Borgarráð fól listamanninum Anto Brennan að búa til styttu af drottningunni og var henni komið fyrir við hlið styttu af eiginmanni hennar og tveimur hundum.
Styttan stendur í Antrim kastalagarðinum og sögðu sveitarstjórinn og forstöðumaður garðsins styttuna sýna drottninguna í virðulegri stellingu og fanga útgeislun hennar mjög. En heimamenn eru ekki sammála.
„Mér finnst drottningin eigi ekki að líta svona út. Mér finnst þetta ekkert líkt andliti hennar,“ segir einn íbúi.
„Þetta er eitthvað skrítið. Filippus prins er eitthvað ólíkur sjálfum sér,“ segir annar.
Styttan var afhjúpuð í síðustu viku og hefur hún síðan þá verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Íbúar segja margir styttuna móðgandi fyrir drottninguna. Þá hafa nokkrir sammælst um að skúlptúrinn líkist frekar karakternum Mrs. Doubtfire sem Robin Williams lék árið 1993.

„Öll list á rétt á sér og ég tel mikilvægt að leggja áherslu á að þetta listaverk er skapað af virkum listamanni. Þetta er ekki tölvugert. Hendur listamanns skópu eftirmynd sem á að tákna drottninguna,“ segir Ellen Stone, listfræðingur.