Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði til við dómsmálaráðherra fyrir þremur vikum síðan að Helgi Magnús verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum.
Málið er enn á borði dómsmálaráðherra, sem segist ekki geta tjáð sig um málið á meðan það er enn til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins.
Rúv greindi frá því að Helgi hefði fengið tölvupóst í dag frá skrifstofustjóra embættisins, þar sem þess var óskað að hann skilaði inn lyklum að húsnæði embættisins og bílastæði, auk fartölvu embættisins.
Hann kvaðst ekki sjá lagagrundvöllinn í því, enda væri hann enn í starfi, og telur ekki erindi til að verða við þessari beiðni. Ríkissaksóknari væri kominn langt út fyrir valdsvið sitt.