Stefna á skóflustungu að nýrri bálstofu í haust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 14:03 Sigríður Bylgja segir að stefnt sé á fyrstu skóflustungu í haust. Þegar bálstofa Trés lífsins verði tekin í notkun verði hægt að hætta að nota nærri áttatíu ára gamla ofna Kirkjugarðanna. Vísir Forsvarskona og stofnandi Trés lífsins segir að stefnt sé að fyrstu skóflustungu að nýrri bálstofu í haust. Hún vonar að hægt verði að taka bálstofuna í notkun innan tveggja ára. Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að sífellt fleiri landsmenn kjósi bálför þegar kallið kemur umfram greftrun. Aðeins ein bálstofa er á landinu. Hún er í Fossvogi og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmanna, KGRP. Haft er eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra KGRP, að stofan sé elsta bálstofan sem er í notkun á Norðurlöndum en kveikt var á ofnunum 1948. Ný bálstofa hafi verið í burðarliðnum í Gufunesi frá 2005 en í hana vanti fjármagn. Undanfarin ár hefur Tré lífsins undirbúið stofnun og rekstur bálstofu og minningargarðs í Garðabæ. Í mars í fyrra bárust þær fréttir að dómsmálaráðuneytið væri komið í viðræðu við Kirkjugarðana um áframhaldandi rekstur þeirra á bálstofu. Lá þá fyrir að bæði KGRP og Tré lífsins vildu starfrækja bálstofu en bæði voru sammála um að aðeins eina bálstofu þyrfti til með hliðsjón af mannfjölda. „Við erum að stefna að skóflustungu í haust og að byggja bálstofu. Við erum með ofnaframleiðanda í Þýskalandi sem við ætlum að kaupa ofn af og öll leyfi eru komin hjá okkur og það liggur allt fyrir hjá Garðabæ. Nú erum við bara að bíða eftir svörum frá Garðabæ um tímalínu þeirra varðandi innviðauppbyggingu þeirra á svæðinu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. „Eðlilegt að þetta færist til óháðra aðila“ Hún segir að búið sé að leggja veg hluta af leiðinni að Rjúpnadal, þar sem bálstofan á að rísa og Garðabær ætlar að gera nýjan kirkjugarð. Hún segir þá vanta tengingu við rafmagn, heitt vatn og skólplagnir. „Byggingartíminn ætti að vera, varlega áætlað, tvö ár. Það gæti verið styttra. Við hlökkum svakalega til, það er búið að vinna að þessu verkefni í mörg ár. Við búumst við að við tökum þá við þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess að bálstofan í Fossvogi er löngu úr sér gengin og það er bara pláss fyrir eina á landinu,“ segir Sigríður. „Það er eðlilegt miðað við nútímann að þetta færist til óháðra aðila. Við erum almannaheillafélag, við erum ekki rekin í arðsemisskyni.“ Gera ráð fyrir að fleiri muni velja bálför Þar kemur jafnframt fram að í dag kjósi um 60 prósent þeirra sem falla frá á höfuðborgarsvæðinu bálför og á landinu öllu um 50 prósent. Í höfuðborgum nágrannalandanna er þetta hlutfall yfir 90 prósentum. „Ég hugsa að þróunin verði bara eins og í nágrannalöndunum. Ég held við eigum eftir að sjá hærra hlutfall þeirra sem eru utan að landi. Í dag er það þannig að kostnaðurinn lendir á aðstandendum, það er ekki góð þjónusta í kringum það að koma líki í brennslu og ösku til baka,“ segir Sigríður. „Við viljum bæta þjónustuna þannig að þau sem eru utan að landi, að þeim sé gefinn kostur á að nýta sér bálför. Þau neyðist ekki til að velja sér greftrun af því að hitt sé orðið svo dýrt.“ Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að sífellt fleiri landsmenn kjósi bálför þegar kallið kemur umfram greftrun. Aðeins ein bálstofa er á landinu. Hún er í Fossvogi og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmanna, KGRP. Haft er eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra KGRP, að stofan sé elsta bálstofan sem er í notkun á Norðurlöndum en kveikt var á ofnunum 1948. Ný bálstofa hafi verið í burðarliðnum í Gufunesi frá 2005 en í hana vanti fjármagn. Undanfarin ár hefur Tré lífsins undirbúið stofnun og rekstur bálstofu og minningargarðs í Garðabæ. Í mars í fyrra bárust þær fréttir að dómsmálaráðuneytið væri komið í viðræðu við Kirkjugarðana um áframhaldandi rekstur þeirra á bálstofu. Lá þá fyrir að bæði KGRP og Tré lífsins vildu starfrækja bálstofu en bæði voru sammála um að aðeins eina bálstofu þyrfti til með hliðsjón af mannfjölda. „Við erum að stefna að skóflustungu í haust og að byggja bálstofu. Við erum með ofnaframleiðanda í Þýskalandi sem við ætlum að kaupa ofn af og öll leyfi eru komin hjá okkur og það liggur allt fyrir hjá Garðabæ. Nú erum við bara að bíða eftir svörum frá Garðabæ um tímalínu þeirra varðandi innviðauppbyggingu þeirra á svæðinu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. „Eðlilegt að þetta færist til óháðra aðila“ Hún segir að búið sé að leggja veg hluta af leiðinni að Rjúpnadal, þar sem bálstofan á að rísa og Garðabær ætlar að gera nýjan kirkjugarð. Hún segir þá vanta tengingu við rafmagn, heitt vatn og skólplagnir. „Byggingartíminn ætti að vera, varlega áætlað, tvö ár. Það gæti verið styttra. Við hlökkum svakalega til, það er búið að vinna að þessu verkefni í mörg ár. Við búumst við að við tökum þá við þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess að bálstofan í Fossvogi er löngu úr sér gengin og það er bara pláss fyrir eina á landinu,“ segir Sigríður. „Það er eðlilegt miðað við nútímann að þetta færist til óháðra aðila. Við erum almannaheillafélag, við erum ekki rekin í arðsemisskyni.“ Gera ráð fyrir að fleiri muni velja bálför Þar kemur jafnframt fram að í dag kjósi um 60 prósent þeirra sem falla frá á höfuðborgarsvæðinu bálför og á landinu öllu um 50 prósent. Í höfuðborgum nágrannalandanna er þetta hlutfall yfir 90 prósentum. „Ég hugsa að þróunin verði bara eins og í nágrannalöndunum. Ég held við eigum eftir að sjá hærra hlutfall þeirra sem eru utan að landi. Í dag er það þannig að kostnaðurinn lendir á aðstandendum, það er ekki góð þjónusta í kringum það að koma líki í brennslu og ösku til baka,“ segir Sigríður. „Við viljum bæta þjónustuna þannig að þau sem eru utan að landi, að þeim sé gefinn kostur á að nýta sér bálför. Þau neyðist ekki til að velja sér greftrun af því að hitt sé orðið svo dýrt.“
Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira