Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. Rússar hafa þó ekki óendanlegan aðgang að mannafla og eru vísbendingar um að það verði erfiðara fyrir Rússa að fylla upp í raðir sína. Má þar nefna að greiðslur til manna sem ganga í herinn hafa aukist til muna og eru ummerki um að meðalaldur rússneskra hermanna hafi hækkað hratt . Útlit er fyrir að Úkraínumenn og Rússar séu í keppni um úthald. Það er í keppni um það hve lengi Úkraínumenn geti haldið áfram aðgerðum sínum í Kúrsk og hvort þeir geti gert það svo lengi að Rússar neyðist til að flytja sveitir frá austurhluta Úkraínu til Kúrsk. Brynvarinn bíll af gerðinni Stryker í Kúrsk í Rússlandi. Úkraínumenn hafa fengið þessi farartæki frá Bandaríkjunum.Getty/Oleg Palchyk Þá hafa Úkraínumenn aukið ákall sitt eftir því að bakhjarlar þeirra hætti að banna þeim að nota eldflaugar og önnur vopn frá Vesturlöndum innan landamæra Rússlands. Sérstaklega eftir að fregnir fóru að berast af því að klerkastjórnin í Íran hefur sent Rússum skammdrægar skotflaugar. Hingað til hafa Úkraínumenn einungis fengið takmarkað leyfi til árása í Rússlandi nærri borginni Karkív. Úkraínumenn báðu bakhjarla sína ekki um leyfi til að nota vestræna skrið- og bryndreka, auk annarra hergagna, í Kúrsk. Bakhjarlarnir gerðu þó ljóst eftir á að þegar þau hergögn væru komin í hendur Úkraínumanna væri það þeirra að ákveða hvað gera ætti við þau. Eitt af helstu markmiðum Rússa um þessar mundir virðist vera að ná fullum tökum á Donbas-svæðinu svokallaða en það samanstendur af bæði Lúhansk og Dónetsk-héruðum. Rússar stjórna nú þegar heim héruðum að mestu og hafa verið að sækja þar hægt fram frá því í fyrra. Hraðinn hefur þó aukist á nokkrum stöðum á víglínunni á undanförnum mánuðum og hefur það að miklu leyti verið rakið til manneklu hjá úkraínskum hersveitum á svæðinu og yfirburða Rússa þegar kemur að skotfærum fyrir stórskotalið. Sérstakt kapp virðist hafa verið lagt á að hertaka borgina Pokrovsk, sem er mikilvæg birgðamiðstöð fyrir úkraínskar hersveitir í Dónetsk-héraði. Sú borg liggur vestur af Avdívka, sem Rússar hertóku í fyrra. Víglínan í Kúrsk hafði lítið sem ekkert breyst frá því um miðjan ágúst, þar til á þriðjudaginn en þá byrjuðu að berast fregnir af vel heppnuðum gagnárásum Rússa í vesturhluta þess svæðis sem Úkraínumenn hafa tekið. Enn er þó erfitt að segja til um hve vel heppnaðar árásirnar eru. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. Russian forces recently north of Chasiv Yar, southeast of Pokrovsk, and west of Donetsk City.▪️ Russian forces recently advanced north of Chasiv Yar on the west (right) bank of the Siverskyi-Donets Donbas Canal amid continued Russian offensive operations in the area on… https://t.co/k2Ap6ky4j6 pic.twitter.com/VhDw2AIyXB— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) September 13, 2024 Komu Rússum á óvart Áhlaup Úkraínumanna á Kúrsk kom Rússum í opna skjöldu. Úkraínskir hermenn ruddu sér hratt leið í gegnum jarðsprengjusvæði á landamærunum og sigruðu hópa ungra kvaðmanna (menn sem eru kvaddir í herinn) og landamæravarða. Framsókn þeirra var hröð og nokkur fjöldi rússneskra hermanna voru handsamaðir. Það tók Rússa nokkurn tíma að mynda nýja varnarlínu en það tókst þó og útlit er fyrir að Úkraínumenn hafi lítið sótt fram frá því um miðjan ágúst. Stór og besti hluti rússneska hersins er fastur í austurhluta Úkraínu og ráðamenn í Moskvu hafa ekki viljað flytja og marga hermenn þaðan til Kúrsk til þess að reyna að reka Úkraínumenn á brott. Þess í stað kölluðu Rússar málaliða á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands heim frá Búrkína Fasó í Afríku. Málaliðar sem áður voru hjá Wagner hafa sést með svokölluðum Akhmat-sveitum frá Téténíu í Kúrsk. Slökkviliðsmenn að störfum eftir loftárás Rússa í bænum Kostiantynivka.Getty/Diego Herrera Carcedo Gagnsókn Rússa í Kúrsk Fregnir bárust af því á þriðjudagskvöld að Rússum hefði tekist að koma fjölda skrið- og bryndreka yfir á í Kúrsk og gert umfangsmikla gagnárás gegn Úkraínumönnum þar. Úkraínumenn hafa enn lítið tjáð sig um þessa meintu gagnárás og takmarkað myndefni er til, að svo stöddu, sem getur varpað ljósi á velgengni hennar. Ráðamenn í Rússlandi hafa þó haldið því fram að þeir hafi frelsað tíu byggðir í Kúrsk og fellt hundruð úkraínskra hermanna. Þegar þetta er skrifað hefur lítið verið staðfest í þessum efnum en heimildarmenn blaðamenn ytra, bæði í Rússlandi og í Úkraínu, segir að Úkraínumenn hafi orðið fyrir þungu höggi. NEW: Russian forces began counterattacks along the western edge of the Ukrainian salient in Kursk Oblast and reportedly seized several settlements northeast and south of Korenevo on September 10 and 11. 🧵(1/7)1/ The size, scale, and potential prospects of the September 11… pic.twitter.com/5UsFSM3tag— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) September 12, 2024 Forbes segir að Pútín hafi skipað forsvarsmönnum hersins að reka Úkraínumenn frá Kúrsk fyrir 1. október. Beintengt sókn Rússa í austri Með því að hernema tölvuert af rússnesku landsvæði tókst Úkraínumönnum að koma höggi á Vladimír Pútín heimafyrir, bæta baráttuanda úkraínskra hermanna og sýna fram á að þeir eru ekki fastir í varnarhlutverkinu. Aðgerðir Úkraínumanna í Kúrsk tengjast sókn Rússa í austurhluta Úkraínu með beinum hætti. Fregnir hafa ítrekað borist af því um langt skeið að hersveitir Úkraínumanna sem verjast í austri hafi þurft að glíma við mikla manneklu. Forvsvarsmenn úkraínska hersins tóku þá ákvörðun að styrkja ekki þær hersveitir, heldur senda þær sveitir sem voru í varaliði til Kúrsk og jafnvel að flytja reynslumiklar sveitir af víglínunni í austri. Úkraínumenn hefðu mögulega getað komið í veg fyrir að Rússar næðu eins nærri Pokrovsk eins og þeir hafa gert. Rússneskir hermenn á ferðinni í Dónetsk.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Síðan þá hefur liðsauki verið sendur til borgarinnar og varnir Úkraínumanna styrktar þar. Við það hefur hægt á framsókn Rússa og hún verið stöðvuð á nokkrum stöðum. Í kjölfarið hafa Rússar breytt um stefnu og reynt að umkringja úkraínska hermenn á svæðinu. Annarsstaðar á víglínunni í austri hafa Rússar náð mjög takmörkuðum árangri. Rússar hafa einnig reynt að sækja fram að borginni Chasiv Yar en hafa einungis sótt fram um um það bil fimm kílómetra á undanförnu ári. Versnandi staða við Pokrovsk Úkraínumenn hafa byggt upp umfangsmiklar varnir við Pokrovsk en falli borgin eru aðrar bygðir í Dónetsk í hættu, þar sem sambærilegar varnir má ekki finna þar. Varnirnar við Pokrovsk hafa Úkraínumenn notað til að láta Rússa blæða fyrir sóknina. Blaðamaður Economist ræddi nýverið við hermenn á víglínunni við borgina sem sögðu Rússa missa allt að átján menn fyrir hverja tvo þreytta úkraínska hermenn en þeim tækist það alltaf á endanum. „Við erum að skipta á lífum fyrir landsvæði, tíma og auðlindir óvina okkar,“ sagði einn hermaður. Annar sagði Úkraínumenn hafa orðið fyrir töluverðu mannfalli og þá sérstaklegra meðal óreyndra manna sem sendir hafa verið sem liðsauki. Margir hafi fallið en einhverjir hafi flúið. Úkraínumönnum hefur tekist að framkvæma vel heppnaðar gagnárásir nærri Proskov en þrátt fyrir það er staðan sögð slæm fyrir úkraínska hermenn. Hlúð að úkraínskum hermanni nærri víglínunni í Dónetsk.Getty/Diego Herrera Carcedo Sækja fram í smáum hópum og falla flestir Til að sækja fram nota Rússar mikið magn af svokölluðum svifsprengjum, sem eru stórar og gamlar sprengjur, sem búnar eru staðsetningarbúnaði og vængjum. Það gerir rússneskum flugmönnum kleift að varpa þeim úr mikilli hæð og langt frá víglínunni, þar sem þeim er ekki ógnað af loftvörnum Úkraínumanna. Sprengjurnar lenda svo af tiltölulega mikilli nákvæmni og geta valdið gífurlegum skaða. Heilu fjölbýlishúsin hrynja til jarðar vegna einnar svifsprengju en það gæti tekið nokkra daga að granda slíkum húsum með hefðbundnu stórskotaliði. Þar hafa Rússar einnig mikla yfirburði í austurhluta Úkraínu. Í grein Economist segir að á sumum hlutum víglínunnar skjóti Rússar tíu sprengikúlum fyrir hverja sprengikúlu sem Úkraínumenn nota. Auk manneklu segja Úkraínumenn skort á skotfærum vera þeirra helsta vandamál. A BTR-4 "Bucephalus" of the 14th Chervona Kalyna Brigade, armed with a 30mm cannon, is firing at Russian positions in the Pokrovsk direction. pic.twitter.com/IWYCPa9IC9— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) September 12, 2024 Þegar Rússar hafa veikt varnir Úkraínumanna senda þeir hermenn fram í smáum hópum. Þessir hermenn eru oftar en ekki fótgangandi, svo erfiðara er að sjá þá úr lofti með drónum. Þrátt fyrir það telja úkraínskir hermenn að um áttatíu prósent þeirra séu felldir af Úkraínumönnum. Aðrir komast í gegnum varnir þeirra þar sem þeir geta valdið miklum usla. Þá segja Úkraínumenn að Rússar hafi bætt samskipti sín verulega og þá sérstaklega þegar kemur að því að samtvinna eftirlit og árásir. Þegar Rússar sjá Úkraínumenn með drónum, séu þeir mjög fljótir að senda annað hvort sprengikúlur eða sjálfsprengidróna af stað. Samskipti sem þessi hafa lengi verið vandamál hjá Rússum. Stund milli stríða hjá úkraínskum hermönnum í Dónetsk.Getty/Diego Herrera Carcedo Kvaðmenn sagðir flýja Fréttamenn CNN ræddu einnig nýverið við hermenn sem hafa tekið þátt í orrustunni um Pokrovsk. Sex yfirmenn í hernum sögðu baráttuanda og flótta hermanna vera sífellt alvarlegra vandamál. Hermenn og þá sérstaklega reynslulitlir kvaðmenn, neiti að hlýða skipunum og hafi yfirgefið stöður sínar. Þetta á sérstaklega við meðal fótgönguliða, en mannfallið hefur verið mest meðal þeirra frá því stríðið hófst. „Það eru ekki allir kvaðmenn sem yfirgefa stöður sínar en margir þeirra gera það,“ sagði einn viðmælandi CNN. „Þegar nýir strákar koma hingað sjá þeir hve erfitt ástandið er. Þeir sjá alla rússnesku drónana, stórskotaliðið og sprengjuvörpurnar.“ „Þeir taka sér stöðu einu sinni og ef þeir lifa af, snúa þeir aldrei aftur. Þeir flýja, neita að fara aftur til orrustu eða finna aðra leið til að yfirgefa herinn.“ Úkraínumenn hafa styrkt varnir sínar nærri Pokrovsk en Rússar sækja þar hart fram.Getty/Patryk Jaracz Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hófu saksóknarar rannsóknir sem sneru að nærri því nítján þúsund hermönnum sem voru sakaðir um að neita að hlýða skipunum eða um að yfirgefa stöðu sína. Borgarar vilja frekar semja en hermenn Kannanir í Úkraínu hafa sýnt að meirihluti þjóðarinnar er enn á þeirri skoðun að reyna áfram að reka Rússa á brot en meðal óbreyttra borgara hefur fjöldi þeirra sem vilja hefja einhverskonar friðarviðræður við Rússa hefur aukist. Í frétt Wall Street Journal segir að hermenn, bæði uppgjafahermenn og þeir sem eru enn í hernum, séu verulega mótfallnir því að semja við Rússa. Einungis átján prósent þeirra segjast vilja binda enda á stríðið með því að semja og gefa eftir landsvæði. Heilt yfir samfélagið er hlutfallið 54 prósent sem segja nei og 43 prósent sem segja já. „Það er stríðsþreyta á Vesturlöndum og svo sannarlega einnig í Úkraínu,“ sagði Andriy Biletskiy, ofursti og fyrrverandi leiðtogi hjá Asóv-herdeildinni, við WSJ. „Útlitið hefur verið bjartara fyrir Úkraínu en engar hernaðarlegar hremmingar hafa átt sér stað enn. Þetta stríð er ekki tapað.“ Slökkviliðsmenn að störfum eftir loftárás Rússa í bænum Kostiantynivka.Getty/Diego Herrera Carcedo Biletskiy var einnig þingmaður og einn stofnanda þriðja árásar-stórfylkis Úkraínu, einnar bestu hersveitar landsins. Hann sagðist hafa ákveðið að tjá sig opinberlega þar sem breyting á viðhorfi almennings væri að koma niður á baráttuanda hermanna. Hann segir að þó staðan sé ekki ákjósanleg fyrir Úkraínumenn eigi Rússar við mörg vandamál að etja. Hermenn þeirra séu illa þjálfaðir og þá skorti einnig látt setta leiðtoga, sem hafi leitt til þess að allar sóknir þeirra leiði til mikils mannfalls. Í viðtölum segjast hermenn þeirrar skoðunar að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi eingöngu nota tímabundinn frið til að byggja upp herafla Rússlands á nýjan leik og gera svo aðra innrás. Aðrir segja að fórnir fallinna hermanna væru til einskis ef samið yrði um frið með því að gefa eftir landsvæði. Einn sem rætt var við sagði Rússa hafa brotið fjölmara alþjóðasáttmála á undanförnum áratugum. Það væri til einskis að semja við þá. „Ef við viljum frið til langs tíma, þurfum við að skaða þá eins mikið og mögulegt er.“ Rússar gerðu nýverið árás á fraktskip sem bar korn og er árásin sögð hafa verið gerð innan landhelgi Rúmeníu, sem er aðili að NATO. My source with knowledge of this Russian missile attack on a grain ship that had left a Ukrainian port yesterday said that the attack occurred in Romanian waters. @FT https://t.co/C3aIbLWcE0 pic.twitter.com/kaZQSJ8pCZ— Christopher Miller (@ChristopherJM) September 12, 2024 Vill kynna áætlun um sigur fyrir Biden Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í vikunni að ríkisstjórn hans hefði samið áætlun um sigur, sem hann segist vilja kynna fyrir Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í þessum mánuði. Þessari áætlun væri ætlað að styrkja stöðu Úkraínumanna og lenda „sálfræðilegu höggi“ á Rússa, sem gæti leitt til þess að Pútín vildi binda enda á stríðið. Samkvæmt frétt Reuters sagði Selenskí á viðburði í Kænugarði að það væri mikilvægt að kynna þessa áætlun fyrir bakhjörlum Úkraínu fyrir aðra alþjóðlega friðarráðstefnu sem hann vill halda seinna á þessu ári. „Ef félagar okkar styðja þessa áætlun, mun það gera Úkraínu auðveldar að þvinga Rússa til að binda enda á stríðið.“ Bakhjarlar Úkraínu hafa að undanförnu þrýst á ráðamenn í Úkraínu um að mynda einhverskonar áætlun til að binda enda á stríðið. Vesturlönd styðja enn opinberlega þau markmið Úkraínumanna að reka Rússa alfarið á brott frá Úkraínu en samkvæmt frétt Wall Street Journal hafa evrópskir ráðamenn gefið til kynna að Úkraínumenn þurfi að draga úr markmiðum sínum. Það sjónarmið er sagt byggja á því að til að reka Rússa alfarið á brott þurfi Úkraínumenn gífurlegt magn hergagna og meðfylgjandi fjármuna sem sé einfaldlega ekki raunhæft. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, með þeim Antony Blinken (t.v.) og David Lammy (t.h.) utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Bretlands. Þeir hittust í Kænugarði í vikunni.AP/Mark Schiefelbein Vilja fá að gera árásir í Rússlandi Úkraínumenn hafa ítrekað beðið bakhjarla sína um leyfi til að gera árásir í Rússlandi með vopnum sem þeir hafa fengið. Vopnum eins og stórskotaliði og stýriflaugum berast oftar en ekki með takmarkanir að því leyti að þeim skuli ekki beitt innan landamæra Rússlands. Þetta ákell hefur orðið háværara að undanförnu, samhliða því að fregnir hafa borist af því að Rússar hafi fengið skammdrægar skotflaugar frá Íran. Ekki liggur fyrir hversu margar skotflaugar um er að ræða en fregnir hafa borist af því að þær séu fleiri en tvö hundruð og af gerðinni Fath-360. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Þá geta eldflaugarnar lent án mikils fyrirvara á jörðu niðri. Áður hafa Rússar fengið Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran, auk annarra hergagna og skotfæra. Þeir hafa einnig fengið stýri- og skotflaugar og mikið magn sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu. Þessi hergögn hafa verið mikið notuð í Úkraínu. Úkraínumenn vilja fá að gera árásir á vopnageymslur og önnur skotmörk í Rússlandi, svo þeir geti grandað þessum skotflaugum áður en þeim er skotið að Úkraínu. Sjá einnig: Hafa fengið skotflaugar frá Íran John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði í vikunni að stór hópur rússneskra hermanna hefði verið í Íran þar sem þeir hefðu verið þjálfaði í notkun Fath-360 skotflauganna. Hann sagði að sendingin frá Íran gæti gert Rússum kleift að nota sínar langdrægar eldflaugar á innviði í Úkraínu og úkraínskar borgir. Írönsku skotflaugarnar væri hægt að nota nær víglínunni á hernaðarleg skotmörk. Kirby sagði þessa þróun vera varhugarverða. Stuðningur Írans við Rússland ógnaði öryggi Evrópu og stuðningur Rússlands við Íran ógnaði stöðugleika í Mið-Austurlöndum og víðar. Rússar væru að veita Íran aðgang að tækni varðandi þróun kjarnorku og mögulega kjarnorkuvopna og sömuleiðis hjálpa þeim við þróun varðandi geimferðir og gervihnetti. Úkraínumenn eru byrjaðir að nota sérstaka dróna sem varpa termíti niður á trjálínur þar sem Rússar hafa grafið skotgrafir. Termítið getur lent á rússneskum hermönnum og brennt þá en það getur einnig kveikt í skóglínunni svo Rússar þurfa að flýja úr skjóli. Þessir drónar eru kallaðir drekar. Now the 3rd Assault Brigade also uses the Dragon drone against russian positions.https://t.co/YpucOUFGPy pic.twitter.com/e8PQko4QRz— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) September 12, 2024 Taka fanga af lífi Úkraínumenn segja tilfellum þar sem rússneskir hermenn taka úkraínska stríðsfanga af lífi hafa farið fjölgandi. Í einu tilfelli, voru þrír hermenn sem höfðu gefist upp eftir að rússneskir hermenn náðu að skotgröfum þeirra nærri Pokrovsk skotnir til bana í stað þess að vera handsamaðir. Dauði hermannanna náðist á myndband úr dróna sem var á flugi yfir svæðinu og var myndbandinu deilt með CNN. CNN has obtained exclusive video that shows an apparent execution by Russian troops of three surrendering Ukrainians, after their trench was overrun.The incident is part of a pattern of apparent executions, seemingly increasing in pace this year.@npwcnn reports. pic.twitter.com/EsSC4IXcVV— CNN International PR (@cnnipr) September 6, 2024 Rússneskir hermenn hafa þó nokkrum sinnum tekið sig upp taka úkraínska hermenn af lífi og birt myndböndin á netinu. Í einhverjum tilfellum hafa Rússar skorið höfuðin af úkraínskum föngum og í einu til felli skar rússneskur hermaður undan bundnum úkraínskum manni og skaut hann svo í höfuðið. Sjá einnig: Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Ekki er vitað til þess að nokkrum rússneskum hermanni hafi verið refsað fyrir þessar aftökur. Sjá einnig: Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Hér að neðan má sjá myndband sem rússneskir hermenn tóku upp og var birt á netinu fyrr í september. Það sýnir úkraínskan hermann skotinn til bana. Myndbandið hefur verið ruglað en getur samt vakið óhug. 🇷🇺 field execution of an 🇺🇦 prisoner of war pic.twitter.com/UJ2pjjMRYP— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) September 6, 2024 Rússneski hermaðurinn sem myrti þann úkraínska segir eftir á að rússneskir hermenn hafi komið til Úkraínu til að „frelsa landið frá nasistum“. Í samtali við CNN segja saksóknarar að þeir séu með 73 aftökur af þessu tagi til rannsóknar. Miðað við hve algengt aftökur eru, þykir Úkraínumönnum líklegt að um markvissar aðgerðir sé að ræða og að mögulegt sé að rússneskir hermenn hafi fengið skipanir um að taka ekki fanga. Heimildarmaður CNN frá Sameinuðu þjóðunum segir málið til skoðunar þar. „Það eru mörg tilfelli. Það er mynstur þarna.“ Hann bætti við að mynstrið gæfi til kynna að Rússum væri að minnsta kosti sama um aftökur sem þessar eða þær væru framkvæmdar að skipun yfirmanna. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent
Rússar hafa þó ekki óendanlegan aðgang að mannafla og eru vísbendingar um að það verði erfiðara fyrir Rússa að fylla upp í raðir sína. Má þar nefna að greiðslur til manna sem ganga í herinn hafa aukist til muna og eru ummerki um að meðalaldur rússneskra hermanna hafi hækkað hratt . Útlit er fyrir að Úkraínumenn og Rússar séu í keppni um úthald. Það er í keppni um það hve lengi Úkraínumenn geti haldið áfram aðgerðum sínum í Kúrsk og hvort þeir geti gert það svo lengi að Rússar neyðist til að flytja sveitir frá austurhluta Úkraínu til Kúrsk. Brynvarinn bíll af gerðinni Stryker í Kúrsk í Rússlandi. Úkraínumenn hafa fengið þessi farartæki frá Bandaríkjunum.Getty/Oleg Palchyk Þá hafa Úkraínumenn aukið ákall sitt eftir því að bakhjarlar þeirra hætti að banna þeim að nota eldflaugar og önnur vopn frá Vesturlöndum innan landamæra Rússlands. Sérstaklega eftir að fregnir fóru að berast af því að klerkastjórnin í Íran hefur sent Rússum skammdrægar skotflaugar. Hingað til hafa Úkraínumenn einungis fengið takmarkað leyfi til árása í Rússlandi nærri borginni Karkív. Úkraínumenn báðu bakhjarla sína ekki um leyfi til að nota vestræna skrið- og bryndreka, auk annarra hergagna, í Kúrsk. Bakhjarlarnir gerðu þó ljóst eftir á að þegar þau hergögn væru komin í hendur Úkraínumanna væri það þeirra að ákveða hvað gera ætti við þau. Eitt af helstu markmiðum Rússa um þessar mundir virðist vera að ná fullum tökum á Donbas-svæðinu svokallaða en það samanstendur af bæði Lúhansk og Dónetsk-héruðum. Rússar stjórna nú þegar heim héruðum að mestu og hafa verið að sækja þar hægt fram frá því í fyrra. Hraðinn hefur þó aukist á nokkrum stöðum á víglínunni á undanförnum mánuðum og hefur það að miklu leyti verið rakið til manneklu hjá úkraínskum hersveitum á svæðinu og yfirburða Rússa þegar kemur að skotfærum fyrir stórskotalið. Sérstakt kapp virðist hafa verið lagt á að hertaka borgina Pokrovsk, sem er mikilvæg birgðamiðstöð fyrir úkraínskar hersveitir í Dónetsk-héraði. Sú borg liggur vestur af Avdívka, sem Rússar hertóku í fyrra. Víglínan í Kúrsk hafði lítið sem ekkert breyst frá því um miðjan ágúst, þar til á þriðjudaginn en þá byrjuðu að berast fregnir af vel heppnuðum gagnárásum Rússa í vesturhluta þess svæðis sem Úkraínumenn hafa tekið. Enn er þó erfitt að segja til um hve vel heppnaðar árásirnar eru. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. Russian forces recently north of Chasiv Yar, southeast of Pokrovsk, and west of Donetsk City.▪️ Russian forces recently advanced north of Chasiv Yar on the west (right) bank of the Siverskyi-Donets Donbas Canal amid continued Russian offensive operations in the area on… https://t.co/k2Ap6ky4j6 pic.twitter.com/VhDw2AIyXB— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) September 13, 2024 Komu Rússum á óvart Áhlaup Úkraínumanna á Kúrsk kom Rússum í opna skjöldu. Úkraínskir hermenn ruddu sér hratt leið í gegnum jarðsprengjusvæði á landamærunum og sigruðu hópa ungra kvaðmanna (menn sem eru kvaddir í herinn) og landamæravarða. Framsókn þeirra var hröð og nokkur fjöldi rússneskra hermanna voru handsamaðir. Það tók Rússa nokkurn tíma að mynda nýja varnarlínu en það tókst þó og útlit er fyrir að Úkraínumenn hafi lítið sótt fram frá því um miðjan ágúst. Stór og besti hluti rússneska hersins er fastur í austurhluta Úkraínu og ráðamenn í Moskvu hafa ekki viljað flytja og marga hermenn þaðan til Kúrsk til þess að reyna að reka Úkraínumenn á brott. Þess í stað kölluðu Rússar málaliða á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands heim frá Búrkína Fasó í Afríku. Málaliðar sem áður voru hjá Wagner hafa sést með svokölluðum Akhmat-sveitum frá Téténíu í Kúrsk. Slökkviliðsmenn að störfum eftir loftárás Rússa í bænum Kostiantynivka.Getty/Diego Herrera Carcedo Gagnsókn Rússa í Kúrsk Fregnir bárust af því á þriðjudagskvöld að Rússum hefði tekist að koma fjölda skrið- og bryndreka yfir á í Kúrsk og gert umfangsmikla gagnárás gegn Úkraínumönnum þar. Úkraínumenn hafa enn lítið tjáð sig um þessa meintu gagnárás og takmarkað myndefni er til, að svo stöddu, sem getur varpað ljósi á velgengni hennar. Ráðamenn í Rússlandi hafa þó haldið því fram að þeir hafi frelsað tíu byggðir í Kúrsk og fellt hundruð úkraínskra hermanna. Þegar þetta er skrifað hefur lítið verið staðfest í þessum efnum en heimildarmenn blaðamenn ytra, bæði í Rússlandi og í Úkraínu, segir að Úkraínumenn hafi orðið fyrir þungu höggi. NEW: Russian forces began counterattacks along the western edge of the Ukrainian salient in Kursk Oblast and reportedly seized several settlements northeast and south of Korenevo on September 10 and 11. 🧵(1/7)1/ The size, scale, and potential prospects of the September 11… pic.twitter.com/5UsFSM3tag— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) September 12, 2024 Forbes segir að Pútín hafi skipað forsvarsmönnum hersins að reka Úkraínumenn frá Kúrsk fyrir 1. október. Beintengt sókn Rússa í austri Með því að hernema tölvuert af rússnesku landsvæði tókst Úkraínumönnum að koma höggi á Vladimír Pútín heimafyrir, bæta baráttuanda úkraínskra hermanna og sýna fram á að þeir eru ekki fastir í varnarhlutverkinu. Aðgerðir Úkraínumanna í Kúrsk tengjast sókn Rússa í austurhluta Úkraínu með beinum hætti. Fregnir hafa ítrekað borist af því um langt skeið að hersveitir Úkraínumanna sem verjast í austri hafi þurft að glíma við mikla manneklu. Forvsvarsmenn úkraínska hersins tóku þá ákvörðun að styrkja ekki þær hersveitir, heldur senda þær sveitir sem voru í varaliði til Kúrsk og jafnvel að flytja reynslumiklar sveitir af víglínunni í austri. Úkraínumenn hefðu mögulega getað komið í veg fyrir að Rússar næðu eins nærri Pokrovsk eins og þeir hafa gert. Rússneskir hermenn á ferðinni í Dónetsk.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Síðan þá hefur liðsauki verið sendur til borgarinnar og varnir Úkraínumanna styrktar þar. Við það hefur hægt á framsókn Rússa og hún verið stöðvuð á nokkrum stöðum. Í kjölfarið hafa Rússar breytt um stefnu og reynt að umkringja úkraínska hermenn á svæðinu. Annarsstaðar á víglínunni í austri hafa Rússar náð mjög takmörkuðum árangri. Rússar hafa einnig reynt að sækja fram að borginni Chasiv Yar en hafa einungis sótt fram um um það bil fimm kílómetra á undanförnu ári. Versnandi staða við Pokrovsk Úkraínumenn hafa byggt upp umfangsmiklar varnir við Pokrovsk en falli borgin eru aðrar bygðir í Dónetsk í hættu, þar sem sambærilegar varnir má ekki finna þar. Varnirnar við Pokrovsk hafa Úkraínumenn notað til að láta Rússa blæða fyrir sóknina. Blaðamaður Economist ræddi nýverið við hermenn á víglínunni við borgina sem sögðu Rússa missa allt að átján menn fyrir hverja tvo þreytta úkraínska hermenn en þeim tækist það alltaf á endanum. „Við erum að skipta á lífum fyrir landsvæði, tíma og auðlindir óvina okkar,“ sagði einn hermaður. Annar sagði Úkraínumenn hafa orðið fyrir töluverðu mannfalli og þá sérstaklegra meðal óreyndra manna sem sendir hafa verið sem liðsauki. Margir hafi fallið en einhverjir hafi flúið. Úkraínumönnum hefur tekist að framkvæma vel heppnaðar gagnárásir nærri Proskov en þrátt fyrir það er staðan sögð slæm fyrir úkraínska hermenn. Hlúð að úkraínskum hermanni nærri víglínunni í Dónetsk.Getty/Diego Herrera Carcedo Sækja fram í smáum hópum og falla flestir Til að sækja fram nota Rússar mikið magn af svokölluðum svifsprengjum, sem eru stórar og gamlar sprengjur, sem búnar eru staðsetningarbúnaði og vængjum. Það gerir rússneskum flugmönnum kleift að varpa þeim úr mikilli hæð og langt frá víglínunni, þar sem þeim er ekki ógnað af loftvörnum Úkraínumanna. Sprengjurnar lenda svo af tiltölulega mikilli nákvæmni og geta valdið gífurlegum skaða. Heilu fjölbýlishúsin hrynja til jarðar vegna einnar svifsprengju en það gæti tekið nokkra daga að granda slíkum húsum með hefðbundnu stórskotaliði. Þar hafa Rússar einnig mikla yfirburði í austurhluta Úkraínu. Í grein Economist segir að á sumum hlutum víglínunnar skjóti Rússar tíu sprengikúlum fyrir hverja sprengikúlu sem Úkraínumenn nota. Auk manneklu segja Úkraínumenn skort á skotfærum vera þeirra helsta vandamál. A BTR-4 "Bucephalus" of the 14th Chervona Kalyna Brigade, armed with a 30mm cannon, is firing at Russian positions in the Pokrovsk direction. pic.twitter.com/IWYCPa9IC9— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) September 12, 2024 Þegar Rússar hafa veikt varnir Úkraínumanna senda þeir hermenn fram í smáum hópum. Þessir hermenn eru oftar en ekki fótgangandi, svo erfiðara er að sjá þá úr lofti með drónum. Þrátt fyrir það telja úkraínskir hermenn að um áttatíu prósent þeirra séu felldir af Úkraínumönnum. Aðrir komast í gegnum varnir þeirra þar sem þeir geta valdið miklum usla. Þá segja Úkraínumenn að Rússar hafi bætt samskipti sín verulega og þá sérstaklega þegar kemur að því að samtvinna eftirlit og árásir. Þegar Rússar sjá Úkraínumenn með drónum, séu þeir mjög fljótir að senda annað hvort sprengikúlur eða sjálfsprengidróna af stað. Samskipti sem þessi hafa lengi verið vandamál hjá Rússum. Stund milli stríða hjá úkraínskum hermönnum í Dónetsk.Getty/Diego Herrera Carcedo Kvaðmenn sagðir flýja Fréttamenn CNN ræddu einnig nýverið við hermenn sem hafa tekið þátt í orrustunni um Pokrovsk. Sex yfirmenn í hernum sögðu baráttuanda og flótta hermanna vera sífellt alvarlegra vandamál. Hermenn og þá sérstaklega reynslulitlir kvaðmenn, neiti að hlýða skipunum og hafi yfirgefið stöður sínar. Þetta á sérstaklega við meðal fótgönguliða, en mannfallið hefur verið mest meðal þeirra frá því stríðið hófst. „Það eru ekki allir kvaðmenn sem yfirgefa stöður sínar en margir þeirra gera það,“ sagði einn viðmælandi CNN. „Þegar nýir strákar koma hingað sjá þeir hve erfitt ástandið er. Þeir sjá alla rússnesku drónana, stórskotaliðið og sprengjuvörpurnar.“ „Þeir taka sér stöðu einu sinni og ef þeir lifa af, snúa þeir aldrei aftur. Þeir flýja, neita að fara aftur til orrustu eða finna aðra leið til að yfirgefa herinn.“ Úkraínumenn hafa styrkt varnir sínar nærri Pokrovsk en Rússar sækja þar hart fram.Getty/Patryk Jaracz Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hófu saksóknarar rannsóknir sem sneru að nærri því nítján þúsund hermönnum sem voru sakaðir um að neita að hlýða skipunum eða um að yfirgefa stöðu sína. Borgarar vilja frekar semja en hermenn Kannanir í Úkraínu hafa sýnt að meirihluti þjóðarinnar er enn á þeirri skoðun að reyna áfram að reka Rússa á brot en meðal óbreyttra borgara hefur fjöldi þeirra sem vilja hefja einhverskonar friðarviðræður við Rússa hefur aukist. Í frétt Wall Street Journal segir að hermenn, bæði uppgjafahermenn og þeir sem eru enn í hernum, séu verulega mótfallnir því að semja við Rússa. Einungis átján prósent þeirra segjast vilja binda enda á stríðið með því að semja og gefa eftir landsvæði. Heilt yfir samfélagið er hlutfallið 54 prósent sem segja nei og 43 prósent sem segja já. „Það er stríðsþreyta á Vesturlöndum og svo sannarlega einnig í Úkraínu,“ sagði Andriy Biletskiy, ofursti og fyrrverandi leiðtogi hjá Asóv-herdeildinni, við WSJ. „Útlitið hefur verið bjartara fyrir Úkraínu en engar hernaðarlegar hremmingar hafa átt sér stað enn. Þetta stríð er ekki tapað.“ Slökkviliðsmenn að störfum eftir loftárás Rússa í bænum Kostiantynivka.Getty/Diego Herrera Carcedo Biletskiy var einnig þingmaður og einn stofnanda þriðja árásar-stórfylkis Úkraínu, einnar bestu hersveitar landsins. Hann sagðist hafa ákveðið að tjá sig opinberlega þar sem breyting á viðhorfi almennings væri að koma niður á baráttuanda hermanna. Hann segir að þó staðan sé ekki ákjósanleg fyrir Úkraínumenn eigi Rússar við mörg vandamál að etja. Hermenn þeirra séu illa þjálfaðir og þá skorti einnig látt setta leiðtoga, sem hafi leitt til þess að allar sóknir þeirra leiði til mikils mannfalls. Í viðtölum segjast hermenn þeirrar skoðunar að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi eingöngu nota tímabundinn frið til að byggja upp herafla Rússlands á nýjan leik og gera svo aðra innrás. Aðrir segja að fórnir fallinna hermanna væru til einskis ef samið yrði um frið með því að gefa eftir landsvæði. Einn sem rætt var við sagði Rússa hafa brotið fjölmara alþjóðasáttmála á undanförnum áratugum. Það væri til einskis að semja við þá. „Ef við viljum frið til langs tíma, þurfum við að skaða þá eins mikið og mögulegt er.“ Rússar gerðu nýverið árás á fraktskip sem bar korn og er árásin sögð hafa verið gerð innan landhelgi Rúmeníu, sem er aðili að NATO. My source with knowledge of this Russian missile attack on a grain ship that had left a Ukrainian port yesterday said that the attack occurred in Romanian waters. @FT https://t.co/C3aIbLWcE0 pic.twitter.com/kaZQSJ8pCZ— Christopher Miller (@ChristopherJM) September 12, 2024 Vill kynna áætlun um sigur fyrir Biden Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í vikunni að ríkisstjórn hans hefði samið áætlun um sigur, sem hann segist vilja kynna fyrir Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í þessum mánuði. Þessari áætlun væri ætlað að styrkja stöðu Úkraínumanna og lenda „sálfræðilegu höggi“ á Rússa, sem gæti leitt til þess að Pútín vildi binda enda á stríðið. Samkvæmt frétt Reuters sagði Selenskí á viðburði í Kænugarði að það væri mikilvægt að kynna þessa áætlun fyrir bakhjörlum Úkraínu fyrir aðra alþjóðlega friðarráðstefnu sem hann vill halda seinna á þessu ári. „Ef félagar okkar styðja þessa áætlun, mun það gera Úkraínu auðveldar að þvinga Rússa til að binda enda á stríðið.“ Bakhjarlar Úkraínu hafa að undanförnu þrýst á ráðamenn í Úkraínu um að mynda einhverskonar áætlun til að binda enda á stríðið. Vesturlönd styðja enn opinberlega þau markmið Úkraínumanna að reka Rússa alfarið á brott frá Úkraínu en samkvæmt frétt Wall Street Journal hafa evrópskir ráðamenn gefið til kynna að Úkraínumenn þurfi að draga úr markmiðum sínum. Það sjónarmið er sagt byggja á því að til að reka Rússa alfarið á brott þurfi Úkraínumenn gífurlegt magn hergagna og meðfylgjandi fjármuna sem sé einfaldlega ekki raunhæft. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, með þeim Antony Blinken (t.v.) og David Lammy (t.h.) utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Bretlands. Þeir hittust í Kænugarði í vikunni.AP/Mark Schiefelbein Vilja fá að gera árásir í Rússlandi Úkraínumenn hafa ítrekað beðið bakhjarla sína um leyfi til að gera árásir í Rússlandi með vopnum sem þeir hafa fengið. Vopnum eins og stórskotaliði og stýriflaugum berast oftar en ekki með takmarkanir að því leyti að þeim skuli ekki beitt innan landamæra Rússlands. Þetta ákell hefur orðið háværara að undanförnu, samhliða því að fregnir hafa borist af því að Rússar hafi fengið skammdrægar skotflaugar frá Íran. Ekki liggur fyrir hversu margar skotflaugar um er að ræða en fregnir hafa borist af því að þær séu fleiri en tvö hundruð og af gerðinni Fath-360. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Þá geta eldflaugarnar lent án mikils fyrirvara á jörðu niðri. Áður hafa Rússar fengið Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran, auk annarra hergagna og skotfæra. Þeir hafa einnig fengið stýri- og skotflaugar og mikið magn sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu. Þessi hergögn hafa verið mikið notuð í Úkraínu. Úkraínumenn vilja fá að gera árásir á vopnageymslur og önnur skotmörk í Rússlandi, svo þeir geti grandað þessum skotflaugum áður en þeim er skotið að Úkraínu. Sjá einnig: Hafa fengið skotflaugar frá Íran John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði í vikunni að stór hópur rússneskra hermanna hefði verið í Íran þar sem þeir hefðu verið þjálfaði í notkun Fath-360 skotflauganna. Hann sagði að sendingin frá Íran gæti gert Rússum kleift að nota sínar langdrægar eldflaugar á innviði í Úkraínu og úkraínskar borgir. Írönsku skotflaugarnar væri hægt að nota nær víglínunni á hernaðarleg skotmörk. Kirby sagði þessa þróun vera varhugarverða. Stuðningur Írans við Rússland ógnaði öryggi Evrópu og stuðningur Rússlands við Íran ógnaði stöðugleika í Mið-Austurlöndum og víðar. Rússar væru að veita Íran aðgang að tækni varðandi þróun kjarnorku og mögulega kjarnorkuvopna og sömuleiðis hjálpa þeim við þróun varðandi geimferðir og gervihnetti. Úkraínumenn eru byrjaðir að nota sérstaka dróna sem varpa termíti niður á trjálínur þar sem Rússar hafa grafið skotgrafir. Termítið getur lent á rússneskum hermönnum og brennt þá en það getur einnig kveikt í skóglínunni svo Rússar þurfa að flýja úr skjóli. Þessir drónar eru kallaðir drekar. Now the 3rd Assault Brigade also uses the Dragon drone against russian positions.https://t.co/YpucOUFGPy pic.twitter.com/e8PQko4QRz— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) September 12, 2024 Taka fanga af lífi Úkraínumenn segja tilfellum þar sem rússneskir hermenn taka úkraínska stríðsfanga af lífi hafa farið fjölgandi. Í einu tilfelli, voru þrír hermenn sem höfðu gefist upp eftir að rússneskir hermenn náðu að skotgröfum þeirra nærri Pokrovsk skotnir til bana í stað þess að vera handsamaðir. Dauði hermannanna náðist á myndband úr dróna sem var á flugi yfir svæðinu og var myndbandinu deilt með CNN. CNN has obtained exclusive video that shows an apparent execution by Russian troops of three surrendering Ukrainians, after their trench was overrun.The incident is part of a pattern of apparent executions, seemingly increasing in pace this year.@npwcnn reports. pic.twitter.com/EsSC4IXcVV— CNN International PR (@cnnipr) September 6, 2024 Rússneskir hermenn hafa þó nokkrum sinnum tekið sig upp taka úkraínska hermenn af lífi og birt myndböndin á netinu. Í einhverjum tilfellum hafa Rússar skorið höfuðin af úkraínskum föngum og í einu til felli skar rússneskur hermaður undan bundnum úkraínskum manni og skaut hann svo í höfuðið. Sjá einnig: Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Ekki er vitað til þess að nokkrum rússneskum hermanni hafi verið refsað fyrir þessar aftökur. Sjá einnig: Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Hér að neðan má sjá myndband sem rússneskir hermenn tóku upp og var birt á netinu fyrr í september. Það sýnir úkraínskan hermann skotinn til bana. Myndbandið hefur verið ruglað en getur samt vakið óhug. 🇷🇺 field execution of an 🇺🇦 prisoner of war pic.twitter.com/UJ2pjjMRYP— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) September 6, 2024 Rússneski hermaðurinn sem myrti þann úkraínska segir eftir á að rússneskir hermenn hafi komið til Úkraínu til að „frelsa landið frá nasistum“. Í samtali við CNN segja saksóknarar að þeir séu með 73 aftökur af þessu tagi til rannsóknar. Miðað við hve algengt aftökur eru, þykir Úkraínumönnum líklegt að um markvissar aðgerðir sé að ræða og að mögulegt sé að rússneskir hermenn hafi fengið skipanir um að taka ekki fanga. Heimildarmaður CNN frá Sameinuðu þjóðunum segir málið til skoðunar þar. „Það eru mörg tilfelli. Það er mynstur þarna.“ Hann bætti við að mynstrið gæfi til kynna að Rússum væri að minnsta kosti sama um aftökur sem þessar eða þær væru framkvæmdar að skipun yfirmanna.