Yfirgáfu Grindavík í snarhasti: „Ömurlegt ástand að horfa upp á þetta“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 23:26 Eiríkur Óli Dagbjartsson og Sólveig Ólafsdóttir eru fædd og uppalin í Grindavík. Aðsend Eiríkur Óli Dagbjartsson og Sólveig Ólafsdóttir voru stödd á heimili sínu í Grindavík þegar eldgos hófst í kvöld. Þau eru nú í Hveragerði en þetta er í annað sinn sem þau þurfa að flýja heimili sitt þegar eldsumbrot hefjast. „Við heyrðum í sírenunum. Reyndar hringdi dóttir okkar sem er í björgunarsveitinni, hún fékk tilkynningu og hringdi í okkur og þá svona föttuðum við þetta. Við vorum með lokaða glugga og vorum ekki alveg að heyra strax,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Næstu skref hafi verið að slökkva á öllu í húsinu, slá út rafmagnstækjum, taka töskurnar, fara út í bíl og drífa sig í burtu. „Það tók bara einhverjar mínútur. Ekkert óðagot, við erum kannski orðin svolítið vön þessu en þetta er ekkert þægilegt. Við gerum bara eins og okkur er sagt og drífum okkur í burtu. Það gengur mjög vel. Þetta er ekki fyrsta rýmingin sem við upplifum.“ Hann hafi einnig verið í bænum þegar þar síðasta gos hófst. Komu sér upp varastað í Hveragerði Enginn var við lokunarpóst þegar hjónin yfirgáfu Grindavík í kvöld, að sögn Eiríks. „Þeir voru greinilega bara farnir svo það var bara greið leið austur úr.“ Hjónin bjuggu í leiguíbúð í Kópavogi í vetur en skiluðu henni 1. júlí og hafa síðan dvalið meira og minna á heimili sínu í suðvesturhluta Grindavíkur. Eiríkur segir að þau hafi keypt lítinn íverustað í Hveragerði í haust þar sem þau geti verið á meðan það er ekki vært í Grindavík. Þrátt fyrir að þau hafi á þessum tímapunkti þolað nokkur eldgosin geti þau enn tekið á sálina. „Þetta er bara drulluóþægilegt sko. Við erum bæði fædd og uppaldir Grindvíkingar og rekjum ættir okkar langt aftur í ættir að miklu leyti. Þannig að við þráum að eiga afturkvæmt og langar ekkert meira. Þetta er bara ömurlegt ástand að horfa upp á þetta og þetta tekur í. Þegar það byrjar að gjósa, það er ekkert grín og svo er þetta alltaf að bíða og bíða og bíða og bið eftir þessu og bið eftir hinu.“ Bænum að blæða út Eiríkur segir lögregluyfirvöld og almannavarnir hafa staðið sig mjög vel í tengslum við jarðhræringarnar en hann gerir athugasemd við þá ákvörðun að takmarka umferð um Grindavík á milli eldgosa. „Hvernig Grindavík hefur verið haldið algjörlega lokaðri allan þennan tíma hefur okkur fundist óþarfi og ofboðsleg forræðishyggja að það hafi ekki bara mátt opna bæinn, því að bænum okkar er bara að blæða út. Það er bara kyrkingartak á honum og það litla lífsmark sem eftir er bara að fjara út. Við erum mörg þarna heima sem hefðum viljað að bærinn fengi að vera meira opinn þegar það er ekkert í gangi. Bara alveg eins og Bláa lónið má vera með opið.“ Þeim finnist bærinn ekki vera óöruggur á milli eldgosa og fundið lítið fyrir skjálftum að undanförnu. „Mjög stór hluti af bænum er bara nákvæmlega eins og hann var fyrir alla þessa atburði, sérstaklega vesturhelmingur bæjarins.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Við heyrðum í sírenunum. Reyndar hringdi dóttir okkar sem er í björgunarsveitinni, hún fékk tilkynningu og hringdi í okkur og þá svona föttuðum við þetta. Við vorum með lokaða glugga og vorum ekki alveg að heyra strax,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Næstu skref hafi verið að slökkva á öllu í húsinu, slá út rafmagnstækjum, taka töskurnar, fara út í bíl og drífa sig í burtu. „Það tók bara einhverjar mínútur. Ekkert óðagot, við erum kannski orðin svolítið vön þessu en þetta er ekkert þægilegt. Við gerum bara eins og okkur er sagt og drífum okkur í burtu. Það gengur mjög vel. Þetta er ekki fyrsta rýmingin sem við upplifum.“ Hann hafi einnig verið í bænum þegar þar síðasta gos hófst. Komu sér upp varastað í Hveragerði Enginn var við lokunarpóst þegar hjónin yfirgáfu Grindavík í kvöld, að sögn Eiríks. „Þeir voru greinilega bara farnir svo það var bara greið leið austur úr.“ Hjónin bjuggu í leiguíbúð í Kópavogi í vetur en skiluðu henni 1. júlí og hafa síðan dvalið meira og minna á heimili sínu í suðvesturhluta Grindavíkur. Eiríkur segir að þau hafi keypt lítinn íverustað í Hveragerði í haust þar sem þau geti verið á meðan það er ekki vært í Grindavík. Þrátt fyrir að þau hafi á þessum tímapunkti þolað nokkur eldgosin geti þau enn tekið á sálina. „Þetta er bara drulluóþægilegt sko. Við erum bæði fædd og uppaldir Grindvíkingar og rekjum ættir okkar langt aftur í ættir að miklu leyti. Þannig að við þráum að eiga afturkvæmt og langar ekkert meira. Þetta er bara ömurlegt ástand að horfa upp á þetta og þetta tekur í. Þegar það byrjar að gjósa, það er ekkert grín og svo er þetta alltaf að bíða og bíða og bíða og bið eftir þessu og bið eftir hinu.“ Bænum að blæða út Eiríkur segir lögregluyfirvöld og almannavarnir hafa staðið sig mjög vel í tengslum við jarðhræringarnar en hann gerir athugasemd við þá ákvörðun að takmarka umferð um Grindavík á milli eldgosa. „Hvernig Grindavík hefur verið haldið algjörlega lokaðri allan þennan tíma hefur okkur fundist óþarfi og ofboðsleg forræðishyggja að það hafi ekki bara mátt opna bæinn, því að bænum okkar er bara að blæða út. Það er bara kyrkingartak á honum og það litla lífsmark sem eftir er bara að fjara út. Við erum mörg þarna heima sem hefðum viljað að bærinn fengi að vera meira opinn þegar það er ekkert í gangi. Bara alveg eins og Bláa lónið má vera með opið.“ Þeim finnist bærinn ekki vera óöruggur á milli eldgosa og fundið lítið fyrir skjálftum að undanförnu. „Mjög stór hluti af bænum er bara nákvæmlega eins og hann var fyrir alla þessa atburði, sérstaklega vesturhelmingur bæjarins.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira