Mikil fagnaðarlæti vegna hænu í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2024 20:06 Mæðgurnar í Hveragerði, Anna Halla og Guðlaug Berglind, sem ráða sér ekki yfir kæti að hænan Sóley hafi skilað sér heim eftir átta daga fjarveru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil gleði braust út á heimili mæðgna í Hveragerði í vikunni þegar hænan Sóley skilaði sér heim eftir að hafa verið týnd í átta daga. Mæðgurnar voru búnir að gefa það upp bátinn að Sóley fyndist á lífi en það ótrúlega gerðist, hún kom sprelllifandi heim. Í húsi við Laufskóga eru mæðgurnar Anna Halla og mamma hennar, Guðlaug Berglind, sem er 87 ára með þrjár hænur í garðinum. Hænurnar eiga heima í hænsnakofa en fá að vera lausar út í garði þegar þannig er. Nýlega gerðist það að Sóley, ein af hænunum hvarf, sennilega vegna hræðslu við ókunnugan hund, sem kom í heimsókn. Það var gerð dauðaleit að henni í átta daga í Hveragerði og næsta nágrenni, en svo birtist hún allt í einu eins og ekkert hefði í skorist. „Það var æðislegt, ég alveg mamma, mamma, mamma, sérðu hver er við stólinn kallaði ég, það var æðislegt að sjá hana,” segir Anna Halla Hallsdóttir, hænsnaeigandi í Hveragerði og heldur áfram. „Ég labbaði út um allan bæ og sagði púdda, púdd, skilurðu, en það er ekki ólíklegt að hún hafi verið hrædd, hjúfrað sig einhvers staðar en ekki langt frá. Og við erum að segja að þegar að vindurinn var um daginn þá hafi hrists almennilega upp í henni og þá bara vildi hún fara heim, bara heim í hlýjuna.” Hér er Sóley fremst á myndinni, alsæl að vera komin heim aftur til mæðgnanna eftir að hafa skroppið að heiman í átta daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvert halda mæðgurnar að Sóley hafi farið? „Við vitum það ekki. Það var búið að leita í öllum görðum og alls staðar því við vildum að minnsta kosti finna af henni hræið ef hún hefði dáið,” segir Guðlaug Berglind Björnsdóttir, 87 ára hænsnaeigandi í Hveragerði og bætir strax við. „Og ég ætla að segja þér, þetta eru allt karakterar og þetta eru gæludýrin okkar, þetta er ekki eins og við séum að reka hænsnabú, þrjár litlar púddur til að hafa gaman af og hafa þær hlaupandi hér um garðinn er æðislegt.” En mælir Guðlaug með því að fólk fái sér hænur í garðinn sinn? „Já, þeir sem hafa svona aðstöðu að lofa þeim að vera frjálsar. Fyrsta verkið á morgnana er að hleypa þeim út og síðasta á kvöldin er að loka.” Hveragerði Landbúnaður Dýr Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira
Í húsi við Laufskóga eru mæðgurnar Anna Halla og mamma hennar, Guðlaug Berglind, sem er 87 ára með þrjár hænur í garðinum. Hænurnar eiga heima í hænsnakofa en fá að vera lausar út í garði þegar þannig er. Nýlega gerðist það að Sóley, ein af hænunum hvarf, sennilega vegna hræðslu við ókunnugan hund, sem kom í heimsókn. Það var gerð dauðaleit að henni í átta daga í Hveragerði og næsta nágrenni, en svo birtist hún allt í einu eins og ekkert hefði í skorist. „Það var æðislegt, ég alveg mamma, mamma, mamma, sérðu hver er við stólinn kallaði ég, það var æðislegt að sjá hana,” segir Anna Halla Hallsdóttir, hænsnaeigandi í Hveragerði og heldur áfram. „Ég labbaði út um allan bæ og sagði púdda, púdd, skilurðu, en það er ekki ólíklegt að hún hafi verið hrædd, hjúfrað sig einhvers staðar en ekki langt frá. Og við erum að segja að þegar að vindurinn var um daginn þá hafi hrists almennilega upp í henni og þá bara vildi hún fara heim, bara heim í hlýjuna.” Hér er Sóley fremst á myndinni, alsæl að vera komin heim aftur til mæðgnanna eftir að hafa skroppið að heiman í átta daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvert halda mæðgurnar að Sóley hafi farið? „Við vitum það ekki. Það var búið að leita í öllum görðum og alls staðar því við vildum að minnsta kosti finna af henni hræið ef hún hefði dáið,” segir Guðlaug Berglind Björnsdóttir, 87 ára hænsnaeigandi í Hveragerði og bætir strax við. „Og ég ætla að segja þér, þetta eru allt karakterar og þetta eru gæludýrin okkar, þetta er ekki eins og við séum að reka hænsnabú, þrjár litlar púddur til að hafa gaman af og hafa þær hlaupandi hér um garðinn er æðislegt.” En mælir Guðlaug með því að fólk fái sér hænur í garðinn sinn? „Já, þeir sem hafa svona aðstöðu að lofa þeim að vera frjálsar. Fyrsta verkið á morgnana er að hleypa þeim út og síðasta á kvöldin er að loka.”
Hveragerði Landbúnaður Dýr Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira