Brynjar vill herða upp á mannréttindahugtakinu Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2024 17:02 Brynjar segir tilboð þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um setu í stjórn Mannréttindastofnunar ekki tengjast því að hann segir nú af sér varaþingmennsku. Hann þurfi einfaldlega að finna sér eitthvað að gera. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson hefur sagt af sér varaþingmennsku og mun að öllum líkindum taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar, gangi allt eftir. Þetta tvennt tengist þó ekki. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur greint frá því að hún hafi lagt til að Brynjar taki sæti í stjórn Mannréttindastofnunar en þau tíðindi bárust um leið og spurðist að Brynjar hefði sagt af sér sem varaþingmaður. Varaþingmennskan þvælist fyrir Menn voru fljótir að tengja þetta tvennt saman en Brynjar segir, í stuttu samtali við Vísi, að þessir tveir punktar tengist ekki. „Ég var fyrir einhverjum hálfum mánuði búinn að greina forseta þingsins og þingflokksformanni það að ég ætlaði að hætta í pólitík. Bréfið var bara ekki komið,“ segir Brynjar. Brynjar segir að langt sé síðan hann lýsti því yfir að hann ætlaði að hætta í pólitík en það hafi orðið töf á því þegar hann varð aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í dómsmálaráðuneytinu og tók þá að sér sérverkefni fyrir fjármálaráðuneytið. „Eitthvað verða menn að gera. Ég er að leita mér að verkefnum,“ segir Brynjar. Hann telur að titillinn aðstoðarþingmaður gæti skert atvinnumöguleika sína. Þá segist Brynjar ekki líta svo á að um sé að ræða fullt starf, stjórnarseta í Mannréttindastofnun. Er ekki á leiðinni í Miðflokkinn Brynjar telur, sökum menntunar sinnar og reynslu, sé hann ákjósanlegur í stjórn Mannréttindastofnunar. En þarf ekki að herða upp á þessu hugtaki, þegar það nær yfir allt hlýtur það að glata merkingu sinni? „Jú, þetta er bara orðin einhver þvæla. En það verður þá einhver umræða um það,“ segir Brynjar. Hann hefur orðið var við það á Facebook að ýmsir vinstri menn hugsi með hrolli til hans að vasast í mannréttindamálum. Brynjar tekur því hins vegar sem skýru merki um að þar sé þá verk að vinna. Og nákvæmlega hann rétti maðurinn til þess. Þá útilokar þessi fyrrverandi varaþingmaður ekki það að hann eigi hugsanlega eftir koma aftur að pólitíkinni aftur, en það verði þó að ráðast. Og fátt fær hróflað við hollustu hans við Sjálfstæðisflokkinn „Ég útiloka ekki að ég geti komið í pólitík síðar enda á maður ekki að útiloka neitt. Ég er ekki að fara í Miðflokkinn, ég er ekki að fara í Flokk fólksins… ég er ekki að fara í neinn annan stjórnmálaflokk. Ég er ekki að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum. Það eru hreinar línur.“ Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur greint frá því að hún hafi lagt til að Brynjar taki sæti í stjórn Mannréttindastofnunar en þau tíðindi bárust um leið og spurðist að Brynjar hefði sagt af sér sem varaþingmaður. Varaþingmennskan þvælist fyrir Menn voru fljótir að tengja þetta tvennt saman en Brynjar segir, í stuttu samtali við Vísi, að þessir tveir punktar tengist ekki. „Ég var fyrir einhverjum hálfum mánuði búinn að greina forseta þingsins og þingflokksformanni það að ég ætlaði að hætta í pólitík. Bréfið var bara ekki komið,“ segir Brynjar. Brynjar segir að langt sé síðan hann lýsti því yfir að hann ætlaði að hætta í pólitík en það hafi orðið töf á því þegar hann varð aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í dómsmálaráðuneytinu og tók þá að sér sérverkefni fyrir fjármálaráðuneytið. „Eitthvað verða menn að gera. Ég er að leita mér að verkefnum,“ segir Brynjar. Hann telur að titillinn aðstoðarþingmaður gæti skert atvinnumöguleika sína. Þá segist Brynjar ekki líta svo á að um sé að ræða fullt starf, stjórnarseta í Mannréttindastofnun. Er ekki á leiðinni í Miðflokkinn Brynjar telur, sökum menntunar sinnar og reynslu, sé hann ákjósanlegur í stjórn Mannréttindastofnunar. En þarf ekki að herða upp á þessu hugtaki, þegar það nær yfir allt hlýtur það að glata merkingu sinni? „Jú, þetta er bara orðin einhver þvæla. En það verður þá einhver umræða um það,“ segir Brynjar. Hann hefur orðið var við það á Facebook að ýmsir vinstri menn hugsi með hrolli til hans að vasast í mannréttindamálum. Brynjar tekur því hins vegar sem skýru merki um að þar sé þá verk að vinna. Og nákvæmlega hann rétti maðurinn til þess. Þá útilokar þessi fyrrverandi varaþingmaður ekki það að hann eigi hugsanlega eftir koma aftur að pólitíkinni aftur, en það verði þó að ráðast. Og fátt fær hróflað við hollustu hans við Sjálfstæðisflokkinn „Ég útiloka ekki að ég geti komið í pólitík síðar enda á maður ekki að útiloka neitt. Ég er ekki að fara í Miðflokkinn, ég er ekki að fara í Flokk fólksins… ég er ekki að fara í neinn annan stjórnmálaflokk. Ég er ekki að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum. Það eru hreinar línur.“
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira