Fundu virka sprengju nærri gönguleið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. ágúst 2024 19:15 Svæðið sunnan Voga og Reykjanesbrautar er mengað af virkum og óvirkum sprengjum, frá æfingum Bandaríkjahers á 20. öldinni. Afar mikilvægt er að ganga eftir þekktum gönguslóðum á svæðinu. Vísir/Vilhelm Virk sprengja hefur fundist nærri gönguleið sunnan Voga og sunnan Reykjanesbrautar við upphaf eldgossins. Svæðið er þekkt sprengjusvæði, en þar stóð bandaríski herinn fyrir skotæfingum allt fram til ársins 1960. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjunum. Þar segir að svæðið sunnan Voga og Reykjanesbrautar hafi verið sprengjuleitað í gegnum tíðina, en þrátt fyrir það sé svæðið mengað af virkum og óvirkum sprengjum sem geta valdið manntjóni ef þær springa. Staðsetning innan 300 metra frá miðpunkti stórrar sprengju geti valdið manntjóni. Nauðsynlegt sé að vekja athygli á þessu nú þegar erlendir ferðamenn streyma inn á Reykjanesið til að berja gosið augum. Um er að ræða fallbyssukúlur, sprengjuvörpur (Mortar) og æfingasprengjur. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um útbreiðslu þeirra eða stærð svæðisins sem þær geta verið á. Á kortinu hér að neðan sést svæði þar sem fólk þarf að halda sig við merkta gönguslóða. Heimamenn og útivistarmenn sem hafa gengið um svæðið þekkja þetta vel, en nú sé nauðsynlegt að vekja athygli á þessu. Á svæðinu leynast fallbyssukúlur, sprengjuvörpur og æfingasprengjur.Lögreglan Þá segir einnig að gosstöðvarnar séu ekki aðgengilegar ferðamönnum við núverandi aðstæður. Loftgæði séu slæm og mengunar gæti frá gosinu og gróðureldum. Þrátt fyrir þetta skundi ferðamenn með börn sín inn á hættuleg svæði. Að lokum segir að við ákveðnar aðstæður geti komið til frekari takmarkana á umferð um Grindavíkurveg. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vogar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjunum. Þar segir að svæðið sunnan Voga og Reykjanesbrautar hafi verið sprengjuleitað í gegnum tíðina, en þrátt fyrir það sé svæðið mengað af virkum og óvirkum sprengjum sem geta valdið manntjóni ef þær springa. Staðsetning innan 300 metra frá miðpunkti stórrar sprengju geti valdið manntjóni. Nauðsynlegt sé að vekja athygli á þessu nú þegar erlendir ferðamenn streyma inn á Reykjanesið til að berja gosið augum. Um er að ræða fallbyssukúlur, sprengjuvörpur (Mortar) og æfingasprengjur. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um útbreiðslu þeirra eða stærð svæðisins sem þær geta verið á. Á kortinu hér að neðan sést svæði þar sem fólk þarf að halda sig við merkta gönguslóða. Heimamenn og útivistarmenn sem hafa gengið um svæðið þekkja þetta vel, en nú sé nauðsynlegt að vekja athygli á þessu. Á svæðinu leynast fallbyssukúlur, sprengjuvörpur og æfingasprengjur.Lögreglan Þá segir einnig að gosstöðvarnar séu ekki aðgengilegar ferðamönnum við núverandi aðstæður. Loftgæði séu slæm og mengunar gæti frá gosinu og gróðureldum. Þrátt fyrir þetta skundi ferðamenn með börn sín inn á hættuleg svæði. Að lokum segir að við ákveðnar aðstæður geti komið til frekari takmarkana á umferð um Grindavíkurveg.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vogar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira