við getum ekkert látið svona hverfa en við reynum að senda þau skilaboð að okkur var ekki alveg sama. Einhverjir reyndu að lágmarka skaðann í von um að einhverjir hugsi sig þá kannski tvisvar,“ segir hún. Málið tilkynnt til lögreglu Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en Fanney segist ekki vera bjartsýn um að sökudólgurinn náist. Hún brýnir þó til fólks að láta vita ef einhver verður var við birtingar á netinu Fanney segir förin breiða úr sér eins langt og augað sér.Aðsend „Þeir sem gera svona hlýtur að finnast þetta flott annars væru þeir ekki að því. Ef þeir fara nú kannski að stæra sig af afrekum sínum á netinu væri hægt að átta sig á því,“ segir hún og bætir við að við athæfi af þessu tagi liggi háar sektir. Félagsmenn ferðaklúbbs boðið aðstoð sína Fanney segist hafa haft samband við umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 og að félagsmenn hafi boðið aðstoð sína við að draga úr skaðanum á svæðinu. „Þetta er verkefni fyrir fullt af fólki ef eitthvað á að gera og þau eru spennt að koma og hjálpa okkur,“ segir Fanney. „Þetta er hálendið okkar allra og við erum mörg sem erum mjög miður okkar þegar svona er farið með það,“ segir hún. Þjóðgarðar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Vegfarendur tilkynntu um skemmdir vegna utanvegaraksturs á Sprengisandi á þriðjudag. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir starfsfólk á svæðinu í áfalli. Klippa: Umfangsmiklar skemmdir unnar á Sprengisandi „Ef þú réttir úr þessum förum þá eru þetta einhverjir kílómetrar. Það eru hringir eins langt og þú sérð og í allar áttir. Þetta er ekkert eins og maður hafi villst örlítið út fyrir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Engin leið til að afmá förin algjörlega Hún segir enga leið til að láta svona för hverfa algjörlega og að þrátt fyrir að unnið verði ötullega að því að lágmarka skaðann muni það taka minnst áratug fyrir svæðið að jafna sig. Skemmdir af þessu umfangi hafi aldrei sést á Sprengisandi. „Við getum ekkert látið svona hverfa en við reynum að senda þau skilaboð að okkur var ekki alveg sama. Einhverjir reyndu að lágmarka skaðann í von um að einhverjir hugsi sig þá kannski tvisvar,“ segir hún. Málið tilkynnt til lögreglu Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en Fanney segist ekki vera bjartsýn um að sökudólgurinn náist. Hún brýnir þó til fólks að láta vita ef einhver verður var við birtingar á netinu Fanney segir förin breiða úr sér eins langt og augað sér.Aðsend „Þeir sem gera svona hlýtur að finnast þetta flott annars væru þeir ekki að því. Ef þeir fara nú kannski að stæra sig af afrekum sínum á netinu væri hægt að átta sig á því,“ segir hún og bætir við að við athæfi af þessu tagi liggi háar sektir. Félagsmenn ferðaklúbbs boðið aðstoð sína Fanney segist hafa haft samband við umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 og að félagsmenn hafi boðið aðstoð sína við að draga úr skaðanum á svæðinu. „Þetta er verkefni fyrir fullt af fólki ef eitthvað á að gera og þau eru spennt að koma og hjálpa okkur,“ segir Fanney. „Þetta er hálendið okkar allra og við erum mörg sem erum mjög miður okkar þegar svona er farið með það,“ segir hún.
Þjóðgarðar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira