„Þýðir ekkert að keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 20:17 Hjónin ferðuðust fleiri þúsund kílómetra á rafmagnsbílnum um meginland Evrópu í sumar. Facebook „Það var margt sem kom skemmtilega á óvart en kannski annað sem olli mér vonbrigðum,“ segir Jean-Rémi Chareyre sem í sumar hélt í ferðalag ásamt eiginkonu sinni um Evrópu þar sem þau ferðuðust um átta þúsund kílómetra, án vandræða, á rafmagnsbíl. „Þau sem að eiga rafmagnsbíl þekkja það yfirleitt að þýðir ekkert að fara í ferðalag og bara keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni til að velta fyrir sér hvar á að hlaða. Maður þarf að vera alltaf svolítið undirbúinn,“ segir Jean-Rémi. Hjónin lögðu af stað með Norrænu frá Seyðisfirði og héldu þaðan til Danmerkur. Þaðan óku þau sem leið lá um Þýskaland, Frakkland, Spán, Belgíu og Holland, og síðan til baka aftur í gegnum Þýskaland og Danmörku. Jean-Rémi lýsti ferðalaginu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en hann segir ferðalagið hafa gengið vandræðalaust fyrir sig og telur innviðina á meiginlandinu til að ferðast um á rafmagnsbíl þónokkuð betri en á Íslandi. Drægnin meiri í góða veðrinu Þetta var í fyrsta skiptið sem þau hjón fóru í svo langt ferðalag erlendis á rafmagnsbílnum. Hann segir hafa skipt sköpum að hafa kynnt sér vel hvaða fyrirtæki bjóði upp á hraðhleðslustöðvar á meginlandinu og gætti þess að vera meðvitaður um hleðslustöðvar á leiðinni. „Það er orðið frekar þétt net af þessum stöðvum. Eins og í Frakklandi þar sem við vorum til dæmis, þar eru komnar yfir hundrað af þessum stöðvum frá þessu fyrirtæki,“ segir Jean-Rémi um einn risann á þeim markaði. Þá segir hann að í góðu veðri í Evrópu hafi komst bíllinn lengra á hverri hleðslu en almennt heima á Íslandi. „Það má segja að innviðirnir séu aðeins á undan,“ segir Jean-Rémi. „Það kom á óvart að það er komið mikið af hraðhleðslustöðvum og það er oft mjög mikið af stöðvum á hverjum stað þannig maður lendir ekki í að koma á stað og það er bara ein stöð og hún er upptekin. Það er dálítið leiðinlegt, þá þarf maður oft að bíða lengi.“ Þau hafi talið allt upp í tuttugu hleðslustöðvar á sama stað. „Það sem var ekki eins gott er að ég var að vona að við gætum hlaðið meira á gististöðunum þar sem við vorum að gista,“ bætir hann við, en þrátt fyrir að sumir gististaðanna hafi sagst á bókunarsíðum hafa upp á að bjóða aðstöðu til að hlaða rafbíl hafi það ekki alltaf verið raunin. Rafmagnið hafi hins vegar verið nokkuð dýrara á meginlandinu heldur en á Íslandi. Ferðalög Bílar Samgöngur Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
„Þau sem að eiga rafmagnsbíl þekkja það yfirleitt að þýðir ekkert að fara í ferðalag og bara keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni til að velta fyrir sér hvar á að hlaða. Maður þarf að vera alltaf svolítið undirbúinn,“ segir Jean-Rémi. Hjónin lögðu af stað með Norrænu frá Seyðisfirði og héldu þaðan til Danmerkur. Þaðan óku þau sem leið lá um Þýskaland, Frakkland, Spán, Belgíu og Holland, og síðan til baka aftur í gegnum Þýskaland og Danmörku. Jean-Rémi lýsti ferðalaginu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en hann segir ferðalagið hafa gengið vandræðalaust fyrir sig og telur innviðina á meiginlandinu til að ferðast um á rafmagnsbíl þónokkuð betri en á Íslandi. Drægnin meiri í góða veðrinu Þetta var í fyrsta skiptið sem þau hjón fóru í svo langt ferðalag erlendis á rafmagnsbílnum. Hann segir hafa skipt sköpum að hafa kynnt sér vel hvaða fyrirtæki bjóði upp á hraðhleðslustöðvar á meginlandinu og gætti þess að vera meðvitaður um hleðslustöðvar á leiðinni. „Það er orðið frekar þétt net af þessum stöðvum. Eins og í Frakklandi þar sem við vorum til dæmis, þar eru komnar yfir hundrað af þessum stöðvum frá þessu fyrirtæki,“ segir Jean-Rémi um einn risann á þeim markaði. Þá segir hann að í góðu veðri í Evrópu hafi komst bíllinn lengra á hverri hleðslu en almennt heima á Íslandi. „Það má segja að innviðirnir séu aðeins á undan,“ segir Jean-Rémi. „Það kom á óvart að það er komið mikið af hraðhleðslustöðvum og það er oft mjög mikið af stöðvum á hverjum stað þannig maður lendir ekki í að koma á stað og það er bara ein stöð og hún er upptekin. Það er dálítið leiðinlegt, þá þarf maður oft að bíða lengi.“ Þau hafi talið allt upp í tuttugu hleðslustöðvar á sama stað. „Það sem var ekki eins gott er að ég var að vona að við gætum hlaðið meira á gististöðunum þar sem við vorum að gista,“ bætir hann við, en þrátt fyrir að sumir gististaðanna hafi sagst á bókunarsíðum hafa upp á að bjóða aðstöðu til að hlaða rafbíl hafi það ekki alltaf verið raunin. Rafmagnið hafi hins vegar verið nokkuð dýrara á meginlandinu heldur en á Íslandi.
Ferðalög Bílar Samgöngur Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira