Ákveðinn léttir en áfram óvissa Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2024 08:40 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, minnir á að síðasta gos hafi staðið í þrjár vikur. Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir stöðuna nú vera æði góða miðað við það sem hefði geta verið ef upptök eldgossisins hefðu verið sunnar og nær bænum. Eldgos hófst austan við Sýlingarfell klukkan 21:26 í gærkvöldi og hefur hraun úr sprungunum runnið til vesturs og austurs. Fannar segir hraunflæðið núna ekki ógna Grindavík og heldur ekki Grindavíkurveginum. „En auðvitað eru þetta fyrstu klukkutímarnir sem eru liðnir og rifja það upp að síðasta gos stóð yfir í þrjár vikur og við vitum ekki um framhaldið. En alla veganna má segja að þetta sé ákveðinn léttir. Biðtíminn afstaðinn þar sem óvissa var um það hvernig þetta kæmi til með að verða ef kæmi til goss. Þannig að við verum bærilega sátt við stöðuna.“ Fannar fór í samhæfingarstöð almannavarna í gærkvöldi og var þar fram á nótt og fylgdist með stöðunni. „Það var búð í 25 til 30 húsum og rýmingin gekk mjög vel, bæði í Grindavík og í Svartsengi. Þannig að það voru fumlaus og þjálfuð vinnubrögð sem voru þar viðhöfð og það gekk vel.“ Heyrist minna í lúðrum í hvassviðri Ábendingar hafa borist um að ekki hafi heyrst jafn vel í viðvörunarlúðrunum í Grindavík í gærkvöldi og í fyrri gosum. Fannar segir ekkert annað benda til en að lúðrarnir hafi virkað sem skyldi enda hafi þeir verið prófaðir reglulega. „Það er þannig að það er reglulega verið að taka æfingar og prófa þessa lúðra. Hins vegar er það þannig að það fer eftir vindáttinni og í hvaða aðstæðum fólk er í innanhúss að hljóðið berst ekki nægilega vel. En ég held að þeir hafi virkað sem skyldi en við vitum líka að í hvassviðri berst hlóðið ekki eins vel,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ 23. ágúst 2024 07:56 Vaktin: Innviðir virðast öruggir í bili Mesta virknin í gosinu er nyrst í eldri sprungunni, segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um þróun mála í nótt. 23. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Eldgos hófst austan við Sýlingarfell klukkan 21:26 í gærkvöldi og hefur hraun úr sprungunum runnið til vesturs og austurs. Fannar segir hraunflæðið núna ekki ógna Grindavík og heldur ekki Grindavíkurveginum. „En auðvitað eru þetta fyrstu klukkutímarnir sem eru liðnir og rifja það upp að síðasta gos stóð yfir í þrjár vikur og við vitum ekki um framhaldið. En alla veganna má segja að þetta sé ákveðinn léttir. Biðtíminn afstaðinn þar sem óvissa var um það hvernig þetta kæmi til með að verða ef kæmi til goss. Þannig að við verum bærilega sátt við stöðuna.“ Fannar fór í samhæfingarstöð almannavarna í gærkvöldi og var þar fram á nótt og fylgdist með stöðunni. „Það var búð í 25 til 30 húsum og rýmingin gekk mjög vel, bæði í Grindavík og í Svartsengi. Þannig að það voru fumlaus og þjálfuð vinnubrögð sem voru þar viðhöfð og það gekk vel.“ Heyrist minna í lúðrum í hvassviðri Ábendingar hafa borist um að ekki hafi heyrst jafn vel í viðvörunarlúðrunum í Grindavík í gærkvöldi og í fyrri gosum. Fannar segir ekkert annað benda til en að lúðrarnir hafi virkað sem skyldi enda hafi þeir verið prófaðir reglulega. „Það er þannig að það er reglulega verið að taka æfingar og prófa þessa lúðra. Hins vegar er það þannig að það fer eftir vindáttinni og í hvaða aðstæðum fólk er í innanhúss að hljóðið berst ekki nægilega vel. En ég held að þeir hafi virkað sem skyldi en við vitum líka að í hvassviðri berst hlóðið ekki eins vel,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ 23. ágúst 2024 07:56 Vaktin: Innviðir virðast öruggir í bili Mesta virknin í gosinu er nyrst í eldri sprungunni, segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um þróun mála í nótt. 23. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ 23. ágúst 2024 07:56
Vaktin: Innviðir virðast öruggir í bili Mesta virknin í gosinu er nyrst í eldri sprungunni, segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um þróun mála í nótt. 23. ágúst 2024 06:28