Styttur af Bakkabræðrum afhjúpaðar á Dalvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2024 17:06 Þriðja styttan ný afhjúpuð í morgun, spenntir nemendur fylgjast með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Styttur af Bakkabræðrunum þeim Gísla, Eiríki og Helga voru afhjúpaðar í morgun á göngustíg ofan Dalvíkur af nemendum Dalvíkurskóla. Ástæðan er sú að bræðurnir voru frá bænum Bakka í Svarfaðardal en skemmtilegu sögurnar af þeim bræðrum þekkja flestir. „Síðastliðinn vetur hönnuðu nemendur skólans þessa ágætu bræður. Smíðakarlarnir eru í fullri stærð og á þeim má finna QR kóða, sem hægt er að skanna með myndavél úr síma til að hlusta á skemmtisögur af þeim bræðrum. Þau Sunneva Björk Aradóttir, Hörður Högni Skaftason og Bríet Þóra Karlsdóttir, sigurvegarar Dalvíkurskóla í stóru upplestrarkeppninni sáu um upplesturinn og Bil Guðröðardóttir, sem útskrifaðist úr Dalvíkurskóla 2022 teiknaði karlana með aðstoð Skapta myndmenntakennara. Margir nemendur komu síðan að verkefninu á þemadögum sem við vorum með um heimabyggðina vorið 2024,” segir Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari við skólann og bætir við. Nemendur ættaðir frá Bakka í Svarfaðardal afhjúpuðu alla þrjá bræðurna.Aðsend „Nú hafa þeir bræður strokið úr Dalvíkurskóla og hafa komið sér fyrir á göngustígnum góða fyrir ofan skógarreitinn Bögg. Fallegir tréhringir prýða einnig nokkur tré í Bögg, en á þeim eru teiknaðar myndir úr sögunum eftir nemendur. Þetta var skemmtilegt samvinnuverkefni margra nemenda og óhætt að segja að verkefnið samþætti margar námsgreinar, svo sem íslensku, sköpun, samfélagsfræði, upplýsingatækni , náttúrufræði, útivist og hreyfingu.” Í morgun voru þeir bræður afhjúpaðir við hátíðlega athöfn í Bögg. Nemendur í 4. bekk leiddu söng um Bakkabræður sem Lovísa María Sigurgeirsdóttir samdi textann við, Friðrik Arnarson skólastjóri hélt stutta tölu og síðan var QR kóðinn prófaður og allir hlustuðu á söguna. Bræðurnir sóma sér vel fyrir ofan skógarreitinn Bögg.Hér er einn þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarbúar á Dalvík og íbúar í næsta nágrenni og gestir eru hvattir til að fá sér göngutúr um stígana góðu ofan við og inni í Bögg, heilsa upp á bræðurna og hlusta á skemmtisögur af þeim. Bakkabræður munu dvelja við stígana eitthvað fram á haust, en þá munu þeir flýja í hús og bíða af sér veturinn. Með hækkandi sól næsta vor munu þeir eflaust koma sér fyrir aftur á göngustígnum. Friðrik Arnarson, skólastjóri heldur hér stutta tölu um verkefnið, sem tókst einstaklega vel.Aðsend Dalvíkurbyggð Styttur og útilistaverk Menning Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Síðastliðinn vetur hönnuðu nemendur skólans þessa ágætu bræður. Smíðakarlarnir eru í fullri stærð og á þeim má finna QR kóða, sem hægt er að skanna með myndavél úr síma til að hlusta á skemmtisögur af þeim bræðrum. Þau Sunneva Björk Aradóttir, Hörður Högni Skaftason og Bríet Þóra Karlsdóttir, sigurvegarar Dalvíkurskóla í stóru upplestrarkeppninni sáu um upplesturinn og Bil Guðröðardóttir, sem útskrifaðist úr Dalvíkurskóla 2022 teiknaði karlana með aðstoð Skapta myndmenntakennara. Margir nemendur komu síðan að verkefninu á þemadögum sem við vorum með um heimabyggðina vorið 2024,” segir Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari við skólann og bætir við. Nemendur ættaðir frá Bakka í Svarfaðardal afhjúpuðu alla þrjá bræðurna.Aðsend „Nú hafa þeir bræður strokið úr Dalvíkurskóla og hafa komið sér fyrir á göngustígnum góða fyrir ofan skógarreitinn Bögg. Fallegir tréhringir prýða einnig nokkur tré í Bögg, en á þeim eru teiknaðar myndir úr sögunum eftir nemendur. Þetta var skemmtilegt samvinnuverkefni margra nemenda og óhætt að segja að verkefnið samþætti margar námsgreinar, svo sem íslensku, sköpun, samfélagsfræði, upplýsingatækni , náttúrufræði, útivist og hreyfingu.” Í morgun voru þeir bræður afhjúpaðir við hátíðlega athöfn í Bögg. Nemendur í 4. bekk leiddu söng um Bakkabræður sem Lovísa María Sigurgeirsdóttir samdi textann við, Friðrik Arnarson skólastjóri hélt stutta tölu og síðan var QR kóðinn prófaður og allir hlustuðu á söguna. Bræðurnir sóma sér vel fyrir ofan skógarreitinn Bögg.Hér er einn þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarbúar á Dalvík og íbúar í næsta nágrenni og gestir eru hvattir til að fá sér göngutúr um stígana góðu ofan við og inni í Bögg, heilsa upp á bræðurna og hlusta á skemmtisögur af þeim. Bakkabræður munu dvelja við stígana eitthvað fram á haust, en þá munu þeir flýja í hús og bíða af sér veturinn. Með hækkandi sól næsta vor munu þeir eflaust koma sér fyrir aftur á göngustígnum. Friðrik Arnarson, skólastjóri heldur hér stutta tölu um verkefnið, sem tókst einstaklega vel.Aðsend
Dalvíkurbyggð Styttur og útilistaverk Menning Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent