Umhverfisráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið lengi í undirbúningi og nú sé kominn tími til að framkvæma.
Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Peningastefnunefnd Seðlabankans mun halda stýrivöxtum óbreyttum við vaxtaákvörðun í næstu viku samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbankans. Forseti ASÍ mætir í myndver og ræðir málið í beinni en stýrivextir hafa nú verið óbreyttir í eitt ár.
Tónleikastöðum hefur fækkað í miðborginni. Rekstrarðaðili segir um sorglega þróun að ræða sem rekja megi til togstreita milli hótelgeirans og tónlistarbransans.
Þá kíkjum við á álftarunga sem hefur vakið athygli á Seltjarnarnesi þar sem margir telja hann einmana og förum í opið hús hjá Siglingaklúbbi og prófum græjurnar.
Í Sportpakkanum heyrum við í sundkappanum Má Gunnarssyni sem er á leið á Ólympíumót fatlaðra og í Íslandi í dag kíkjum við á fallegt hús hjóna á Selfossi sem hafa komið fyrir vínkæli í tjörn í garði sínum.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísi klukkan 18:30.