Grindavík ekki í hættu ef fer sem horfir Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 22. ágúst 2024 23:50 Kolbeinn Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í flugskýli Landhelgisgæslunnar eftir að hann flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Vísir/Sigurjón Ekkert hraunrennsli er í átt að Grindavík og bærinn er ekki í hættu ef gosið heldur áfram með þessum hætti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, sem flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Hann áætlar að hraun þeki yfir fimm ferkílómetra. Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á tíunda tímanum í kvöld virðist svipað að stærð og síðustu gos á þessum slóðum. Magnús Tumi segir að gosi nái að gígum sem voru virkir í síðasta gosi en ekkert suður fyrir þá. Ekkert hraunrennsli sé í átt að Grindavík og aðalþunginn í gosinn sé norðan við Skógfell. Hrauntaumurinn sé töluvert norðan við Svartsengi og Bláa lónið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni, segir að ólíkt fyrri gosum sé hraunrennslið norðan við vatnaskil og því stefni það ekki að bænum. Meðan sprungan lengist ekki til suðurs ætti það ekki að gerast. „Ef þetta heldur áfram svona þá er Grindavík ekki í hættu vegna þessa. Við vitum náttúrulega ekki hvað gerist alveg á næstunni en það er líklegt að þetta sé komið í hámark og svo fer að draga úr því eins og hin gosin. Það er að renna hraun dálítið norðar og svona í stóru myndinni er það æskilegra en hitt, þarna er ekki eins mikið af innviðum í hættu,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi áætlar að gossprungan hafi verið orðin um fjórir kílómetrar að lengd þegar hann og fleiri vísindamenn flugu yfir. Hraunmagnið gæti numið 1.500 til 2.000 rúmmetrum og flatarmál hraunsins um fimm ferkílómetrum. Ósennilegt sé að nýjar sprungur nær byggð opnist úr þessu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á tíunda tímanum í kvöld virðist svipað að stærð og síðustu gos á þessum slóðum. Magnús Tumi segir að gosi nái að gígum sem voru virkir í síðasta gosi en ekkert suður fyrir þá. Ekkert hraunrennsli sé í átt að Grindavík og aðalþunginn í gosinn sé norðan við Skógfell. Hrauntaumurinn sé töluvert norðan við Svartsengi og Bláa lónið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni, segir að ólíkt fyrri gosum sé hraunrennslið norðan við vatnaskil og því stefni það ekki að bænum. Meðan sprungan lengist ekki til suðurs ætti það ekki að gerast. „Ef þetta heldur áfram svona þá er Grindavík ekki í hættu vegna þessa. Við vitum náttúrulega ekki hvað gerist alveg á næstunni en það er líklegt að þetta sé komið í hámark og svo fer að draga úr því eins og hin gosin. Það er að renna hraun dálítið norðar og svona í stóru myndinni er það æskilegra en hitt, þarna er ekki eins mikið af innviðum í hættu,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi áætlar að gossprungan hafi verið orðin um fjórir kílómetrar að lengd þegar hann og fleiri vísindamenn flugu yfir. Hraunmagnið gæti numið 1.500 til 2.000 rúmmetrum og flatarmál hraunsins um fimm ferkílómetrum. Ósennilegt sé að nýjar sprungur nær byggð opnist úr þessu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Sjá meira
Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27