Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. ágúst 2024 11:44 Fjöldi barna dvaldi í skálum FÍ í Emstrum en hafa nú verið flutt með björgunarsveitum vegna veikinda. vísir/vilhelm Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. „Núna er bara verið að leita bara upprunans. Það liggur í raun ekkert fyrir, en það er ósennilegt að það sé í vatnslindum á svæðinu,“ segir Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála og fasteigna hjá Ferðafélagi Íslands. „Tiltölulega nýlega var vatnssýnataka sem sýnir að það er bara mjög hreint og gott vatn. Veikindin sýna þau einkenni líka, að það er eitthvað annars konar sem er að breiðast út þarna.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa einkenni hinna veiku meðal annars lýst sér í uppköstum og niðurgangi. Stefán Jökull Jakobsson.vísir/vilhelm Eftitlitið á kafi Greint var frá smitinu í morgun. Þá var ljóst að hátt í fimmtíu skólabörn, ásamt starfsólki, hefði veikst. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að ferja hópinn frá skálum Ferðafélagsins í Emstrubotnum. Þegar hópurinn kom að Hvolsvelli héldu áfram að berast tilkynningar um veikindi á neðanverðum Laugarveginum, meðal annars í Básum og í Þórsmörk. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu fram séu komnar vísbendingar um hvers konar veikindi sé að ræða, en hún vildi ekki tjá sig að svo stöddu. „En ég vil ekki setja einhverjar getgátur út í loftið,“ segir Sigrún. „Við erum bara á kafi í aðgerðum,“ segir Sigrún. Stýrihópur fundar þessa stundina um málið. Skálum ekki lokað Stefán Jökull segir að Ferðafélagið vinni sömuleiðis hörðum höndum að þrifum og sóttvörnum á svæðinu. „Eðlileg viðbrögð við svona flensum. Það er verið að bæta í þrifin og sérstaklega farið yfir sameiginlega fleti. Salerni og þess háttar, tvisvar þrisvar á dag á meðan við finnum út úr upprunanum.“ Verður skálunum lokað? „Nei þeim verður ekki lokað.“ Er það skynsamlegt, í ljósi aðstæðna? „Algjörlega, það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé tengt skálunum eða tengt vatnsneyslu.“ Björgunarsveitir Heilbrigðiseftirlit Rangárþing ytra Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira
„Núna er bara verið að leita bara upprunans. Það liggur í raun ekkert fyrir, en það er ósennilegt að það sé í vatnslindum á svæðinu,“ segir Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála og fasteigna hjá Ferðafélagi Íslands. „Tiltölulega nýlega var vatnssýnataka sem sýnir að það er bara mjög hreint og gott vatn. Veikindin sýna þau einkenni líka, að það er eitthvað annars konar sem er að breiðast út þarna.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa einkenni hinna veiku meðal annars lýst sér í uppköstum og niðurgangi. Stefán Jökull Jakobsson.vísir/vilhelm Eftitlitið á kafi Greint var frá smitinu í morgun. Þá var ljóst að hátt í fimmtíu skólabörn, ásamt starfsólki, hefði veikst. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að ferja hópinn frá skálum Ferðafélagsins í Emstrubotnum. Þegar hópurinn kom að Hvolsvelli héldu áfram að berast tilkynningar um veikindi á neðanverðum Laugarveginum, meðal annars í Básum og í Þórsmörk. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu fram séu komnar vísbendingar um hvers konar veikindi sé að ræða, en hún vildi ekki tjá sig að svo stöddu. „En ég vil ekki setja einhverjar getgátur út í loftið,“ segir Sigrún. „Við erum bara á kafi í aðgerðum,“ segir Sigrún. Stýrihópur fundar þessa stundina um málið. Skálum ekki lokað Stefán Jökull segir að Ferðafélagið vinni sömuleiðis hörðum höndum að þrifum og sóttvörnum á svæðinu. „Eðlileg viðbrögð við svona flensum. Það er verið að bæta í þrifin og sérstaklega farið yfir sameiginlega fleti. Salerni og þess háttar, tvisvar þrisvar á dag á meðan við finnum út úr upprunanum.“ Verður skálunum lokað? „Nei þeim verður ekki lokað.“ Er það skynsamlegt, í ljósi aðstæðna? „Algjörlega, það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé tengt skálunum eða tengt vatnsneyslu.“
Björgunarsveitir Heilbrigðiseftirlit Rangárþing ytra Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira