Hraun renni yfir svæði mengað af sprengjum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 20:23 Einar segir svæðið talsvert mengað. Vísir/Samsett Hraun úr eldgosinu við Sundhnúksgíga rennur yfir svæði sem er mengað af sprengjum frá veru bandaríska hersins á svæðinu á sjötta áratug síðustu aldar. Fram kemur í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að hraun renni nú um Vogaheiði sem var skotæfingasvæði bandaríska hersins á árunum 1952 til 1960. Svæðið sé töluvert mengað af ósprungnum sprengjum þrátt fyrir tilraunir Bandaríkjahers og Landhelgisgæslunnar að hreinsa það. Sprengjur finnist á hverju ári „Hraunið er innan svæðisins. Við erum eiginlega að bíða eftir því að hraunið fari út fyrir svæðið svo að við getum átt við þetta,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í samtali við fréttastofu. Hann segir sprengjur hafa fundist á svæðinu á hverju ári og því ekki spurning að þær leynist þar enn. „Á þessum árum notuðu þeir þetta svæði sem æfingasvæði fyrir hermenn. Það er alveg merkt á þessum gönguleiðum að aðvara fólk að það gætu leynst sprengjur. Herinn hefur verið að reyna að hreinsa þetta upp og Landhelgisgæslan líka. Svæðið er það torfarið að það hefur reynst erfitt. Það finnast á hverju ári sprengjur á þessu svæði,“ segir hann. Svæðið mjög torfarið Einar segir þó að þar sem svæðið er það torfarið sé ekki mikil hætta á ferð. Spryngju sprengjurnar færi gosmengunin hvort eð er út á sjó vegna norðanáttar. Hraunið sé mjög úfið. „Þetta er það vont yfirferðar, alls konar sprungur, hellar og gjótur,“ segir hann. „Þetta er óvænt twist. Ég þurfti ekki svona twist í þetta,“ segir Einar en verkefni slökkviliðsmanna í Grindavík eru ekki af skornum skammti um þessar mundir. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Slökkvilið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fram kemur í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að hraun renni nú um Vogaheiði sem var skotæfingasvæði bandaríska hersins á árunum 1952 til 1960. Svæðið sé töluvert mengað af ósprungnum sprengjum þrátt fyrir tilraunir Bandaríkjahers og Landhelgisgæslunnar að hreinsa það. Sprengjur finnist á hverju ári „Hraunið er innan svæðisins. Við erum eiginlega að bíða eftir því að hraunið fari út fyrir svæðið svo að við getum átt við þetta,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í samtali við fréttastofu. Hann segir sprengjur hafa fundist á svæðinu á hverju ári og því ekki spurning að þær leynist þar enn. „Á þessum árum notuðu þeir þetta svæði sem æfingasvæði fyrir hermenn. Það er alveg merkt á þessum gönguleiðum að aðvara fólk að það gætu leynst sprengjur. Herinn hefur verið að reyna að hreinsa þetta upp og Landhelgisgæslan líka. Svæðið er það torfarið að það hefur reynst erfitt. Það finnast á hverju ári sprengjur á þessu svæði,“ segir hann. Svæðið mjög torfarið Einar segir þó að þar sem svæðið er það torfarið sé ekki mikil hætta á ferð. Spryngju sprengjurnar færi gosmengunin hvort eð er út á sjó vegna norðanáttar. Hraunið sé mjög úfið. „Þetta er það vont yfirferðar, alls konar sprungur, hellar og gjótur,“ segir hann. „Þetta er óvænt twist. Ég þurfti ekki svona twist í þetta,“ segir Einar en verkefni slökkviliðsmanna í Grindavík eru ekki af skornum skammti um þessar mundir.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Slökkvilið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira