„Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2024 07:56 Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ Vísindamenn flugu tvívegis yfir í nótt, að sögn Hjördísar, ekki síst til að meta hraunrennslið og sjá í hvaða átt það væri að fara. „Það er mest þarna norðanmegin við eldgosið. Góðu fréttirnar eru að það er ekki á leiðinni í átt að Grindavík. Þannig að við tökum stöðuna núna miðað við allar þessar upplýsingar og vísindafólk og verkfræðingar taka allar þessar breytur og setja inn í hraunflæðilíkön, sem við höfum notað mikið núna undanfarin ár og hefur gefist vel til að meta hver staðan er og framvindan ekki síst.“ Að sögn Hjördísar gekk rýming í Grindavík og Bláa lóninu vel en greint var frá því í gær að hún hefði tekið um 40 mínútur. Gist hafi verið í um 20 húsum síðustu nætur en fólk kunni orðið vel á viðbrögð við gosi. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út,“ segir Hjördís um þróun mála á gossprungunum, sem eru tvær. Ómögulegt sé að segja til um hvort nýjar sprungur opnast. „Já, það er og verður líklega alltaf þannig á Íslandi,“ svarar Hjördís spurð að því hvort fólk sé að leggja leið sína að gosstöðvunum. „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því. En við svo sem biðluðum til fólks um að vera ekki að fara of nálægt og hvað þá að vera að stoppa á Reykjanesbrautinni til þess að labba svo út og taka myndir. Því það náttúrulega skapar hættu og viðbragðsaðilar eru uppteknir við annað en að bjarga fólki... frá Reykjanesbrautinni alla vega.“ Hjördís segir langflesta fara að leiðbeiningum. Spurð um fundi í dag segir Hjördís endalaust fundað þegar svona stendur. „Ætli það sé ekki biðin eftir næsta eldgosi. Og vitneskjan um að það muni koma nýtt eldgos,“ svarar hún spurð að því hvað hafi breyst frá fyrsta gosinu í þessari hrinu. „Ætli það sé ekki þessi bið eftir næsta eldgosi og kannski bara að vona að ef það þarf að koma þá væri fínt að það komi til að létta á kerfinu. Og létta á... ekki síst fyrir fólkið sem býr á staðnum og vinnur þarna nælægt. Það er svona vitneskjan um að ef það er eldgos eða það er nýbúið þá verður smá pása.“ Hjördís játar að nýr veruleiki stöðugra eldgosa skapi mikið álag fyrir viðbragðsaðila. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Vísindamenn flugu tvívegis yfir í nótt, að sögn Hjördísar, ekki síst til að meta hraunrennslið og sjá í hvaða átt það væri að fara. „Það er mest þarna norðanmegin við eldgosið. Góðu fréttirnar eru að það er ekki á leiðinni í átt að Grindavík. Þannig að við tökum stöðuna núna miðað við allar þessar upplýsingar og vísindafólk og verkfræðingar taka allar þessar breytur og setja inn í hraunflæðilíkön, sem við höfum notað mikið núna undanfarin ár og hefur gefist vel til að meta hver staðan er og framvindan ekki síst.“ Að sögn Hjördísar gekk rýming í Grindavík og Bláa lóninu vel en greint var frá því í gær að hún hefði tekið um 40 mínútur. Gist hafi verið í um 20 húsum síðustu nætur en fólk kunni orðið vel á viðbrögð við gosi. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út,“ segir Hjördís um þróun mála á gossprungunum, sem eru tvær. Ómögulegt sé að segja til um hvort nýjar sprungur opnast. „Já, það er og verður líklega alltaf þannig á Íslandi,“ svarar Hjördís spurð að því hvort fólk sé að leggja leið sína að gosstöðvunum. „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því. En við svo sem biðluðum til fólks um að vera ekki að fara of nálægt og hvað þá að vera að stoppa á Reykjanesbrautinni til þess að labba svo út og taka myndir. Því það náttúrulega skapar hættu og viðbragðsaðilar eru uppteknir við annað en að bjarga fólki... frá Reykjanesbrautinni alla vega.“ Hjördís segir langflesta fara að leiðbeiningum. Spurð um fundi í dag segir Hjördís endalaust fundað þegar svona stendur. „Ætli það sé ekki biðin eftir næsta eldgosi. Og vitneskjan um að það muni koma nýtt eldgos,“ svarar hún spurð að því hvað hafi breyst frá fyrsta gosinu í þessari hrinu. „Ætli það sé ekki þessi bið eftir næsta eldgosi og kannski bara að vona að ef það þarf að koma þá væri fínt að það komi til að létta á kerfinu. Og létta á... ekki síst fyrir fólkið sem býr á staðnum og vinnur þarna nælægt. Það er svona vitneskjan um að ef það er eldgos eða það er nýbúið þá verður smá pása.“ Hjördís játar að nýr veruleiki stöðugra eldgosa skapi mikið álag fyrir viðbragðsaðila.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira