„Við berum ekki þeirra sorg“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. september 2024 20:53 Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Matthildur Bjarnadóttir. Bylgjan Þegar þjóðarsálin upplifir hvert áfallið á fætur öðru á það til að gerast að sumir dofni og sýni sinnuleysi en aðrir upplifa rosalega sterkar tilfinningar. Þetta segir Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur, sem segir mikilvægt að þetta litróf tilfinninga sé rætt í þjóðfélaginu. Jóna og Matthildur Bjarnadóttir prestur og verkefnastjóri Arnarins ræddu um áhrif þeirra mörgu hræðilegu mála sem hafa verið að koma upp á Íslandi að undanförnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Matthildur sagði mikilvægt að hlífa börnunum ekki of mikið þegar rætt sé um þessi mál. „Við verðum að vera tilbúin að taka samtalið. Staðreyndin er sú að þetta líf er fullt af þjáningu, það hefur alltaf verið og mun alltaf vera. Það verður alltaf sárt að vera til, hlutir munu gerast og við verðum að geta rætt það við börnin okkar. Við fæðumst inn í þennan heim sem er yndislegur og fallegur, en það er líka myrk hlið í þessari tilveru. Við verðum að geta horft á hana og viðurkennt að hún sé þarna og meira að segja að hún búi innra með okkar.“ Hún sagði skipta máli að fólk átti sig þó á því að það hafi val, og að það spyrji sig hvað það geti sjálft gert. „Ef það er verið að stríða einhverjum á skólalóðinni, hvað gerir þú? Ef það meiðir sig einhver, hvað gerir þú elsku barnið mitt?“ „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ Jóna og Matthildur veltu til að mynda fyrir sér máli Yazans Tamini, ellefu ára drengs sem átti að flytja úr landi í nótt. Hann var vakinn af lögreglu og fluttur frá Landspítalanum á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt að ákvörðunin um að brottvísa honum standi. „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ spurði Matthildur. Jóna tók í sama streng og sagði fullorðna fólkið vera hræsnara. „Mér finnst málið hans Yazans algjör prófsteinn fyrir íslenskt samfélag. Hvernig manneskjur erum við? Það er ekki bara það, börnin okkar fylgjast með. Þau sjá þennan langveika dreng í hjólastól og það er fullorðna fólkið, fólkið sem hefur völdin – Hvað ætlum við að kenna börnunum okkar?“ „Þetta er þeirra hróp til samfélagsins“ Matthildur og Jóna ræddu einnig mál Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést af sárum sínum eftir stunguárás á menningarnótt. Fjölskylda og ástvinir hennar hafa barist fyrir því að andlát hennar verði til þess að átak verði gert í málefnum barna og unglinga til þess að svipaður atburður eigi sér ekki aftur stað. „Það er enginn tilgangur með þjáningunni en í þessari vegferð, upp úr þjáningunni, getum við fundið einhvern tilgang. Þetta er þeirra hróp til samfélagsins og við verðum að hlusta á þetta fólk,“ sagði Jóna. „Við skulum ekki gleyma því að þetta fólk er að missa barnið sitt. Við berum ekki þeirra sorg. Það er bara þannig. En við skulum sýna það að við höfum samkennd í þessum aðstæðum og að við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum.“ Trúmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mál Yazans Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Þetta segir Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur, sem segir mikilvægt að þetta litróf tilfinninga sé rætt í þjóðfélaginu. Jóna og Matthildur Bjarnadóttir prestur og verkefnastjóri Arnarins ræddu um áhrif þeirra mörgu hræðilegu mála sem hafa verið að koma upp á Íslandi að undanförnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Matthildur sagði mikilvægt að hlífa börnunum ekki of mikið þegar rætt sé um þessi mál. „Við verðum að vera tilbúin að taka samtalið. Staðreyndin er sú að þetta líf er fullt af þjáningu, það hefur alltaf verið og mun alltaf vera. Það verður alltaf sárt að vera til, hlutir munu gerast og við verðum að geta rætt það við börnin okkar. Við fæðumst inn í þennan heim sem er yndislegur og fallegur, en það er líka myrk hlið í þessari tilveru. Við verðum að geta horft á hana og viðurkennt að hún sé þarna og meira að segja að hún búi innra með okkar.“ Hún sagði skipta máli að fólk átti sig þó á því að það hafi val, og að það spyrji sig hvað það geti sjálft gert. „Ef það er verið að stríða einhverjum á skólalóðinni, hvað gerir þú? Ef það meiðir sig einhver, hvað gerir þú elsku barnið mitt?“ „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ Jóna og Matthildur veltu til að mynda fyrir sér máli Yazans Tamini, ellefu ára drengs sem átti að flytja úr landi í nótt. Hann var vakinn af lögreglu og fluttur frá Landspítalanum á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt að ákvörðunin um að brottvísa honum standi. „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ spurði Matthildur. Jóna tók í sama streng og sagði fullorðna fólkið vera hræsnara. „Mér finnst málið hans Yazans algjör prófsteinn fyrir íslenskt samfélag. Hvernig manneskjur erum við? Það er ekki bara það, börnin okkar fylgjast með. Þau sjá þennan langveika dreng í hjólastól og það er fullorðna fólkið, fólkið sem hefur völdin – Hvað ætlum við að kenna börnunum okkar?“ „Þetta er þeirra hróp til samfélagsins“ Matthildur og Jóna ræddu einnig mál Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést af sárum sínum eftir stunguárás á menningarnótt. Fjölskylda og ástvinir hennar hafa barist fyrir því að andlát hennar verði til þess að átak verði gert í málefnum barna og unglinga til þess að svipaður atburður eigi sér ekki aftur stað. „Það er enginn tilgangur með þjáningunni en í þessari vegferð, upp úr þjáningunni, getum við fundið einhvern tilgang. Þetta er þeirra hróp til samfélagsins og við verðum að hlusta á þetta fólk,“ sagði Jóna. „Við skulum ekki gleyma því að þetta fólk er að missa barnið sitt. Við berum ekki þeirra sorg. Það er bara þannig. En við skulum sýna það að við höfum samkennd í þessum aðstæðum og að við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum.“
Trúmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mál Yazans Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09