Skoða að breyta Hópinu í safn Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 19:25 Sprungan í Hópinu. Kristinn Magnússon Bæjarráð Grindavíkur hefur frestað niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins og skoðar nú að breyta húsinu í safn. Forseti bæjarstjórnar vill losna við lokunarpósta og hleypa öllum inn í bæinn á næstunni. Frá því að Grindavík var fyrst rýmd þann 10. nóvember á síðasta ári hefur bærinn verinn lokaður almenningi. Umferð inn í bæinn hefur verið stjórnað á þremur lokunarpóstum en nú vill bæjarráð losna við þessa lokunarpósta og hleypa þeim sem vilja inn í bæinn. „Við bara bókuðum þetta síðastliðinn þriðjudag. Bærinn hefur verið lokaður í tíu mánuði og það hefur mikil vinna farið fram hér innanbæjar. Við að gera bæinn öruggan. Við viljum bara sjá ákveðna framþróun,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.Vísir/Bjarni Hún nefnir sem dæmi að ferðamenn hlaupi um allar trissur á nýstorknuðu hrauni án þess að þurfa að fara í gegnum nokkurn lokunarpóst til þess. Öryggi yrði haft í fyrirrúmi yrði bærinn opnaður. „Þegar maður horfir til til dæmis ferðamannanna sem eru hérna hinum megin við hólinn þar sem öryggið er ekki mikið, þá teljum við að við getum tekið á móti fólki og opnað bæinn fyrir bæjarbúum,“ segir Ásrún. „Ég keyrði hingað áðan og maður sá að ferðamennirnir voru að klifra á hrauninu. En við höfum svo margt að sýna hér. Mér finnst synd að fólk skuli ekki fá að upplifa þennan heimsatburð.“ Svo er það íþróttamiðstöð Grindvíkinga, Hópið. Í júní var ákveðið að rífa húsið en risastór sprunga fannst undir gervigrasinu þar undir. En nú eru önnur teikn á lofti og húsið fær að standa. Að minnsta kosti í bili. „Húsið er altjónað og þarna liggur sprunga í gegn, það er rétt. En það kom bréf frá Batteríinu sem er verkfræði- og arkitektúrstofa, um að við myndum skoða allar ákvarðanir við tökum, litlar sem smáar. Við myndum horfa til framtíðar því hér verður mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn,“ segir Ásrún. Hinkra á aðeins og sjá hvort mögulega sé hægt að breyta hópinu í safn um jarðhræringarnar í Grindavík. „Þeir segja það sem hafa farið þangað inn að þetta sé ótrúleg upplifun. Að vera þarna inni og sjá sprunguna í gegn,“ segir Ásrún. Íþróttamiðstöðin í Grindavík gæti orðið að safni.Vísir/Bjarni Þannig þið ætlið aðeins að bíða og sjá, mögulega fer húsið og mögulega ekki. Þið ætlið bara aðeins að meta stöðuna upp á nýtt? „Já, við ætlum bara að anda ofan í kviðinn og sjá hvað verður. Hvaða skynsamlegu ákvörðun við tökum,“ segir Ásrún. Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Frá því að Grindavík var fyrst rýmd þann 10. nóvember á síðasta ári hefur bærinn verinn lokaður almenningi. Umferð inn í bæinn hefur verið stjórnað á þremur lokunarpóstum en nú vill bæjarráð losna við þessa lokunarpósta og hleypa þeim sem vilja inn í bæinn. „Við bara bókuðum þetta síðastliðinn þriðjudag. Bærinn hefur verið lokaður í tíu mánuði og það hefur mikil vinna farið fram hér innanbæjar. Við að gera bæinn öruggan. Við viljum bara sjá ákveðna framþróun,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.Vísir/Bjarni Hún nefnir sem dæmi að ferðamenn hlaupi um allar trissur á nýstorknuðu hrauni án þess að þurfa að fara í gegnum nokkurn lokunarpóst til þess. Öryggi yrði haft í fyrirrúmi yrði bærinn opnaður. „Þegar maður horfir til til dæmis ferðamannanna sem eru hérna hinum megin við hólinn þar sem öryggið er ekki mikið, þá teljum við að við getum tekið á móti fólki og opnað bæinn fyrir bæjarbúum,“ segir Ásrún. „Ég keyrði hingað áðan og maður sá að ferðamennirnir voru að klifra á hrauninu. En við höfum svo margt að sýna hér. Mér finnst synd að fólk skuli ekki fá að upplifa þennan heimsatburð.“ Svo er það íþróttamiðstöð Grindvíkinga, Hópið. Í júní var ákveðið að rífa húsið en risastór sprunga fannst undir gervigrasinu þar undir. En nú eru önnur teikn á lofti og húsið fær að standa. Að minnsta kosti í bili. „Húsið er altjónað og þarna liggur sprunga í gegn, það er rétt. En það kom bréf frá Batteríinu sem er verkfræði- og arkitektúrstofa, um að við myndum skoða allar ákvarðanir við tökum, litlar sem smáar. Við myndum horfa til framtíðar því hér verður mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn,“ segir Ásrún. Hinkra á aðeins og sjá hvort mögulega sé hægt að breyta hópinu í safn um jarðhræringarnar í Grindavík. „Þeir segja það sem hafa farið þangað inn að þetta sé ótrúleg upplifun. Að vera þarna inni og sjá sprunguna í gegn,“ segir Ásrún. Íþróttamiðstöðin í Grindavík gæti orðið að safni.Vísir/Bjarni Þannig þið ætlið aðeins að bíða og sjá, mögulega fer húsið og mögulega ekki. Þið ætlið bara aðeins að meta stöðuna upp á nýtt? „Já, við ætlum bara að anda ofan í kviðinn og sjá hvað verður. Hvaða skynsamlegu ákvörðun við tökum,“ segir Ásrún.
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira