Sjáðu þegar dómarinn vísaði ljósmyndara Víkings af velli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2024 09:01 Frederikke Sökjær vísar ljósmyndaranum af velli. stöð 2 sport Sérstakt atvik kom upp í leik Víkings og Tindastóls í Bestu deild kvenna í fyrradag. Dómari leiksins vísaði þá ljósmyndara á vegum Víkings af vellinum. Þegar níu mínútur voru til hálfleiks óskaði markvörður Tindastóls, Monica Wilhelm, eftir aðstoð sjúkraþjálfara. Í sjónvarpsútsendingu sést ljósmyndarinn kalla eitthvað í áttina að Wilhelm og dómaranum, hinni dönsku Frederikke Sökjær. Ljósmyndarinn kallar í áttina að Sökjær og markverði Tindastóls, Monicu Wilhelm.stöð 2 sport Eftir að Wilhelm hafði fengið aðhlynningu og sjúkraþjálfarinn Margrét Ársælsdóttir gekk af velli sást ljósmyndarinn skipta sér af henni og fylgdi henni þegar hún var á leið í varamannaskýli Tindastóls. Sökjær var bent á þetta og hljóp að ljósmyndaranum og Margréti. Hún bað hana um að fara í varamannaskýlið en vísaði ljósmyndaranum í burtu. Hann þráaðist eitthvað við en fór að lokum út af vallarsvæðinu og leikurinn gat því hafist að nýju. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Dómari vísar ljósmyndara Víkings af velli Í umfjöllun Fótbolta.net, sem fjallaði fyrst um málið, var Sökjær hrósað fyrir að vísa ljósmyndaranum af velli. Í samtali við Vísi í gær sagði Margrét að ljósmyndarinn hefði verið ósáttur við að leikurinn hafi verið stöðvaður. Hún svaraði honum með því að hún væri bara að sinna sínu starfi. Að sögn Margrétar baðst þjálfari Víkings, John Andrews, afsökunar á uppákomunni. Engir eftirmálar verða þó af henni af hálfu Margrétar og Tindastóls. Samkvæmt upplýsingum frá Víkingi var rætt við ljósmyndarann á staðnum. Og eftir samtal við framkvæmdastjóra Tindastóls, Lee Ann McGinnis, telst málið afgreitt í fullri sátt að því er fram kemur í tilkynningu frá Víkingi. Á leik Víkings og Tindastóls í gær kom upp atvik þar sem ákveðin orðaskipti áttu sér stað milli aðila við störf á vellinum.Eftir gott samtal við Lee Ann McGinnis framkvæmdastjóra Tindastóls telst málið vera afgreitt í fullri sátt á milli félaganna.— Víkingur (@vikingurfc) August 16, 2024 Víkingur vann leikinn, 5-1, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en Stólarnir í því áttunda. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Tindastóll Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Þegar níu mínútur voru til hálfleiks óskaði markvörður Tindastóls, Monica Wilhelm, eftir aðstoð sjúkraþjálfara. Í sjónvarpsútsendingu sést ljósmyndarinn kalla eitthvað í áttina að Wilhelm og dómaranum, hinni dönsku Frederikke Sökjær. Ljósmyndarinn kallar í áttina að Sökjær og markverði Tindastóls, Monicu Wilhelm.stöð 2 sport Eftir að Wilhelm hafði fengið aðhlynningu og sjúkraþjálfarinn Margrét Ársælsdóttir gekk af velli sást ljósmyndarinn skipta sér af henni og fylgdi henni þegar hún var á leið í varamannaskýli Tindastóls. Sökjær var bent á þetta og hljóp að ljósmyndaranum og Margréti. Hún bað hana um að fara í varamannaskýlið en vísaði ljósmyndaranum í burtu. Hann þráaðist eitthvað við en fór að lokum út af vallarsvæðinu og leikurinn gat því hafist að nýju. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Dómari vísar ljósmyndara Víkings af velli Í umfjöllun Fótbolta.net, sem fjallaði fyrst um málið, var Sökjær hrósað fyrir að vísa ljósmyndaranum af velli. Í samtali við Vísi í gær sagði Margrét að ljósmyndarinn hefði verið ósáttur við að leikurinn hafi verið stöðvaður. Hún svaraði honum með því að hún væri bara að sinna sínu starfi. Að sögn Margrétar baðst þjálfari Víkings, John Andrews, afsökunar á uppákomunni. Engir eftirmálar verða þó af henni af hálfu Margrétar og Tindastóls. Samkvæmt upplýsingum frá Víkingi var rætt við ljósmyndarann á staðnum. Og eftir samtal við framkvæmdastjóra Tindastóls, Lee Ann McGinnis, telst málið afgreitt í fullri sátt að því er fram kemur í tilkynningu frá Víkingi. Á leik Víkings og Tindastóls í gær kom upp atvik þar sem ákveðin orðaskipti áttu sér stað milli aðila við störf á vellinum.Eftir gott samtal við Lee Ann McGinnis framkvæmdastjóra Tindastóls telst málið vera afgreitt í fullri sátt á milli félaganna.— Víkingur (@vikingurfc) August 16, 2024 Víkingur vann leikinn, 5-1, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en Stólarnir í því áttunda.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Tindastóll Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira