„Mér fannst vanta hugrekki í okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2024 17:06 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, á hliðarlínunni í dag, pollrólegur að vanda Vísir/Pawel Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var ósáttur með frammistöðu sinna manna í 0-0 jafnteflinu gegn Fylki á Ísafirði í dag. Hann sagði að hans menn þyrftu að bera meiri virðingu fyrir boltanum. „Gríðarlega svekktur. Mér fannst frammistaðan í dag ekki verðskulda neitt nema kannski stig,“ sagði Davíð Smári í viðtali strax eftir leik. „Við fengum einhverjar 12-13 hornspyrnur sem við nýttum ekki. Við getum svo sem aðeins afsakað okkur með vindinn, erfitt að stjórna boltanum í þessum leik í dag. Mér fannst við ragir að halda í botlann og spila boltanum og fannst við geta gert töluvert betur úr þeim stöðum sem við fengum. Því miður áttum við ekki góðan leik í dag,“ bætti Davíð Smári við en leikurinn í dag var fremur tíðindalítill og varfærnin allsráðandi enda dýrt að tapa fallbaráttuslag sem þessum. „Ég held að í hausnum á mönnum sé það þannig að hvorugt liðið vill tapa leiknum. Auðvitað hefur það áhrif. Ég man ekki eftir að markmenn hafi þurft að verja bolta hér í dag,“ sagði Davíð Smári aðspurður hvort mikilvægi leiksins hafi haft áhrif á leikmenn. „Auðvitað fengum við einhverjar góðar stöður og hættulegri færi en Fylkismenn, ég man varla eftir hættulegu færi hjá þeim í dag. Ég er ekki ánægður með leikinn og fannst við geta gert töluvert betur. Algjör synd að nýta ekki þessar hornspyrnur sem við fengum í dag. Ég er bara svekktur.“ Framundan er tveggja vikna hlé á Bestu deildinni vegna landsleikja. Davíð Smári sagðist spenntur fyrir framhaldinu. „Auðvitað leggst þetta vel í mann, maður þarf aðeins að jafna sig á þessum leik áður en maður setur upp brosið og góða skapið. Við þurfum að nýta betur færin í leikjunum og fara betur með þau. Við þurfum að vanda okkur betur á boltanum og bera virðingu fyrir boltanum.“ „Vera hugrakkir, mér fannst vanta hugrekki í okkur. Við reynum að gera sóknarbreytingar í lokin og fannst það setja smá stress í Fylkismenn. Mér fannst við ekki nýta okkur það og ég er gríðarlega vonsvikinn. Við ætluðum okkur sigur hér í dag og það gekk ekki eftir,“ sagði Davíð Smári að endingu. Besta deild karla Vestri Fylkir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira
„Gríðarlega svekktur. Mér fannst frammistaðan í dag ekki verðskulda neitt nema kannski stig,“ sagði Davíð Smári í viðtali strax eftir leik. „Við fengum einhverjar 12-13 hornspyrnur sem við nýttum ekki. Við getum svo sem aðeins afsakað okkur með vindinn, erfitt að stjórna boltanum í þessum leik í dag. Mér fannst við ragir að halda í botlann og spila boltanum og fannst við geta gert töluvert betur úr þeim stöðum sem við fengum. Því miður áttum við ekki góðan leik í dag,“ bætti Davíð Smári við en leikurinn í dag var fremur tíðindalítill og varfærnin allsráðandi enda dýrt að tapa fallbaráttuslag sem þessum. „Ég held að í hausnum á mönnum sé það þannig að hvorugt liðið vill tapa leiknum. Auðvitað hefur það áhrif. Ég man ekki eftir að markmenn hafi þurft að verja bolta hér í dag,“ sagði Davíð Smári aðspurður hvort mikilvægi leiksins hafi haft áhrif á leikmenn. „Auðvitað fengum við einhverjar góðar stöður og hættulegri færi en Fylkismenn, ég man varla eftir hættulegu færi hjá þeim í dag. Ég er ekki ánægður með leikinn og fannst við geta gert töluvert betur. Algjör synd að nýta ekki þessar hornspyrnur sem við fengum í dag. Ég er bara svekktur.“ Framundan er tveggja vikna hlé á Bestu deildinni vegna landsleikja. Davíð Smári sagðist spenntur fyrir framhaldinu. „Auðvitað leggst þetta vel í mann, maður þarf aðeins að jafna sig á þessum leik áður en maður setur upp brosið og góða skapið. Við þurfum að nýta betur færin í leikjunum og fara betur með þau. Við þurfum að vanda okkur betur á boltanum og bera virðingu fyrir boltanum.“ „Vera hugrakkir, mér fannst vanta hugrekki í okkur. Við reynum að gera sóknarbreytingar í lokin og fannst það setja smá stress í Fylkismenn. Mér fannst við ekki nýta okkur það og ég er gríðarlega vonsvikinn. Við ætluðum okkur sigur hér í dag og það gekk ekki eftir,“ sagði Davíð Smári að endingu.
Besta deild karla Vestri Fylkir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira