Allir austur um helgina Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2024 12:14 Sjórinn verður ekki endilega jafn hlýr og í júní árið 2019 þegar þessi mynd var tekin í Neskaupstað. En veðrið verður samt sem áður afar gott. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hvetur alla landsmenn að ferðast austur í veðurblíðuna um helgina. Á Vestfjörðum og Norðurlandi eru gular veðurviðvaranir, og losnaði bátur frá bryggju á Ísafirði vegna veðurofsans. Þessa dagana eru íbúar höfuðborgarsvæðisins aðlagast lífinu í grámyglunni eftir sumarið og eru íbúar á Vestfjörðum og Norðurlandi að glíma við gular veðurviðvaranir með allt að 22 metrum á sekúndu. Á Ísafirði slitnaði lítil skúta frá bryggju og rak upp í grjótgarðinn við Skutulsfjarðarbraut. Á Austurlandi er sagan hins vegar allt önnur. Þar er hiti allt að tuttugu stig og von á sól og blíðu eftir hádegi, þrátt fyrir að sólin sé mætt á einhverja staði eins og Langanes. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir íbúa svæðisins afar ánægða með þennan sumarauka. „Það var svolítill vindur í morgun, stífur sunnanvindur. Auðvitað bara hlýtt í honum. En samkvæmt veðurspánni í gær á að hægja hjá okkur um helgina. Þó að við höfum fengið góða daga í sumar er þetta afskaplega kærkomið eftir rigningar, sviptingar og fleira. Fá svona aðeins plús í þetta,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Hann vonast til þess að veðrið boði gott haust og mildan vetur. „Við krossum fingur með það, það gæti verið afskaplega notalegt fyrir okkur öll að þetta yrði bara mildur vetur og fallegt haust um land allt,“ segir Jón Björn. Hann hvetur þá sem vilja ekki kveðja sumarið alveg strax að drífa sig austur um helgina. „Nú rífa menn út grillið aftur og taka sumarfötin úr geymslunni. Jafnvel geta farið af stað með ferðavagna um helgina hér á Austurlandi. Því miðað við spána er það ekki síðra núna heldur en lungann af sumrinu hjá okkur. Sem hefur verið eins og um allt land ansi köflótt hjá okkur,“ segir Jón Björn. Veður Fjarðabyggð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þessa dagana eru íbúar höfuðborgarsvæðisins aðlagast lífinu í grámyglunni eftir sumarið og eru íbúar á Vestfjörðum og Norðurlandi að glíma við gular veðurviðvaranir með allt að 22 metrum á sekúndu. Á Ísafirði slitnaði lítil skúta frá bryggju og rak upp í grjótgarðinn við Skutulsfjarðarbraut. Á Austurlandi er sagan hins vegar allt önnur. Þar er hiti allt að tuttugu stig og von á sól og blíðu eftir hádegi, þrátt fyrir að sólin sé mætt á einhverja staði eins og Langanes. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir íbúa svæðisins afar ánægða með þennan sumarauka. „Það var svolítill vindur í morgun, stífur sunnanvindur. Auðvitað bara hlýtt í honum. En samkvæmt veðurspánni í gær á að hægja hjá okkur um helgina. Þó að við höfum fengið góða daga í sumar er þetta afskaplega kærkomið eftir rigningar, sviptingar og fleira. Fá svona aðeins plús í þetta,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Hann vonast til þess að veðrið boði gott haust og mildan vetur. „Við krossum fingur með það, það gæti verið afskaplega notalegt fyrir okkur öll að þetta yrði bara mildur vetur og fallegt haust um land allt,“ segir Jón Björn. Hann hvetur þá sem vilja ekki kveðja sumarið alveg strax að drífa sig austur um helgina. „Nú rífa menn út grillið aftur og taka sumarfötin úr geymslunni. Jafnvel geta farið af stað með ferðavagna um helgina hér á Austurlandi. Því miðað við spána er það ekki síðra núna heldur en lungann af sumrinu hjá okkur. Sem hefur verið eins og um allt land ansi köflótt hjá okkur,“ segir Jón Björn.
Veður Fjarðabyggð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira