Sótti 410 milljónir og margfaldaði starfsmannafjöldann Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 13:57 Starfsmenn Porcelain Fortress í starfsmannaferð til Gloucester, Massachusetts. Porcelain Fortress Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress tryggði sér á dögunum þriggja milljóna dollara fjárfestingu, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á ótilkynntum leik fyrirtækisins. Á árinu hefur starfsmönnum fjölgað úr fjórum í fjórtán. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á bak við fjárfestinguna séu Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Porcelain Fortress hafi áður gefið út tölvuleikinn No Time to Relax sem selst hafi í um 350 þúsund eintökum. Söluhæsti mánuður leiksins hafi í ágúst á þessu ári, fimm árum eftir að leikurinn kom á markað. Leikurinn hafi verið þýddur á tíu tungumálum, þar á meðal íslensku. Nýr forstjóri meðal tíu nýráðinna Samhliða auknu fjármagni hafi teymi Porcelain Fortress stækkað til muna á árinu, úr fjórum starfsgildum í fjórtán. Meðal stöðugilda sem ráðið hafi verið í sé nýr forstjóri, listrænn stjórnandi, forritarar, leikjahönnuður, og textasmiður. Þrátt fyrir að enn sé margt á huldu um nýjasta verkefni Porcelain Fortress sé Ingólfur Ævarsson, forstjóri fyrirtækisins, spenntur fyrir næstu mánuðum. Ingólfur, sem hafi hafið störf hjá fyrirtækinu fyrr á árinu, sé leikjabransanum vel kunnur, enda búi hann yfir sextán ára reynslu hjá CCP og 1939 Games. „Teymið okkar sannaði það með útgáfu No Time to Relax að við getum skapað skemmtilega leiki uppfulla af spennandi og hlægilegum augnablikum. Það voru þessi augnablik sem vöktu athygli áhrifavalda og tölvuleikjastreymara sem eru lykillinn að því að koma leikjum á borð við þennan á framfæri á markaðnum í dag,“ er haft eftir honum. Byr í segl fyrirtækisins Stefna Porcelain Fortress hafi frá upphafi verið að framleiða sígilda leiki með nútímatækni og haft er eftir Ingólfi að fjárfestingin sé mikilæ byr í segl fyrirtækisins til að halda því áfram. „Fyrri leikur okkar hefur nú þegar fengið tugmilljón áhorf á streymisveitum og verða samfélagsmiðlar hornsteinn í framleiðslu á nýja leiknum okkar. Þá hefur fyrirtækið verið styrkt af Tækniþróunarsjóði allt frá stofnun til dagsins í dag og ef ekki væri fyrir þann stuðning væri fyrirtækið ekki að fagna þessum áfanga.“ Spennandi tækifæri á markaði Í stjórn Porcelain Fortress sitji Brynjólfur Erlingsson hjá Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson hjá Brunnur Ventures, Helga Valfells hjá Crowberry Capital, og Guðrún Helga Brynleifsdóttir. „Porcelain Fortress hefur sýnt mikla seiglu í gegnum árin og hefur ástríða teymisins fyrir því sem það vinnur að heillað okkur. Fyrsti leikurinn þeirra skilar enn töluverðum tekjum og sjáum við spennandi tækifæri á markaðnum sem þau sækja á,“ er haft eftir Sigurði. Búast megi við frekari upplýsingum um nýjasta verkefni Porcelain Fortress á næstunni. Leikjavísir Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á bak við fjárfestinguna séu Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Porcelain Fortress hafi áður gefið út tölvuleikinn No Time to Relax sem selst hafi í um 350 þúsund eintökum. Söluhæsti mánuður leiksins hafi í ágúst á þessu ári, fimm árum eftir að leikurinn kom á markað. Leikurinn hafi verið þýddur á tíu tungumálum, þar á meðal íslensku. Nýr forstjóri meðal tíu nýráðinna Samhliða auknu fjármagni hafi teymi Porcelain Fortress stækkað til muna á árinu, úr fjórum starfsgildum í fjórtán. Meðal stöðugilda sem ráðið hafi verið í sé nýr forstjóri, listrænn stjórnandi, forritarar, leikjahönnuður, og textasmiður. Þrátt fyrir að enn sé margt á huldu um nýjasta verkefni Porcelain Fortress sé Ingólfur Ævarsson, forstjóri fyrirtækisins, spenntur fyrir næstu mánuðum. Ingólfur, sem hafi hafið störf hjá fyrirtækinu fyrr á árinu, sé leikjabransanum vel kunnur, enda búi hann yfir sextán ára reynslu hjá CCP og 1939 Games. „Teymið okkar sannaði það með útgáfu No Time to Relax að við getum skapað skemmtilega leiki uppfulla af spennandi og hlægilegum augnablikum. Það voru þessi augnablik sem vöktu athygli áhrifavalda og tölvuleikjastreymara sem eru lykillinn að því að koma leikjum á borð við þennan á framfæri á markaðnum í dag,“ er haft eftir honum. Byr í segl fyrirtækisins Stefna Porcelain Fortress hafi frá upphafi verið að framleiða sígilda leiki með nútímatækni og haft er eftir Ingólfi að fjárfestingin sé mikilæ byr í segl fyrirtækisins til að halda því áfram. „Fyrri leikur okkar hefur nú þegar fengið tugmilljón áhorf á streymisveitum og verða samfélagsmiðlar hornsteinn í framleiðslu á nýja leiknum okkar. Þá hefur fyrirtækið verið styrkt af Tækniþróunarsjóði allt frá stofnun til dagsins í dag og ef ekki væri fyrir þann stuðning væri fyrirtækið ekki að fagna þessum áfanga.“ Spennandi tækifæri á markaði Í stjórn Porcelain Fortress sitji Brynjólfur Erlingsson hjá Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson hjá Brunnur Ventures, Helga Valfells hjá Crowberry Capital, og Guðrún Helga Brynleifsdóttir. „Porcelain Fortress hefur sýnt mikla seiglu í gegnum árin og hefur ástríða teymisins fyrir því sem það vinnur að heillað okkur. Fyrsti leikurinn þeirra skilar enn töluverðum tekjum og sjáum við spennandi tækifæri á markaðnum sem þau sækja á,“ er haft eftir Sigurði. Búast megi við frekari upplýsingum um nýjasta verkefni Porcelain Fortress á næstunni.
Leikjavísir Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira