Boða til kyrrðarstundar því íslenskt samfélag standi á krossgötum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. september 2024 12:04 Kyrrðarstundin hefst klukkan sex. Vísir/Vilhelm Íslenskt samfélag stendur á krossgötum og það er óhjákvæmilegt að leita inn á við. Þetta segir séra Elínborg Sturludóttir. Starfsfólk dómkirkjunnar hefur boðað til kyrrðar- og bænastundar vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir samfélagið að síðustu. Klukkan sex síðdegis mun bænastundin fara fram en hún stendur öllum til boða. Séra Elínborg Sturludóttir mun flytja ávarp, Séra Sveinn Valgarðsson leiðir bæn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leiðir sálmasöng. Séra Elínborg segir að starfsfólk kirkjunnar hefði fundið það hjá sér að til slíkrar kyrrðarstundar yrði að boða til vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er alveg ótrúlegur fjöldi manna hér á landi sem á um sárt að binda og ég held að í okkar litla samfélagi þá látum við þessi áföll okkur ekki ósnert og af þeim sökum er bara allt samfélagið harmi slegið og þess vegna fannst okkur ástæða til þess að koma saman því það er svo mikill styrkur í því að koma saman og dómkirkjan hefur verið Reykvíkingum skjól í gleði og sorg í meira en 200 ár.“ Séra Elínborg bendir á að það skipti ekki öllu máli hvað við segjum við fólk sem eigi um sárt að binda, heldur að við sýnum umhyggju okkar í verki. „Að hafa hugrekki til að sýna þeim sem eiga um sárt að binda samúð, forðast það ekki og bara það að fara og votta samúð, gráta með fólki. Það er ekki endilega það sem við segjum sem skiptir mestu máli heldur hvernig við sýnum samkennd og umhyggju.“ Nú sé tíminn til að leita inn á við. „Það er óhjákvæmilegt og mér finnst öll samfélagsumræðan vera þannig núna að við erum tilbúin til þess. Við stöndum bara á ákveðnum krossgötum. Við getum ekki áfram haldið eins og ekkert hafi í skorist, við verðum að staldra við og við þurfum að gera það öll saman, bæði kirkjan og við höfum aldrei þarfnast þess held ég eins og nú að taka höndum saman um það að fegra og bæta mannlífið í okkar samfélagi,“ segir Séra Elínborg Sturludóttir. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Klukkan sex síðdegis mun bænastundin fara fram en hún stendur öllum til boða. Séra Elínborg Sturludóttir mun flytja ávarp, Séra Sveinn Valgarðsson leiðir bæn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leiðir sálmasöng. Séra Elínborg segir að starfsfólk kirkjunnar hefði fundið það hjá sér að til slíkrar kyrrðarstundar yrði að boða til vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er alveg ótrúlegur fjöldi manna hér á landi sem á um sárt að binda og ég held að í okkar litla samfélagi þá látum við þessi áföll okkur ekki ósnert og af þeim sökum er bara allt samfélagið harmi slegið og þess vegna fannst okkur ástæða til þess að koma saman því það er svo mikill styrkur í því að koma saman og dómkirkjan hefur verið Reykvíkingum skjól í gleði og sorg í meira en 200 ár.“ Séra Elínborg bendir á að það skipti ekki öllu máli hvað við segjum við fólk sem eigi um sárt að binda, heldur að við sýnum umhyggju okkar í verki. „Að hafa hugrekki til að sýna þeim sem eiga um sárt að binda samúð, forðast það ekki og bara það að fara og votta samúð, gráta með fólki. Það er ekki endilega það sem við segjum sem skiptir mestu máli heldur hvernig við sýnum samkennd og umhyggju.“ Nú sé tíminn til að leita inn á við. „Það er óhjákvæmilegt og mér finnst öll samfélagsumræðan vera þannig núna að við erum tilbúin til þess. Við stöndum bara á ákveðnum krossgötum. Við getum ekki áfram haldið eins og ekkert hafi í skorist, við verðum að staldra við og við þurfum að gera það öll saman, bæði kirkjan og við höfum aldrei þarfnast þess held ég eins og nú að taka höndum saman um það að fegra og bæta mannlífið í okkar samfélagi,“ segir Séra Elínborg Sturludóttir.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira